Stefnt að því að ferðagjöfin verði aðgengileg í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2020 12:15 Hægt verður að hlaða niður smáforriti til að nýta ferðagjöfina. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að ferðagjöfin - stafrænt gjafabréf til að verja í ferðaþjónustu innanlands verði aðgengileg í dag. Verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu hvetur landsmenn til að nýta gjöfina. Ferðagjöfin er stafrænt gjafabréf að andvirði 5.000 kr og er hún liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Þannig er markmiðið að efla íslenska ferðaþjónustu og hvetja um leið landsmenn til að ferðast um landið. Stefnt er að því að ferðagjöfin verði aðgengileg í dag. „Við erum að stefna að því að ferðagjöfin fari í loftið í dag eða á morgun. Við erum að leggja lokahönd á smá tæknilega útfærslu og svo fer hún í loftið og þá geta notendur byrjað að nota gjöfina,“ sagði Guðný Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu. Allir þeir sem eru með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og fæddir árið 2002 eða fyrr fá ferðagjöf og hvetur Guðný alla til að nýta sér gjöfina. Hana má nýta hjá skilgreindum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar sem hafa skráð sig til þátttöku. En yfirlit fyrirtækja má sjá hér. Til að nýta ferðagjöfina skráir notandinn sig inn á island.is með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. „Þar býðst honum að sækja app sem kallast ferðagjöf sem er mjög þægilegt. Ef þú átt snjallsíma þá ert þú alltaf með ferðagjöfina í vasanum. Ef þú vilt ekki sækja appið eða átt ekki snjalltæki þá er einnig hægt að nálgast kóða á island.is og getur notað hann til að bóka á netinu,“ sagði Guðný. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vonast til að klára frumvarp um ferðagjöf í vikunni Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert. 8. júní 2020 13:37 Telur ferðagjöfina geta eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að 5.000 króna ferðagjöfin sem kynnt var á fundi í morgun geti eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar inn í næstu ár. 26. maí 2020 21:31 Allt það helsta um fyrirkomulag Ferðagjafarinnar Hægt verður að skipta ferðagjöf stjórnvalda niður og nýta hana innan fjölbreyttrar flóru ferðaþjónustufyrirtækja með sérstöku smáforriti sem hannað var til verksins. 26. maí 2020 10:53 Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Stefnt er að því að ferðagjöfin - stafrænt gjafabréf til að verja í ferðaþjónustu innanlands verði aðgengileg í dag. Verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu hvetur landsmenn til að nýta gjöfina. Ferðagjöfin er stafrænt gjafabréf að andvirði 5.000 kr og er hún liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Þannig er markmiðið að efla íslenska ferðaþjónustu og hvetja um leið landsmenn til að ferðast um landið. Stefnt er að því að ferðagjöfin verði aðgengileg í dag. „Við erum að stefna að því að ferðagjöfin fari í loftið í dag eða á morgun. Við erum að leggja lokahönd á smá tæknilega útfærslu og svo fer hún í loftið og þá geta notendur byrjað að nota gjöfina,“ sagði Guðný Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu. Allir þeir sem eru með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og fæddir árið 2002 eða fyrr fá ferðagjöf og hvetur Guðný alla til að nýta sér gjöfina. Hana má nýta hjá skilgreindum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar sem hafa skráð sig til þátttöku. En yfirlit fyrirtækja má sjá hér. Til að nýta ferðagjöfina skráir notandinn sig inn á island.is með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. „Þar býðst honum að sækja app sem kallast ferðagjöf sem er mjög þægilegt. Ef þú átt snjallsíma þá ert þú alltaf með ferðagjöfina í vasanum. Ef þú vilt ekki sækja appið eða átt ekki snjalltæki þá er einnig hægt að nálgast kóða á island.is og getur notað hann til að bóka á netinu,“ sagði Guðný.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vonast til að klára frumvarp um ferðagjöf í vikunni Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert. 8. júní 2020 13:37 Telur ferðagjöfina geta eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að 5.000 króna ferðagjöfin sem kynnt var á fundi í morgun geti eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar inn í næstu ár. 26. maí 2020 21:31 Allt það helsta um fyrirkomulag Ferðagjafarinnar Hægt verður að skipta ferðagjöf stjórnvalda niður og nýta hana innan fjölbreyttrar flóru ferðaþjónustufyrirtækja með sérstöku smáforriti sem hannað var til verksins. 26. maí 2020 10:53 Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Vonast til að klára frumvarp um ferðagjöf í vikunni Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert. 8. júní 2020 13:37
Telur ferðagjöfina geta eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að 5.000 króna ferðagjöfin sem kynnt var á fundi í morgun geti eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar inn í næstu ár. 26. maí 2020 21:31
Allt það helsta um fyrirkomulag Ferðagjafarinnar Hægt verður að skipta ferðagjöf stjórnvalda niður og nýta hana innan fjölbreyttrar flóru ferðaþjónustufyrirtækja með sérstöku smáforriti sem hannað var til verksins. 26. maí 2020 10:53
Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35