Segir staðsetningu smáhýsa í Hlíðum heppilega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2020 20:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Baldur Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetningu smáhýsa sem reisa á í Hlíðahverfi heppilega. Hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa og biður hann fólk um að líta í eigin barm þar sem heimilislaust fólk muni búa í öllum hverfum. Í kvöldfréttum í gær greindum við frá áhyggjum íbúa af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Hýsin eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Áhyggjur íbúa snúa að staðsetningu úrræðisins en í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og segjast íbúar nokkuð varir við þau. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu. Fyrir framan svæðið þar sem smáhýsi eiga að rísa er göngu- og hjólastígur, en um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetninguna heppilega. „Við erum auðvitað bara í borg og við verðum að finna staðsetingar og við reynum að velja þær af kostgæfni. Það hefur enn enginn komið til mín og sagt „þetta er heppileg staðsetning“ þannig það er svolítið þannig eins og fólk vilji ekki hafa þetta í sínu hverfi og ég held að við þurfum að horfa svolítið í eigin barm. Heimilislaust fólk mun búa í öllum hverfum,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hún segir smáhýsin þurfa að vera miðsvæðis - nálagt samgönguæðum og annarri þjónustu. „Ég hvet alla til þess að bíða aðeins og sjá. Það er ekki að fara að skapa neina hættu þarna, frekar en við húsin sem eru að rísa í Hlíðarendahverfinu, við vitum ekkert hverjir flytja þangað,“ sagði Heiða. Formaður foreldrafélags Hlíðaskóla gagnrýnir borgina fyrir samráðsleysi. „Það var haldinn einn íbúafundur. Við getum í raun ekki upplýst neitt meira en það að þarna eigi að byggja tvö lítil hús sem verða leigð út. Ég sé ekki alveg hvað meira við gætum gert til að hafa samráð en það var virkilega hlustað á allar athugasemir sem komu úr hverfinu,“ sagði Heiða. Reykjavík Félagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetningu smáhýsa sem reisa á í Hlíðahverfi heppilega. Hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa og biður hann fólk um að líta í eigin barm þar sem heimilislaust fólk muni búa í öllum hverfum. Í kvöldfréttum í gær greindum við frá áhyggjum íbúa af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Hýsin eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Áhyggjur íbúa snúa að staðsetningu úrræðisins en í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og segjast íbúar nokkuð varir við þau. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu. Fyrir framan svæðið þar sem smáhýsi eiga að rísa er göngu- og hjólastígur, en um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetninguna heppilega. „Við erum auðvitað bara í borg og við verðum að finna staðsetingar og við reynum að velja þær af kostgæfni. Það hefur enn enginn komið til mín og sagt „þetta er heppileg staðsetning“ þannig það er svolítið þannig eins og fólk vilji ekki hafa þetta í sínu hverfi og ég held að við þurfum að horfa svolítið í eigin barm. Heimilislaust fólk mun búa í öllum hverfum,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hún segir smáhýsin þurfa að vera miðsvæðis - nálagt samgönguæðum og annarri þjónustu. „Ég hvet alla til þess að bíða aðeins og sjá. Það er ekki að fara að skapa neina hættu þarna, frekar en við húsin sem eru að rísa í Hlíðarendahverfinu, við vitum ekkert hverjir flytja þangað,“ sagði Heiða. Formaður foreldrafélags Hlíðaskóla gagnrýnir borgina fyrir samráðsleysi. „Það var haldinn einn íbúafundur. Við getum í raun ekki upplýst neitt meira en það að þarna eigi að byggja tvö lítil hús sem verða leigð út. Ég sé ekki alveg hvað meira við gætum gert til að hafa samráð en það var virkilega hlustað á allar athugasemir sem komu úr hverfinu,“ sagði Heiða.
Reykjavík Félagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira