Sleppur við að reyta arfa í Hveragerði í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júní 2020 20:26 Hann þarf ekki að reyta arfa í Hveragerði sumar, ekki að kantskera, ekki að stinga upp njóla og ekki að sópa gangstéttar. Hér eru við að tala um Pétur Nóa Stefánsson, 16 ára Hvergerðing sem ætlar að spila á launum á orgel og píanó í sumar í Hveragerðiskirkju fyrir gesti og gangandi í stað þess að vera í unglingavinnunni. Pétur Nói hefur verið að æfa sig síðustu daga og vikur í kirkjunni á orgelið og píanóið en hann er mjög efnilegur hljóðfæraleikari enda búin að vera að læra á píanói frá því að hann var í fyrsta bekk. Sumarvinnan hans verður ekki með krökkunum í bæjarvinnunni heldur ætlar hann að vinna í kirkjunni á vegum Hveragerðisbæjar og vera þar með hádegistónleika þrisvar í viku fyrir alla sem vilja koma og hlusta en það er ókeypis á allan tónleikana, sem verða í hádeginu á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum í júní og júlí. „Við ræddum þetta heima hvað ég ætti að gera í sumar, ég nennti ekki beint að fara að reita arfa. Þetta var hugmynd um að nýta hæfileikana mína að spila og ég sótti um hjá bænum, mér fannst þetta bara mjög sniðugt og frábær hugmynd“, segir Pétur Nói. Pétur Nói, sem er aðeins 16 ára gamall og verður með hádegistónleika þrisvar í viku í Hveragerðiskirkju í júní og júlí í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Pétur Nói segist ætla að hafa lagavalið fjölbreytt og skemmtilegt á tónleikunum. „Já, ég mun spila líka eitthvað sem fólk þekkir og kannski einhver íslensk dægurlög, sem allir þekkja“. Anna Jórunn Stefánsdóttir, amma Péturs Nóa hefur verið hans hægri hönd í gegnum tónlistarnámið hans enda er hún mjög stolt af stráknum. „Hann byrjaði á píanó sem Suzuki-nemandi og ég fékk það hlutverk að vera Suzuki-amma, og það þótti mér mjög vænt um.“ Hvernig myndir þú lýsa Pétri Nóa? „Hann er duglegur og þægilegur í umgengni, svolítið ýtin, platar ömmu og afa á meðan það var, dálítið góður í því en hann er frábær strákur“, segir Anna Jórunn. Hádegistónleikar Péturs Nóa verður í Hveragerðiskirkju í júní og júlí. Tónleikarnir verða á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum frá klukkan 12:30 til 13:30 þar sem hann mun spila ýmist á orgelið eða flygilinn. Tónleikarnir eru í boði Hveragerðisbæjar. Allir hjartanlega velkomnir, frítt inn. Hveragerði Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Hann þarf ekki að reyta arfa í Hveragerði sumar, ekki að kantskera, ekki að stinga upp njóla og ekki að sópa gangstéttar. Hér eru við að tala um Pétur Nóa Stefánsson, 16 ára Hvergerðing sem ætlar að spila á launum á orgel og píanó í sumar í Hveragerðiskirkju fyrir gesti og gangandi í stað þess að vera í unglingavinnunni. Pétur Nói hefur verið að æfa sig síðustu daga og vikur í kirkjunni á orgelið og píanóið en hann er mjög efnilegur hljóðfæraleikari enda búin að vera að læra á píanói frá því að hann var í fyrsta bekk. Sumarvinnan hans verður ekki með krökkunum í bæjarvinnunni heldur ætlar hann að vinna í kirkjunni á vegum Hveragerðisbæjar og vera þar með hádegistónleika þrisvar í viku fyrir alla sem vilja koma og hlusta en það er ókeypis á allan tónleikana, sem verða í hádeginu á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum í júní og júlí. „Við ræddum þetta heima hvað ég ætti að gera í sumar, ég nennti ekki beint að fara að reita arfa. Þetta var hugmynd um að nýta hæfileikana mína að spila og ég sótti um hjá bænum, mér fannst þetta bara mjög sniðugt og frábær hugmynd“, segir Pétur Nói. Pétur Nói, sem er aðeins 16 ára gamall og verður með hádegistónleika þrisvar í viku í Hveragerðiskirkju í júní og júlí í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Pétur Nói segist ætla að hafa lagavalið fjölbreytt og skemmtilegt á tónleikunum. „Já, ég mun spila líka eitthvað sem fólk þekkir og kannski einhver íslensk dægurlög, sem allir þekkja“. Anna Jórunn Stefánsdóttir, amma Péturs Nóa hefur verið hans hægri hönd í gegnum tónlistarnámið hans enda er hún mjög stolt af stráknum. „Hann byrjaði á píanó sem Suzuki-nemandi og ég fékk það hlutverk að vera Suzuki-amma, og það þótti mér mjög vænt um.“ Hvernig myndir þú lýsa Pétri Nóa? „Hann er duglegur og þægilegur í umgengni, svolítið ýtin, platar ömmu og afa á meðan það var, dálítið góður í því en hann er frábær strákur“, segir Anna Jórunn. Hádegistónleikar Péturs Nóa verður í Hveragerðiskirkju í júní og júlí. Tónleikarnir verða á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum frá klukkan 12:30 til 13:30 þar sem hann mun spila ýmist á orgelið eða flygilinn. Tónleikarnir eru í boði Hveragerðisbæjar. Allir hjartanlega velkomnir, frítt inn.
Hveragerði Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira