Fáránleg úrslit í Rússlandi: Lið Björns í sóttkví en neytt til að spila Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2020 23:00 Björn Bergmann Sigurðarson í gulum búningi Rostov. VÍSIR/GETTY Lið Björns Bergmanns Sigurðarsonar, Rostov, var neytt til að spila í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að sex leikmenn þess greindust með kórónuveirusmit og að allt liðið hefði verið sent í einangrun. Keppni í rússnesku deildinni er að hefjast að nýju eftir hlé vegna faraldursins og tapaði Rostov, sem er í 4. sæti deildarinnar, 10-1 í dag fyrir Sochi sem komst upp í 9. sæti. Rostov bað um að leiknum yrði frestað, enda allt liðið í 14 daga sóttkví, en Sochi hafnaði því. Björn, sem á reyndar við meiðsli að stríða og er á Íslandi, og liðsfélagar hans gátu því ekkert gert til að koma í veg fyrir tap. Rostov varð einfaldlega að senda unglingalið sitt til keppni. „Það var ekki auðvelt að senda þessa ungu stráka að spila þennan leik. Við tókum þessa ákvörðun í gærkvöld. Ég held að þeir hafi allir verið hræddir. Sextán ára strákar eru börn,“ sagði Artashes Arutyunyants, forseti Rostov, við heimasíðu félagsins. Forráðamenn Sochi eru sagðir hafa sterk ítök innan rússneska knattspyrnusambandsins, en liðið tók stórt skref í að halda sæti sínu í efstu deild með sigrinum. Samkvæmt Russian Football News var meðalaldur byrjunarliðs Rostov 17,2 ár og er það met í rússnesku úrvalsdeildinni, eins og gefur að skilja. Guttarnir komust reyndar yfir í leiknum, á fyrstu mínútu, en staðan var orðin 4-1 í hálfleik. Björn var að láni hjá APOEL á Kýpur fyrri hluta þessa árs en þeirri dvöl er lokið. Rússneski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Sjá meira
Lið Björns Bergmanns Sigurðarsonar, Rostov, var neytt til að spila í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að sex leikmenn þess greindust með kórónuveirusmit og að allt liðið hefði verið sent í einangrun. Keppni í rússnesku deildinni er að hefjast að nýju eftir hlé vegna faraldursins og tapaði Rostov, sem er í 4. sæti deildarinnar, 10-1 í dag fyrir Sochi sem komst upp í 9. sæti. Rostov bað um að leiknum yrði frestað, enda allt liðið í 14 daga sóttkví, en Sochi hafnaði því. Björn, sem á reyndar við meiðsli að stríða og er á Íslandi, og liðsfélagar hans gátu því ekkert gert til að koma í veg fyrir tap. Rostov varð einfaldlega að senda unglingalið sitt til keppni. „Það var ekki auðvelt að senda þessa ungu stráka að spila þennan leik. Við tókum þessa ákvörðun í gærkvöld. Ég held að þeir hafi allir verið hræddir. Sextán ára strákar eru börn,“ sagði Artashes Arutyunyants, forseti Rostov, við heimasíðu félagsins. Forráðamenn Sochi eru sagðir hafa sterk ítök innan rússneska knattspyrnusambandsins, en liðið tók stórt skref í að halda sæti sínu í efstu deild með sigrinum. Samkvæmt Russian Football News var meðalaldur byrjunarliðs Rostov 17,2 ár og er það met í rússnesku úrvalsdeildinni, eins og gefur að skilja. Guttarnir komust reyndar yfir í leiknum, á fyrstu mínútu, en staðan var orðin 4-1 í hálfleik. Björn var að láni hjá APOEL á Kýpur fyrri hluta þessa árs en þeirri dvöl er lokið.
Rússneski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Sjá meira