Klukkan tifar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júní 2020 11:53 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Erla Björg Hlé var gert á sameiginlegum fundi samninganefnda á fjórða tímanum í gær en þá höfðu nefndirnar fundað saman frá því klukkan hálf tíu um morguninn. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 14 í dag. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir stöðuna mjög snúna. Viðræður strandi á launaliðnum. „Við komum saman klukkan 14. Klukkan tifar það er rétt og að öllu óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Við vitum öll að verkfall er algjört neyðarúrræði og eitthvað sem allir tapa á. En við beitum því ef það er það sem þurfi. Það er engin spurning,“ sagði Guðbjörg. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga í fyrramálið. Ert þú bjartsýn á að þetta takist fyrir dagslok? „Ég veit það ekki. Ef ég á að segja alveg eins og er. Við tökum daginn klukkutíma fyrir klukkutíma. Við erum vön því vinnuumhverfi, sinnandi sjúklingum þar sem ástandið er síbreytilegt. Við erum róleg yfir því og endurmetum stöðuna jafn óðum,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kemur saman seinnipart dags til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun. Verði af verkfalli mun almenn símaráðgjöf og netspjall heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að öllum líkindum falla niður auk þess sem rask verði á ungbarnavernd, heilsuvernd aldraða og heimahjúkrun. Á Landspítalanum verður einnig röskun á starfssemi, símatímar hjúkrunarfræðinga falla niður og skipulagðri þjónustu frestað verði af verkfalli. „Það er mjög þungt. Það er mjög þungt hljóðið í hjúkrunarfræðingum og okkur finnst löngu kominn tími til að störf hjúkrunarfræðinga fái betri viðurkenningu í þessu þjóðfélagi en ríkið kannski ekki sammála okkur þar,“ sagði Guðbjörg. Verkföll 2020 Kjaramál Tengdar fréttir Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda nú sitt í hvoru lagi Hlé hefur verið gert á sameiginlegum fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndir vinna nú áfram sitt í hvoru lagi og halda sameiginlegar viðræður áfram á morgun þegar þeirri vinnu er lokið. 20. júní 2020 16:31 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. 20. júní 2020 12:03 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Hlé var gert á sameiginlegum fundi samninganefnda á fjórða tímanum í gær en þá höfðu nefndirnar fundað saman frá því klukkan hálf tíu um morguninn. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 14 í dag. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir stöðuna mjög snúna. Viðræður strandi á launaliðnum. „Við komum saman klukkan 14. Klukkan tifar það er rétt og að öllu óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Við vitum öll að verkfall er algjört neyðarúrræði og eitthvað sem allir tapa á. En við beitum því ef það er það sem þurfi. Það er engin spurning,“ sagði Guðbjörg. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga í fyrramálið. Ert þú bjartsýn á að þetta takist fyrir dagslok? „Ég veit það ekki. Ef ég á að segja alveg eins og er. Við tökum daginn klukkutíma fyrir klukkutíma. Við erum vön því vinnuumhverfi, sinnandi sjúklingum þar sem ástandið er síbreytilegt. Við erum róleg yfir því og endurmetum stöðuna jafn óðum,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kemur saman seinnipart dags til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun. Verði af verkfalli mun almenn símaráðgjöf og netspjall heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að öllum líkindum falla niður auk þess sem rask verði á ungbarnavernd, heilsuvernd aldraða og heimahjúkrun. Á Landspítalanum verður einnig röskun á starfssemi, símatímar hjúkrunarfræðinga falla niður og skipulagðri þjónustu frestað verði af verkfalli. „Það er mjög þungt. Það er mjög þungt hljóðið í hjúkrunarfræðingum og okkur finnst löngu kominn tími til að störf hjúkrunarfræðinga fái betri viðurkenningu í þessu þjóðfélagi en ríkið kannski ekki sammála okkur þar,“ sagði Guðbjörg.
Verkföll 2020 Kjaramál Tengdar fréttir Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda nú sitt í hvoru lagi Hlé hefur verið gert á sameiginlegum fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndir vinna nú áfram sitt í hvoru lagi og halda sameiginlegar viðræður áfram á morgun þegar þeirri vinnu er lokið. 20. júní 2020 16:31 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. 20. júní 2020 12:03 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda nú sitt í hvoru lagi Hlé hefur verið gert á sameiginlegum fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndir vinna nú áfram sitt í hvoru lagi og halda sameiginlegar viðræður áfram á morgun þegar þeirri vinnu er lokið. 20. júní 2020 16:31
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. 20. júní 2020 12:03