Gamli tíminn og nýi tíminn Olga Kristrún Ingólfsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir skrifa 21. júní 2020 17:31 Þann 30. júní næstkomandi verður haldinn aðalfundur SÁÁ þar sem verður kosinn nýr formaður samtakanna. Leiðinlegt er að sjá hvernig mótframbjóðandi Þórarins Tyrfingssonar hefur komið með ómálefnalega rök ásamt því að lýsa því yfir að hann standi með nýja tímanum en Þórarinn með þeim gamla og ekki sé hægt að lifa á forni frægð. Það hefur verið okkur hugleikið að átta okkur á þessari yfirlýsingu og hvernig er hægt að nota þessi orð til einföldunar á mjög mikilvægu málefni. Helst teljum við að mótframbjóðanda Þórarins skorti skilning og innsæi í mikilvægi reynslu og þekkingar á því hvaðan við erum að koma og hvert við stefnum. SÁÁ eru almannaheillasamtök sem standa vörð um sjúklinga og aðstandendur þeirra og voru stofnuð fyrir 42 árum síðan. Meðferðin hefur verið í stöðugri framþróun allan tímann. Samtökin hafa haft mikinn metnað varðandi faglega stjórnun meðferðarstarfsins með áherslu á að fíknisjúkdómur er meðhöndlanlegur sem þarf sérhæfða meðhöndlun. Áfengisráðgjafar eru starfsstéttin sem er uppistaðan í meðferðinni og eru sérmenntaðir í ráðgjöf sem ekki hefur verið kennd í almennum menntastofnunum. Þessa aðferð fluttu frumkvöðlar SÁÁ inn í landið og það hefur tekist að halda þessari leið allar götur síðan vegna þess að það virkar. Tengsl við sjálfshjálparsamtök eru gífurlega mikilvæg og má mæla umfang þeirra á Íslandi í þessu samhengi sem er rosalega mikið og margfaldaðist með tilkomu starfsemi SÁÁ strax í upphafi. SÁÁ félagar með hjartað á réttum stað skilja þetta. Kannski er aðeins farið að fenna yfir hvernig staðan var í meðferðarmálum alkóhólista/fíknisjúkra fyrir stofnun samtakanna. Að okkar mati þarf að staldra við núna og færa skilning eldri kynslóðar yfir til þeirrar yngri um hver sagan er að baki því mikla starfi sem SÁÁ hefur staðið að. Það er nefnilega hætta á að hratt fjari undan og hnignun verði á starfinu ef farið er inn á þá braut að aðrir aðilar en SÁÁ komi að stjórn meðferðarstarfsins eins og hávær hópur starfsfólks og stjórnarmanna hefur viljað. Þar er átt við að starfsemin færist undir fagstjórn af hálfu ríkisins vegna átaka innan samtakanna. Þá hefur mótframbjóðandi Þórarins og hans stuðningsfólk meðal annars verið með staðhæfingar á þann veg að starfsmannavelta hafi aldrei verið jafn lág og að mikil framþróun hafi átt sér stað í meðferðastarfinu sem og ráðgjafanáminu hjá SÁÁ. Engin gögn liggja þar að baki. Undirritaðar sitja í framkvæmdastjórn SÁÁ og hefur framkvæmdastjórn sóst eftir því að fá afhend gögn um fræðsluerindi sem haldin hafa verið í kennslu ráðgjafanema síðastliðið ár, yfirlit yfir kennsluáætlun ráðgjafanámsins ásamt heildarstöðugildi sálfræðinga og hve margir af þeim starfa við barnaþjónustuna og hversu mörg viðtöl hver sálfræðingur tekur á viku. Þetta eru mikilvægar upplýsingar til að geta þrýst á mikilvægi þess að fá þjónustusamning við sjúkratryggingar sem og að átta okkur á mikilvægi þjónustunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hefur okkur ekki verið færðar þessar beiðnir. Við viljum hvetja félagsmenn SÁÁ að mæta á aðalfundinn sem haldinn verður á hótel Nordica 30 júní kl 17.00 og standa vörð um hagsmuni SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 30. júní næstkomandi verður haldinn aðalfundur SÁÁ þar sem verður kosinn nýr formaður samtakanna. Leiðinlegt er að sjá hvernig mótframbjóðandi Þórarins Tyrfingssonar hefur komið með ómálefnalega rök ásamt því að lýsa því yfir að hann standi með nýja tímanum en Þórarinn með þeim gamla og ekki sé hægt að lifa á forni frægð. Það hefur verið okkur hugleikið að átta okkur á þessari yfirlýsingu og hvernig er hægt að nota þessi orð til einföldunar á mjög mikilvægu málefni. Helst teljum við að mótframbjóðanda Þórarins skorti skilning og innsæi í mikilvægi reynslu og þekkingar á því hvaðan við erum að koma og hvert við stefnum. SÁÁ eru almannaheillasamtök sem standa vörð um sjúklinga og aðstandendur þeirra og voru stofnuð fyrir 42 árum síðan. Meðferðin hefur verið í stöðugri framþróun allan tímann. Samtökin hafa haft mikinn metnað varðandi faglega stjórnun meðferðarstarfsins með áherslu á að fíknisjúkdómur er meðhöndlanlegur sem þarf sérhæfða meðhöndlun. Áfengisráðgjafar eru starfsstéttin sem er uppistaðan í meðferðinni og eru sérmenntaðir í ráðgjöf sem ekki hefur verið kennd í almennum menntastofnunum. Þessa aðferð fluttu frumkvöðlar SÁÁ inn í landið og það hefur tekist að halda þessari leið allar götur síðan vegna þess að það virkar. Tengsl við sjálfshjálparsamtök eru gífurlega mikilvæg og má mæla umfang þeirra á Íslandi í þessu samhengi sem er rosalega mikið og margfaldaðist með tilkomu starfsemi SÁÁ strax í upphafi. SÁÁ félagar með hjartað á réttum stað skilja þetta. Kannski er aðeins farið að fenna yfir hvernig staðan var í meðferðarmálum alkóhólista/fíknisjúkra fyrir stofnun samtakanna. Að okkar mati þarf að staldra við núna og færa skilning eldri kynslóðar yfir til þeirrar yngri um hver sagan er að baki því mikla starfi sem SÁÁ hefur staðið að. Það er nefnilega hætta á að hratt fjari undan og hnignun verði á starfinu ef farið er inn á þá braut að aðrir aðilar en SÁÁ komi að stjórn meðferðarstarfsins eins og hávær hópur starfsfólks og stjórnarmanna hefur viljað. Þar er átt við að starfsemin færist undir fagstjórn af hálfu ríkisins vegna átaka innan samtakanna. Þá hefur mótframbjóðandi Þórarins og hans stuðningsfólk meðal annars verið með staðhæfingar á þann veg að starfsmannavelta hafi aldrei verið jafn lág og að mikil framþróun hafi átt sér stað í meðferðastarfinu sem og ráðgjafanáminu hjá SÁÁ. Engin gögn liggja þar að baki. Undirritaðar sitja í framkvæmdastjórn SÁÁ og hefur framkvæmdastjórn sóst eftir því að fá afhend gögn um fræðsluerindi sem haldin hafa verið í kennslu ráðgjafanema síðastliðið ár, yfirlit yfir kennsluáætlun ráðgjafanámsins ásamt heildarstöðugildi sálfræðinga og hve margir af þeim starfa við barnaþjónustuna og hversu mörg viðtöl hver sálfræðingur tekur á viku. Þetta eru mikilvægar upplýsingar til að geta þrýst á mikilvægi þess að fá þjónustusamning við sjúkratryggingar sem og að átta okkur á mikilvægi þjónustunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hefur okkur ekki verið færðar þessar beiðnir. Við viljum hvetja félagsmenn SÁÁ að mæta á aðalfundinn sem haldinn verður á hótel Nordica 30 júní kl 17.00 og standa vörð um hagsmuni SÁÁ.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun