Endar Ronaldo ferilinn eftir allt í Bandaríkjunum? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2020 17:00 Er Ronaldo farinn að hugsa um að flytja til Miami og vera besti vinur David Beckham eða til vinar síns Nani í Orlando? EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Þó svo að Cristiano Ronaldo hafi tekið fyrir það á sínum tíma að enda ferilinn í Bandaríkjunum þá virðist sem portúgalska ofurstjarnan hafi mögulega skipt um skoðun. Ítalska stórliðið Juventus tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Napoli í gær er liðin mættust í úrslitaleik ítölsku bikarkeppninnar. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og var farið beint í vítaspyrnukeppni þar sem Napoli hafði betur gegn áttföldum Ítalíumeisturum Juventus. Er þetta annar úrslitaleikurinn sem Juventus tapar í röð en liðið tapaði fyrir Lazio í ítalska Ofurbikarnum undir lok síðasta árs. Það er spurning hversu marga úrslitaleiki til viðbótar Ronaldo leikur með Juventus en Luis Nani, fyrrum samherji hins 35 ára gamla Ronaldo hjá Manchester United og portúgalska landsliðinu, sagði á dögunum að Ronaldo hefði sagt við sig að hann hefði áhuga á að enda ferilinn í MLS-deildinni. Cristiano Ronaldo told Nani he will probably end up in MLS (via @TaylorTwellman) pic.twitter.com/W7Cg0nr3DD— ESPN FC (@ESPNFC) June 17, 2020 Ronaldo tók fyrir það á sínum tíma að enda ferilinn í Bandaríkjunum en mögulega hefur hann skipt um skoðun í dag. Það virðist sem flestir knattspyrnumenn Evrópu séu tilbúnir að fara í MLS-deildina og spila fyrir lið David Beckham, Inter Miami. Hver veit nema Ronaldo gangi svo bara til liðs við Orlando City og endi ferilinn með áðurnefndum Nani sem gekk í raðir félagsins á síðasta ári. Hefur Nani skorað tólf mörk í 30 leikjum fyrir Orlando. Þar með yrði Ronaldp önnur stórstjarnan sem hefði spilað fyrir bæði spænska stórveldið Real Madrid og Orlando City. Hin stórstjarnan er hinn brasilíski Kaka en hann gekk í raðir Real Madrid sumarið 2009 líkt og Ronaldo. Fimm árum síðar gekk hann í raðir Orlando og lék með þeim allt til ársins 2017 þegar skórnir fóru á hilluna. Fótbolti Ítalski boltinn MLS Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Þó svo að Cristiano Ronaldo hafi tekið fyrir það á sínum tíma að enda ferilinn í Bandaríkjunum þá virðist sem portúgalska ofurstjarnan hafi mögulega skipt um skoðun. Ítalska stórliðið Juventus tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Napoli í gær er liðin mættust í úrslitaleik ítölsku bikarkeppninnar. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og var farið beint í vítaspyrnukeppni þar sem Napoli hafði betur gegn áttföldum Ítalíumeisturum Juventus. Er þetta annar úrslitaleikurinn sem Juventus tapar í röð en liðið tapaði fyrir Lazio í ítalska Ofurbikarnum undir lok síðasta árs. Það er spurning hversu marga úrslitaleiki til viðbótar Ronaldo leikur með Juventus en Luis Nani, fyrrum samherji hins 35 ára gamla Ronaldo hjá Manchester United og portúgalska landsliðinu, sagði á dögunum að Ronaldo hefði sagt við sig að hann hefði áhuga á að enda ferilinn í MLS-deildinni. Cristiano Ronaldo told Nani he will probably end up in MLS (via @TaylorTwellman) pic.twitter.com/W7Cg0nr3DD— ESPN FC (@ESPNFC) June 17, 2020 Ronaldo tók fyrir það á sínum tíma að enda ferilinn í Bandaríkjunum en mögulega hefur hann skipt um skoðun í dag. Það virðist sem flestir knattspyrnumenn Evrópu séu tilbúnir að fara í MLS-deildina og spila fyrir lið David Beckham, Inter Miami. Hver veit nema Ronaldo gangi svo bara til liðs við Orlando City og endi ferilinn með áðurnefndum Nani sem gekk í raðir félagsins á síðasta ári. Hefur Nani skorað tólf mörk í 30 leikjum fyrir Orlando. Þar með yrði Ronaldp önnur stórstjarnan sem hefði spilað fyrir bæði spænska stórveldið Real Madrid og Orlando City. Hin stórstjarnan er hinn brasilíski Kaka en hann gekk í raðir Real Madrid sumarið 2009 líkt og Ronaldo. Fimm árum síðar gekk hann í raðir Orlando og lék með þeim allt til ársins 2017 þegar skórnir fóru á hilluna.
Fótbolti Ítalski boltinn MLS Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira