Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2020 15:11 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Til greina kemur að hætta að skima farþega frá ákveðnum löndum fyrir kórónuveirunni á landamærunum. Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gæti verið um að ræða. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. „Þetta er akkúrat tilgangurinn með þessari skimun, þannig að við fáum upplýsingar og niðurstöður um smit hjá ferðamönnum. Þannig að við getum dregið af þeim vísbendingar og jafnvel hætt að skima einstaklingum frá ákveðnum löndum eða flug frá ákveðnum löndum, til dæmis, og getum þá einbeitt okkur betur að öðrum,“ sagði Þórólfur. Fyrirhugað er að Schengen-landamærin opni 1. júlí. Þórólfur sagði að landslagið gæti þá breyst hér á landi er varðar áhættumat á öðrum löndum. „En þetta er akkúrat það sem við þurfum að skoða og við höfum sagt áður að við munum þurfa að láta líða tvær vikur til að fá góða reynslu á þetta. Og vonandi mun þessi vika núna, seinni vikan af þessum tveimur vikum, reynast okkur notadrjúg í því að við fáum góða þekkingu og vitneskju þannig að við getum dregið af því ályktanir.“ Skýrist í næstu viku Viðbúið er að allt að 9000 manns gætu komið til landsins á degi hverjum miðað við sætaframboð strax nú um mánaðamótin en skimunargeta á Keflavíkurflugvelli er aðeins 2000 manns á dag. Þórólfur sagði á fundinum í dag að vissulega væri óskandi að hægt væri að skima fleiri. „Það er hins vegar mögulegt í samræmi við aukna vitneskju að við gætum kannski hætt að skima vélar frá einhverjum löndum eða ákveðnum þjóðernum og þannig gæti fjöldinn aukist, þannig að við gætum farið að skima aðra einstaklinga frá öðrum stöðum. Þannig að það eru margir möguleikar í þessu, þó að við getum ekki aukið heildarskimunarfjöldann umfram 2000 á dag.“ Hann kvaðst aðspurður ekki tilbúinn að segja neitt um það hvaða lönd kæmu til greina í þessum efnum, þ.e. frá hvaða löndum yrði ef til vill hætt að skima. Skimanirnar yrðu gerðar upp í lok næstu viku og þá myndu málin skýrast betur. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Sýni hefur verið tekið úr 5500 einstaklingum en af þeim hafa aðeins tveir reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og eru ekki smitandi. Ekki þurfti ráðstafanir fyrir þá, að sögn Þórólfs. Þá er enginn alvarlega veikur af veirunni á landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Til greina kemur að hætta að skima farþega frá ákveðnum löndum fyrir kórónuveirunni á landamærunum. Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gæti verið um að ræða. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. „Þetta er akkúrat tilgangurinn með þessari skimun, þannig að við fáum upplýsingar og niðurstöður um smit hjá ferðamönnum. Þannig að við getum dregið af þeim vísbendingar og jafnvel hætt að skima einstaklingum frá ákveðnum löndum eða flug frá ákveðnum löndum, til dæmis, og getum þá einbeitt okkur betur að öðrum,“ sagði Þórólfur. Fyrirhugað er að Schengen-landamærin opni 1. júlí. Þórólfur sagði að landslagið gæti þá breyst hér á landi er varðar áhættumat á öðrum löndum. „En þetta er akkúrat það sem við þurfum að skoða og við höfum sagt áður að við munum þurfa að láta líða tvær vikur til að fá góða reynslu á þetta. Og vonandi mun þessi vika núna, seinni vikan af þessum tveimur vikum, reynast okkur notadrjúg í því að við fáum góða þekkingu og vitneskju þannig að við getum dregið af því ályktanir.“ Skýrist í næstu viku Viðbúið er að allt að 9000 manns gætu komið til landsins á degi hverjum miðað við sætaframboð strax nú um mánaðamótin en skimunargeta á Keflavíkurflugvelli er aðeins 2000 manns á dag. Þórólfur sagði á fundinum í dag að vissulega væri óskandi að hægt væri að skima fleiri. „Það er hins vegar mögulegt í samræmi við aukna vitneskju að við gætum kannski hætt að skima vélar frá einhverjum löndum eða ákveðnum þjóðernum og þannig gæti fjöldinn aukist, þannig að við gætum farið að skima aðra einstaklinga frá öðrum stöðum. Þannig að það eru margir möguleikar í þessu, þó að við getum ekki aukið heildarskimunarfjöldann umfram 2000 á dag.“ Hann kvaðst aðspurður ekki tilbúinn að segja neitt um það hvaða lönd kæmu til greina í þessum efnum, þ.e. frá hvaða löndum yrði ef til vill hætt að skima. Skimanirnar yrðu gerðar upp í lok næstu viku og þá myndu málin skýrast betur. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Sýni hefur verið tekið úr 5500 einstaklingum en af þeim hafa aðeins tveir reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og eru ekki smitandi. Ekki þurfti ráðstafanir fyrir þá, að sögn Þórólfs. Þá er enginn alvarlega veikur af veirunni á landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira