Í Vestmannaeyjum var Tindastóll frá Sauðárkróki í heimsókn en flest allir spá ÍBV sigri í Lengjudeildinni á meðan Stólarnir leika í þeirri þriðju.
Gestirnir voru lentir undir eftir fimm mínútur en Jón Ingason skoraði þá fyrir ÍBV. Þannig var staðan allt fram í síðari hálfleik þegar Jón var aftur á ferðinni.
Í kjölfarið fylgdu fimm mörk frá ÍBV en þau skoruðu Ásgeir Elíasson, Frans Sigurðsson og svo gerði enski markahrókurinn Gary Martin þrennu.
Lokatölur 7-0 og gott gengi ÍBV heldur áfram.