Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Hópur presta í Þjóðkirkjunni skrifar 18. júní 2020 13:30 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. Áherslan hefur verið sett á mannúð, mannvirðingu og miskunnsemi og íslenska þjóðin hefur fylkt sér á bakvið þessa stefnu stjórnvalda. Mitt í erfiðum aðstæðum og ringulreið af völdum heimsfaldursins lögðu stjórnvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga, þingskjal 1228-717mál, á 150. löggjafarþingi. Heimsfaraldur á borð við Covid19 var og er samfélagslegt áfall. Að okkar mati er það hlutverk stjórnvalda að mæta og milda hvað best þau geta þau áföll sem samfélög og einstaklingar verða fyrir ekki að ýfa upp og ýkja. Að vera manneskja á flótta er áfall. Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. Margt í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er því ekki til þess fallið að bæta umgjörðina um þennan málaflokk og virðist ekki vera sett fram til að mæta fólki og milda áföll þess með sjálfsögð mannréttindi allra að leiðarljósi. Hættan er sú að breytingar þessar muni fremur stuðla að því að ýfa upp og ýkja fyrirliggjandi áföll þeirra einstaklinga sem hingað leita eftir skjóli, einangra þá enn frekar og takmarka möguleika þeirra á að lifa mannsæmandi lífi meðan þeir dvelja hér á landi. Í ljósi fyrrnefndrar stefnu stjórnvalda í baráttunni við Covid19 skýtur það skökku við að nú skuli vera lagðar til breytingar á lögum um útlendinga sem eru í ósamræmi og andstöðu við þau viðbrögð og vinnubrögð.Við undirrituð viljum benda á nokkur atriði er tengjast mjög þjónustuvettvangi okkar sem við teljum mikilvægt að fá frekari umræðu um í þjóðfélaginu. Það gerum við í þremur aðsendum greinum sem munu birtast hér. 8.gr. frumvarpsins Lagt er til að ,,í upphafi 8. mgr. 33. gr. laganna komi nýr málsliður svohljóðandi: Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun.“Undirrituð telja að hér sé verið að gera alvarleg mistök sem munu hafa gríðarleg áhrif á það fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og fellur undir þetta ákvæði. Reglulega kemur það fyrir að ákvörðun um brottvísun fólks úr landi dragist mánuðum saman. Með þessari breytingu á lögunum ætlar ríkið að opna á þann möguleika að fótum verði að kippt undan framfærslu einstaklings og fjölskyldu hans, rétti hans til húsnæðis, jafnramt því sem honum er óheimilt að stunda launaða vinnu. Með þessu eru grundvallarbjargráð tekið frá fólki sem er sett í þá stöðu að þurfa að reiða sig á mataraðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar eða annarra hjálparstofnanna. Það er sett í þá stöðu að eiga ekki möguleika á viðunandi heilbrigðisþjónustu eða annarri grunnþjónustu sem verndar og viðheldur lífinu. Gildir einu hvort um ræðir börn eða geðfatlaða einstaklinga svo dæmi séu tekin. Hér er verið að brjóta 33. grein útlendingalaga sem fjallar um grundvallarmannréttindi, húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. 33. gr. laganna er nú þegar nægilega ströng og sparar ríkinu tæplega þá fjármuni að seilast þurfi í vasa þeirra sem veikast standa. Heggur nú sá er hlífa skildi. Að okkar mati er ljóst að hugsa þarf þetta frumvarp betur og horfa til langtímaafleiðinga verði það að lögum. Þá þarf frumvarp þetta að hlýta betur þeim mannréttindasáttmálum sem íslensk yfirvöld hafa samþykkt og þeim mannúðarstjónarmiðum sem birtust í starfi yfirvalda í gegnum hið samfélagslega áfall sem Covid19 var og er íslensku þjóðinni. Ósk okkar er að frumvarpið verði dregið til baka. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Þjóðkirkjan Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. Áherslan hefur verið sett á mannúð, mannvirðingu og miskunnsemi og íslenska þjóðin hefur fylkt sér á bakvið þessa stefnu stjórnvalda. Mitt í erfiðum aðstæðum og ringulreið af völdum heimsfaldursins lögðu stjórnvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga, þingskjal 1228-717mál, á 150. löggjafarþingi. Heimsfaraldur á borð við Covid19 var og er samfélagslegt áfall. Að okkar mati er það hlutverk stjórnvalda að mæta og milda hvað best þau geta þau áföll sem samfélög og einstaklingar verða fyrir ekki að ýfa upp og ýkja. Að vera manneskja á flótta er áfall. Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. Margt í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er því ekki til þess fallið að bæta umgjörðina um þennan málaflokk og virðist ekki vera sett fram til að mæta fólki og milda áföll þess með sjálfsögð mannréttindi allra að leiðarljósi. Hættan er sú að breytingar þessar muni fremur stuðla að því að ýfa upp og ýkja fyrirliggjandi áföll þeirra einstaklinga sem hingað leita eftir skjóli, einangra þá enn frekar og takmarka möguleika þeirra á að lifa mannsæmandi lífi meðan þeir dvelja hér á landi. Í ljósi fyrrnefndrar stefnu stjórnvalda í baráttunni við Covid19 skýtur það skökku við að nú skuli vera lagðar til breytingar á lögum um útlendinga sem eru í ósamræmi og andstöðu við þau viðbrögð og vinnubrögð.Við undirrituð viljum benda á nokkur atriði er tengjast mjög þjónustuvettvangi okkar sem við teljum mikilvægt að fá frekari umræðu um í þjóðfélaginu. Það gerum við í þremur aðsendum greinum sem munu birtast hér. 8.gr. frumvarpsins Lagt er til að ,,í upphafi 8. mgr. 33. gr. laganna komi nýr málsliður svohljóðandi: Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun.“Undirrituð telja að hér sé verið að gera alvarleg mistök sem munu hafa gríðarleg áhrif á það fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og fellur undir þetta ákvæði. Reglulega kemur það fyrir að ákvörðun um brottvísun fólks úr landi dragist mánuðum saman. Með þessari breytingu á lögunum ætlar ríkið að opna á þann möguleika að fótum verði að kippt undan framfærslu einstaklings og fjölskyldu hans, rétti hans til húsnæðis, jafnramt því sem honum er óheimilt að stunda launaða vinnu. Með þessu eru grundvallarbjargráð tekið frá fólki sem er sett í þá stöðu að þurfa að reiða sig á mataraðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar eða annarra hjálparstofnanna. Það er sett í þá stöðu að eiga ekki möguleika á viðunandi heilbrigðisþjónustu eða annarri grunnþjónustu sem verndar og viðheldur lífinu. Gildir einu hvort um ræðir börn eða geðfatlaða einstaklinga svo dæmi séu tekin. Hér er verið að brjóta 33. grein útlendingalaga sem fjallar um grundvallarmannréttindi, húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. 33. gr. laganna er nú þegar nægilega ströng og sparar ríkinu tæplega þá fjármuni að seilast þurfi í vasa þeirra sem veikast standa. Heggur nú sá er hlífa skildi. Að okkar mati er ljóst að hugsa þarf þetta frumvarp betur og horfa til langtímaafleiðinga verði það að lögum. Þá þarf frumvarp þetta að hlýta betur þeim mannréttindasáttmálum sem íslensk yfirvöld hafa samþykkt og þeim mannúðarstjónarmiðum sem birtust í starfi yfirvalda í gegnum hið samfélagslega áfall sem Covid19 var og er íslensku þjóðinni. Ósk okkar er að frumvarpið verði dregið til baka. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun