Besta vörnin við lúsmýi sérstök flugnanet Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2020 18:03 Lúsmýið er komið til að vera. MYND/ERLING ÓLAFSSON Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar. Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, segir í samtali við Reykjavík síðdegis að um tíu dagar séu frá því að fregnir fóru að berast um endurkomu lúsmýsins. „Þetta byrjar oftast nær í Hvalfirði, Mosfellsbænum, Reykjavík og fyrir austan. Þetta er voða bundið frá Holtavörðuheiði og suður með,“ segir Steinar. Þá segir hann bestu vörnina við þessum skæðu smáflugum vera að hafa einfaldlega ekki opið út. „Málið er að besta vörnin er að hafa bara allt lokað en þær eru gríðarlega litlar. Þetta eru ekki nema 0,8 millimetrar og þær ná að smjúga inn um mjög litlar rifur.“ Hann segir að flugurnar komi inn til að leita að blóði til að sjúga. Þær þurfi blóð til að fjölga sér og er það því hluti af æxlunarferli þeirra að bíta mannfólk. „Þetta tímabil eru fjórar til sex vikur, svipað og hjá öllum öðrum svona mýflugutegundum en þær sækja mest á mann fyrst til að komast í blóðið og gera allt til að komast að matarborðinu og við erum matarborðið fyrir þær.“ Hann segir það ekki mikla lausn að hafa viftur inni í herbergjum til að forðast lúsmýbit. Þær fljúgi einfaldlega fram hjá þar sem ekki blæs og „éta þig þar. Þær þurfa bara að komast í blóð, komast í næringu og þeim er alveg sama hvernig þær fara að því.“ „Alls konar trix sem maður er búinn að heyra og ég er að sjá nánast daglega menn senda myndir af hrossaflugum, „þetta er lúsmý“ og „ég var bitinn svona,“ og maður sér að það er flóabit. Það er allt bara skellt á lúsmýið en það getur verið svo margt margt annað sem er að bíta okkur.“ Hann segir lúsmýið komast hjá ýmsum flugnagildrum sem fólk notar almennt, þar á meðal rafmagnsgrindur en þær fljúgi léttilega í gegn um þær. Það eina sem virki séu flugnanet í réttri stærð sem komið er fyrir glugga. „Það þarf að vera 20x20 og það er þá mælt þannig að það séu tuttugu rúður á hverjum sentimetra, bæði á lengdina og breiddina, hún fer ekki í gegn um það. En það er ofboðslega fínt net. Venjulega flugnanetið er mun stærra, það er sko 12 eða 15, eitthvað svoleiðis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Forsætisráðherra, lúsmý, frjókorn og fæða í Bítinu Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá í Bítinu 5. maí 2020 06:44 Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar. Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, segir í samtali við Reykjavík síðdegis að um tíu dagar séu frá því að fregnir fóru að berast um endurkomu lúsmýsins. „Þetta byrjar oftast nær í Hvalfirði, Mosfellsbænum, Reykjavík og fyrir austan. Þetta er voða bundið frá Holtavörðuheiði og suður með,“ segir Steinar. Þá segir hann bestu vörnina við þessum skæðu smáflugum vera að hafa einfaldlega ekki opið út. „Málið er að besta vörnin er að hafa bara allt lokað en þær eru gríðarlega litlar. Þetta eru ekki nema 0,8 millimetrar og þær ná að smjúga inn um mjög litlar rifur.“ Hann segir að flugurnar komi inn til að leita að blóði til að sjúga. Þær þurfi blóð til að fjölga sér og er það því hluti af æxlunarferli þeirra að bíta mannfólk. „Þetta tímabil eru fjórar til sex vikur, svipað og hjá öllum öðrum svona mýflugutegundum en þær sækja mest á mann fyrst til að komast í blóðið og gera allt til að komast að matarborðinu og við erum matarborðið fyrir þær.“ Hann segir það ekki mikla lausn að hafa viftur inni í herbergjum til að forðast lúsmýbit. Þær fljúgi einfaldlega fram hjá þar sem ekki blæs og „éta þig þar. Þær þurfa bara að komast í blóð, komast í næringu og þeim er alveg sama hvernig þær fara að því.“ „Alls konar trix sem maður er búinn að heyra og ég er að sjá nánast daglega menn senda myndir af hrossaflugum, „þetta er lúsmý“ og „ég var bitinn svona,“ og maður sér að það er flóabit. Það er allt bara skellt á lúsmýið en það getur verið svo margt margt annað sem er að bíta okkur.“ Hann segir lúsmýið komast hjá ýmsum flugnagildrum sem fólk notar almennt, þar á meðal rafmagnsgrindur en þær fljúgi léttilega í gegn um þær. Það eina sem virki séu flugnanet í réttri stærð sem komið er fyrir glugga. „Það þarf að vera 20x20 og það er þá mælt þannig að það séu tuttugu rúður á hverjum sentimetra, bæði á lengdina og breiddina, hún fer ekki í gegn um það. En það er ofboðslega fínt net. Venjulega flugnanetið er mun stærra, það er sko 12 eða 15, eitthvað svoleiðis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Forsætisráðherra, lúsmý, frjókorn og fæða í Bítinu Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá í Bítinu 5. maí 2020 06:44 Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Forsætisráðherra, lúsmý, frjókorn og fæða í Bítinu Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá í Bítinu 5. maí 2020 06:44
Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10