Hvernig losar þú þig við samkeppnisaðila - nokkur góð ráð handa einokunarfyrirtæki Jón Páll Hreinsson skrifar 16. júní 2020 14:00 Að vera einokunarfyrirtæki er vandasamt verkefni. Eins og nafnið gefur til kynna þá getur þú í krafti stærðar og stöðu á markaði einokað markaðinn og hrakið alla samkeppni í þrot. Ef neytendur og ríkið setja engin mörk, þá getur einokunarfyrirtækið hagað sér nokkurn veginn eins og þeim sýnist og setið eitt að peningum neytanda. Sem betur fer hafa neytendur ekki sætt sig við slíka hegðun og hefur með stuðningi samkeppniseftirlits hefur það reynst einokunarfyrirtækjum æ erfiðara að einoka markaðinn. En það er nú samt von. Ef einokunarfyrirtækið vandar sig þá eru nokkrar leiðir til þess að losa sig undar ábyrgðinni að vera langstærsta fyrirtækið á markaði. Hér fyrir neðan eru nokkur skref fyrir einokunarfyrirtæki sem vilja losa sig við samkeppnisaðila: Framleiddu eins vörur og samkeppnisaðilinNýir aðilar á markaði koma gjarnan inn með nýjar áherslur í vöruframboði. Þeir þróa vörur sem neytendum finnst vera spennandi og eru tilbúnir að færa sig frá einokunarfyrirtækinu sem ekki hefur sinnt því sem skyldi. Með því að kópera nýsköpun hins nýja samkeppnisaðila og þróa eins vörur (þótt þær heiti öðru nafni) minnkar þú sérstöðu hans. Ráðast beint á sérstöðu littla samkeppnisaðilansEf samkeppnisaðilin hefur náð að skapa sér sérstöðu, t.d. með því að bjóða uppá umhverfisvænar umbúðir, þá má alls ekki leyfa honum að komast upp með slíkt og bjóða umsvifalaust upp á eins pakkningar. Ef þú getur ekki boðið uppá eins pakkningar, þá má breyta pakkningum og merkja þær umhverfisvænar. Hefja markaðsherferð hægt og rólega Mikilvægt er að byrja ekki á stórri auglýsingaherferð þar sem þú berð þínar endurbættu vörur saman við samkeppnisaðilann og segir neytendum að vörur hans séu ekkert sérstakar. Frekar gera þetta hægt og rólega og smásaman hrekur þú nýja aðilann út af markaðnum. Ef þú gerir þetta með látum þá fatta neytendur hvað þú ert að gera og geta brugðist illa við. Lækka verðið með afsláttum undir borðiðEf ekkert gengur og neytendur halda áfram tryggð við littla samkeppnisaðilan, þá er eitt gamalt og gott ‚trix‘ sem hægt er að nota. Auðveldasta og skilvirkasta leiðin til að gera út af við minni samkeppnisaðila er nefnilega að lækka verðið, jafnvel niður fyrir kostnaðarverð, og hrekja hann þannig í þrot. En þar sem það er bannað, þá er ein leið framhjá því að bjóða uppá svokallaða „markaðsstyrki“, þá býður þú endursöluaðilum sama gamla verðið en greiðir samhliða styrki til þeirra á móti og lækkar þannig vöruna, þótt það komi hvergi fram. Þessi ráð eru öll siðlaus og það síðasta ólöglegt með öllu og ég mæli ekki með notkun þeirra fyrir neinn. Sumir eru kannski hneykslaðir á því að ég sé að kenna slíkan ósóma fyrir framan alþjóð. En það má ekki gleyma að með því að þekkja leiðirnar, þá er auðveldara að benda á þær. Kannski hjálpa þessi góðu ráð einhverjum til að benda á framkomu einhverra fyrirtækja sem gleyma hlutverki sínu sem leiðandi fyrirtæki á fákeppnismarkaði og þurfa vinsamlegar ábendingar neytenda og stjórnvalda til að breyta til betri vegar. Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík og situr í stjórn Örnu mjólkurvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Bolungarvík Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Að vera einokunarfyrirtæki er vandasamt verkefni. Eins og nafnið gefur til kynna þá getur þú í krafti stærðar og stöðu á markaði einokað markaðinn og hrakið alla samkeppni í þrot. Ef neytendur og ríkið setja engin mörk, þá getur einokunarfyrirtækið hagað sér nokkurn veginn eins og þeim sýnist og setið eitt að peningum neytanda. Sem betur fer hafa neytendur ekki sætt sig við slíka hegðun og hefur með stuðningi samkeppniseftirlits hefur það reynst einokunarfyrirtækjum æ erfiðara að einoka markaðinn. En það er nú samt von. Ef einokunarfyrirtækið vandar sig þá eru nokkrar leiðir til þess að losa sig undar ábyrgðinni að vera langstærsta fyrirtækið á markaði. Hér fyrir neðan eru nokkur skref fyrir einokunarfyrirtæki sem vilja losa sig við samkeppnisaðila: Framleiddu eins vörur og samkeppnisaðilinNýir aðilar á markaði koma gjarnan inn með nýjar áherslur í vöruframboði. Þeir þróa vörur sem neytendum finnst vera spennandi og eru tilbúnir að færa sig frá einokunarfyrirtækinu sem ekki hefur sinnt því sem skyldi. Með því að kópera nýsköpun hins nýja samkeppnisaðila og þróa eins vörur (þótt þær heiti öðru nafni) minnkar þú sérstöðu hans. Ráðast beint á sérstöðu littla samkeppnisaðilansEf samkeppnisaðilin hefur náð að skapa sér sérstöðu, t.d. með því að bjóða uppá umhverfisvænar umbúðir, þá má alls ekki leyfa honum að komast upp með slíkt og bjóða umsvifalaust upp á eins pakkningar. Ef þú getur ekki boðið uppá eins pakkningar, þá má breyta pakkningum og merkja þær umhverfisvænar. Hefja markaðsherferð hægt og rólega Mikilvægt er að byrja ekki á stórri auglýsingaherferð þar sem þú berð þínar endurbættu vörur saman við samkeppnisaðilann og segir neytendum að vörur hans séu ekkert sérstakar. Frekar gera þetta hægt og rólega og smásaman hrekur þú nýja aðilann út af markaðnum. Ef þú gerir þetta með látum þá fatta neytendur hvað þú ert að gera og geta brugðist illa við. Lækka verðið með afsláttum undir borðiðEf ekkert gengur og neytendur halda áfram tryggð við littla samkeppnisaðilan, þá er eitt gamalt og gott ‚trix‘ sem hægt er að nota. Auðveldasta og skilvirkasta leiðin til að gera út af við minni samkeppnisaðila er nefnilega að lækka verðið, jafnvel niður fyrir kostnaðarverð, og hrekja hann þannig í þrot. En þar sem það er bannað, þá er ein leið framhjá því að bjóða uppá svokallaða „markaðsstyrki“, þá býður þú endursöluaðilum sama gamla verðið en greiðir samhliða styrki til þeirra á móti og lækkar þannig vöruna, þótt það komi hvergi fram. Þessi ráð eru öll siðlaus og það síðasta ólöglegt með öllu og ég mæli ekki með notkun þeirra fyrir neinn. Sumir eru kannski hneykslaðir á því að ég sé að kenna slíkan ósóma fyrir framan alþjóð. En það má ekki gleyma að með því að þekkja leiðirnar, þá er auðveldara að benda á þær. Kannski hjálpa þessi góðu ráð einhverjum til að benda á framkomu einhverra fyrirtækja sem gleyma hlutverki sínu sem leiðandi fyrirtæki á fákeppnismarkaði og þurfa vinsamlegar ábendingar neytenda og stjórnvalda til að breyta til betri vegar. Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík og situr í stjórn Örnu mjólkurvara.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar