Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Sigríður Á. Andersen skrifar 23. júní 2020 19:30 Í dag var kynnt ný útgáfa aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Aðgerðaáætlunin beinist einkum að losun sem kölluð er „á beina ábyrgð“ Íslands. Sú losun er nú um 3 milljónir tonna CO2-ígilda. Í áætluninni kemur fram að kostnaður vegna áætlunarinnar sé metinn á 46 milljarða króna á árunum 2020 – 2024 (sjá bls. 14). Vonast er til að áætlunin leiði til þess að á þessu árabili (2020 – 2024) minnki losun á beina ábyrgð Íslands um 0,3 milljónir tonna (sjá mynd 1 bls. 11). Heildarlosun Íslands er hins vegar um 15 milljónir tonna þegar allt er talið. Aðgerðaáætlunin mun því draga úr heildarlosun Íslands um 2% á árunum 2020 – 2024. Vafalaust er þarna einhver einskiptiskostnaður og eitthvað sem nýtist með öðrum hætti, eins og reiðhjólastígar, og einhver útgjöld sem nýtast til að draga úr losun sem ekki telst á „beina ábyrgð Íslands“ eins og það er orðað. En margt er þarna óvíst eins og Borgarlínan er gott dæmi um því ef nýting hennar verður lítil þá mun hún ekki draga úr losun heldur auka hana. En sú spurning vaknar óneitanlega hvort þarna sé ekki heldur rýr uppskera af dýru útsæði. Með fullri virðingu fyrir mætti og dýrð ríkissjóðs Íslands þá munu sem fyrr tækninýjungar hafa mest um það að segja hvar tekst að minnka losun á næstu áratugum. Án nokkurs vafa má fullyrða að tækniframfarir og aukin hagsæld muni leiða til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda. Slíka þróun þekkjum við Íslendingar til dæmis af hitaveitunni en í loftslagsbókhaldinu fá Íslendingar ekkert fyrir hitaveituna því hún var komin fyrir viðmiðunarár loftslagssamninganna sem er 1990. Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein birtist fyrst á vef höfundar, Sigríður.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Loftslagsmál Alþingi Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag var kynnt ný útgáfa aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Aðgerðaáætlunin beinist einkum að losun sem kölluð er „á beina ábyrgð“ Íslands. Sú losun er nú um 3 milljónir tonna CO2-ígilda. Í áætluninni kemur fram að kostnaður vegna áætlunarinnar sé metinn á 46 milljarða króna á árunum 2020 – 2024 (sjá bls. 14). Vonast er til að áætlunin leiði til þess að á þessu árabili (2020 – 2024) minnki losun á beina ábyrgð Íslands um 0,3 milljónir tonna (sjá mynd 1 bls. 11). Heildarlosun Íslands er hins vegar um 15 milljónir tonna þegar allt er talið. Aðgerðaáætlunin mun því draga úr heildarlosun Íslands um 2% á árunum 2020 – 2024. Vafalaust er þarna einhver einskiptiskostnaður og eitthvað sem nýtist með öðrum hætti, eins og reiðhjólastígar, og einhver útgjöld sem nýtast til að draga úr losun sem ekki telst á „beina ábyrgð Íslands“ eins og það er orðað. En margt er þarna óvíst eins og Borgarlínan er gott dæmi um því ef nýting hennar verður lítil þá mun hún ekki draga úr losun heldur auka hana. En sú spurning vaknar óneitanlega hvort þarna sé ekki heldur rýr uppskera af dýru útsæði. Með fullri virðingu fyrir mætti og dýrð ríkissjóðs Íslands þá munu sem fyrr tækninýjungar hafa mest um það að segja hvar tekst að minnka losun á næstu áratugum. Án nokkurs vafa má fullyrða að tækniframfarir og aukin hagsæld muni leiða til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda. Slíka þróun þekkjum við Íslendingar til dæmis af hitaveitunni en í loftslagsbókhaldinu fá Íslendingar ekkert fyrir hitaveituna því hún var komin fyrir viðmiðunarár loftslagssamninganna sem er 1990. Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein birtist fyrst á vef höfundar, Sigríður.is.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun