Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Sigríður Á. Andersen skrifar 23. júní 2020 19:30 Í dag var kynnt ný útgáfa aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Aðgerðaáætlunin beinist einkum að losun sem kölluð er „á beina ábyrgð“ Íslands. Sú losun er nú um 3 milljónir tonna CO2-ígilda. Í áætluninni kemur fram að kostnaður vegna áætlunarinnar sé metinn á 46 milljarða króna á árunum 2020 – 2024 (sjá bls. 14). Vonast er til að áætlunin leiði til þess að á þessu árabili (2020 – 2024) minnki losun á beina ábyrgð Íslands um 0,3 milljónir tonna (sjá mynd 1 bls. 11). Heildarlosun Íslands er hins vegar um 15 milljónir tonna þegar allt er talið. Aðgerðaáætlunin mun því draga úr heildarlosun Íslands um 2% á árunum 2020 – 2024. Vafalaust er þarna einhver einskiptiskostnaður og eitthvað sem nýtist með öðrum hætti, eins og reiðhjólastígar, og einhver útgjöld sem nýtast til að draga úr losun sem ekki telst á „beina ábyrgð Íslands“ eins og það er orðað. En margt er þarna óvíst eins og Borgarlínan er gott dæmi um því ef nýting hennar verður lítil þá mun hún ekki draga úr losun heldur auka hana. En sú spurning vaknar óneitanlega hvort þarna sé ekki heldur rýr uppskera af dýru útsæði. Með fullri virðingu fyrir mætti og dýrð ríkissjóðs Íslands þá munu sem fyrr tækninýjungar hafa mest um það að segja hvar tekst að minnka losun á næstu áratugum. Án nokkurs vafa má fullyrða að tækniframfarir og aukin hagsæld muni leiða til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda. Slíka þróun þekkjum við Íslendingar til dæmis af hitaveitunni en í loftslagsbókhaldinu fá Íslendingar ekkert fyrir hitaveituna því hún var komin fyrir viðmiðunarár loftslagssamninganna sem er 1990. Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein birtist fyrst á vef höfundar, Sigríður.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Loftslagsmál Alþingi Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Í dag var kynnt ný útgáfa aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Aðgerðaáætlunin beinist einkum að losun sem kölluð er „á beina ábyrgð“ Íslands. Sú losun er nú um 3 milljónir tonna CO2-ígilda. Í áætluninni kemur fram að kostnaður vegna áætlunarinnar sé metinn á 46 milljarða króna á árunum 2020 – 2024 (sjá bls. 14). Vonast er til að áætlunin leiði til þess að á þessu árabili (2020 – 2024) minnki losun á beina ábyrgð Íslands um 0,3 milljónir tonna (sjá mynd 1 bls. 11). Heildarlosun Íslands er hins vegar um 15 milljónir tonna þegar allt er talið. Aðgerðaáætlunin mun því draga úr heildarlosun Íslands um 2% á árunum 2020 – 2024. Vafalaust er þarna einhver einskiptiskostnaður og eitthvað sem nýtist með öðrum hætti, eins og reiðhjólastígar, og einhver útgjöld sem nýtast til að draga úr losun sem ekki telst á „beina ábyrgð Íslands“ eins og það er orðað. En margt er þarna óvíst eins og Borgarlínan er gott dæmi um því ef nýting hennar verður lítil þá mun hún ekki draga úr losun heldur auka hana. En sú spurning vaknar óneitanlega hvort þarna sé ekki heldur rýr uppskera af dýru útsæði. Með fullri virðingu fyrir mætti og dýrð ríkissjóðs Íslands þá munu sem fyrr tækninýjungar hafa mest um það að segja hvar tekst að minnka losun á næstu áratugum. Án nokkurs vafa má fullyrða að tækniframfarir og aukin hagsæld muni leiða til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda. Slíka þróun þekkjum við Íslendingar til dæmis af hitaveitunni en í loftslagsbókhaldinu fá Íslendingar ekkert fyrir hitaveituna því hún var komin fyrir viðmiðunarár loftslagssamninganna sem er 1990. Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein birtist fyrst á vef höfundar, Sigríður.is.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun