Undirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2020 18:21 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Erla Björg Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og boðað til verkfalls ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Boðað var til samningafundar klukkan tíu í morgun og átti hann að standa til klukkan tólf. Fundurinn stóð þó lengur en áætlað var og lauk honum á fimmta tímanum án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hefur boðað til annars fundar í deilunni á morgun og hefst hann klukkan hálf tíu. Í samtali við fréttastofu sagði ríkissáttasemjari að staðan væri snúin. Forstjóri Landspítalans hefur þungar áhyggjur af stöðunni komi til verkfalls. Erfiður vetur sé að baki þar sem hjúkrunarfræðingar voru hryggjarstykkið í starfssemi heilbrigðiskerfisins. Staðan sem nú er uppi sé því afleidd og leggur hann áherslu á að samningar náist. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu hefur einnig þungar áhyggjur af yfirvofandi verkfalli. Komi til verkfalls verður einungis hægt að veita bráðnauðsynlega þjónustu. Almenn símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga mun að öllum líkindum falla niður auk netspjalls. Ungbarnavernd og heilsuvernd aldraða raskast verulega auk þess sem heimahjúkrun verði unnin eftir neyðaráætlun. 179 hjúkrunarfræðingar eru á launaskrá hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í mismunandi stöðuhlutföllum. 27 störf hjúkrunarfræðinga eru á öryggislista og sinna þeir bráðnauðsynlegum störfum í verkfalli. 15 ríkisreknar heilsugæslustöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu og verður því um einn hjúkrunarfræðingur á hverri vakt verði af verkfalli. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17 Taka daginn frá undir viðræðurnar Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskar hjúkrunarfræðinga koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10. 19. júní 2020 09:59 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og boðað til verkfalls ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Boðað var til samningafundar klukkan tíu í morgun og átti hann að standa til klukkan tólf. Fundurinn stóð þó lengur en áætlað var og lauk honum á fimmta tímanum án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hefur boðað til annars fundar í deilunni á morgun og hefst hann klukkan hálf tíu. Í samtali við fréttastofu sagði ríkissáttasemjari að staðan væri snúin. Forstjóri Landspítalans hefur þungar áhyggjur af stöðunni komi til verkfalls. Erfiður vetur sé að baki þar sem hjúkrunarfræðingar voru hryggjarstykkið í starfssemi heilbrigðiskerfisins. Staðan sem nú er uppi sé því afleidd og leggur hann áherslu á að samningar náist. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu hefur einnig þungar áhyggjur af yfirvofandi verkfalli. Komi til verkfalls verður einungis hægt að veita bráðnauðsynlega þjónustu. Almenn símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga mun að öllum líkindum falla niður auk netspjalls. Ungbarnavernd og heilsuvernd aldraða raskast verulega auk þess sem heimahjúkrun verði unnin eftir neyðaráætlun. 179 hjúkrunarfræðingar eru á launaskrá hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í mismunandi stöðuhlutföllum. 27 störf hjúkrunarfræðinga eru á öryggislista og sinna þeir bráðnauðsynlegum störfum í verkfalli. 15 ríkisreknar heilsugæslustöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu og verður því um einn hjúkrunarfræðingur á hverri vakt verði af verkfalli.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17 Taka daginn frá undir viðræðurnar Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskar hjúkrunarfræðinga koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10. 19. júní 2020 09:59 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17
Taka daginn frá undir viðræðurnar Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskar hjúkrunarfræðinga koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10. 19. júní 2020 09:59