KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2020 21:18 Ægir Jarl skoraði þrjú í kvöld. Vísir/Bára KR, Valur og Afturelding tryggðu sæti sitt í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu átta mörk í Egilshöllinni. Valur skoraði þrjú gegn 4. deildarliði SR og Afturelding lagði Árborg með þremur mörkum gegn engu. KR skoraði átta | Skoraði í sínum fyrsta mótsleik KR vann 3. deildarlið Vængja Júpíters 8-1 inn í Egilshöll. Leikurinn var þó óvænt nokkuð jafn framan af en Kristján Flóki Finnbogason kom KR yfir í upphafi leiks en Andi Andri Morina jafnaði metin tveimur mínútum síðar fyrir heimamenn. Stefán Árni Geirsson kom Íslandsmeisturum KR yfir áður en flautað var til hálfleiks en staðan þó aðeins 2-1 í hálfleik. Í þeim síðari blésu KR-ingar í herlúðrana eftir að Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, hefur eflaust sagt leikmönnum sínum til syndanna. Ægir Jarl Jónasson skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik ásamt því að Pablo Punyed, Kennie Chopart og Jóhannes Kristinn Bjarnason - í sínum fyrsta mótsleik fyrir KR - gerðu allir eitt mark. Leikurinn var þó ekki eingöngu gleði fyrir Vesturbæinga en Gunnar Þór Gunnarsson, miðvörður, meiddist illa á hné þegar tæpur klukkutími var liðinn og þurfti að yfirgefa völlinn. Óvíst er hvort hann leiki meira með í sumar. Valur í basli í Laugardalnum Valur mætti SR, venslaliði Þróttar Reykjavíkur, sem leikur í 4. deild. Björgólfur Takefusa - sem lék með KR, Fylki, Þrótti og Val á sínum tíma - var í fremstu víglínu SR og fiskaði víti um miðbik fyrri hálfleiks. Tók hann vítið sjálfur en Sveinn Sigurður Jóhannesson varði slaka spyrnu Björgólfs. Sigurður Egill Lárusson kom svo Val yfir þegar rúmur hálftími var liðinn. Staðan þó aðeins 1-0 í hálfleik. Í þeim síðari skoruðu Lasse Petry og varamaðurinn Aron Bjarnason. Lokatölur 3-0 en reiknað var með töluvert stærri sigri Vals í kvöld. Þá vann Afturelding, sem leikur í Lengjudeildinni, 3-0 sigur á Árborg sem leikur í 4. og neðstu deild. Markarskorarar fengnir frá Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn KR Valur Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir ÍBV skoraði sjö og fór örugglega áfram inn í 16-liða úrslitin ÍBV flaug örugglega inn í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. 23. júní 2020 20:13 Umfjöllun: Fram - ÍR 3-1 | Safamýrapiltar lentu undir en komust áfram Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á 2. deildarliði ÍR. Þrjú af fjórum mörkum leiksins komu í fyrri hálfleik en gestirnir úr Breiðholti komust yfir í leiknum. 23. júní 2020 20:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
KR, Valur og Afturelding tryggðu sæti sitt í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu átta mörk í Egilshöllinni. Valur skoraði þrjú gegn 4. deildarliði SR og Afturelding lagði Árborg með þremur mörkum gegn engu. KR skoraði átta | Skoraði í sínum fyrsta mótsleik KR vann 3. deildarlið Vængja Júpíters 8-1 inn í Egilshöll. Leikurinn var þó óvænt nokkuð jafn framan af en Kristján Flóki Finnbogason kom KR yfir í upphafi leiks en Andi Andri Morina jafnaði metin tveimur mínútum síðar fyrir heimamenn. Stefán Árni Geirsson kom Íslandsmeisturum KR yfir áður en flautað var til hálfleiks en staðan þó aðeins 2-1 í hálfleik. Í þeim síðari blésu KR-ingar í herlúðrana eftir að Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, hefur eflaust sagt leikmönnum sínum til syndanna. Ægir Jarl Jónasson skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik ásamt því að Pablo Punyed, Kennie Chopart og Jóhannes Kristinn Bjarnason - í sínum fyrsta mótsleik fyrir KR - gerðu allir eitt mark. Leikurinn var þó ekki eingöngu gleði fyrir Vesturbæinga en Gunnar Þór Gunnarsson, miðvörður, meiddist illa á hné þegar tæpur klukkutími var liðinn og þurfti að yfirgefa völlinn. Óvíst er hvort hann leiki meira með í sumar. Valur í basli í Laugardalnum Valur mætti SR, venslaliði Þróttar Reykjavíkur, sem leikur í 4. deild. Björgólfur Takefusa - sem lék með KR, Fylki, Þrótti og Val á sínum tíma - var í fremstu víglínu SR og fiskaði víti um miðbik fyrri hálfleiks. Tók hann vítið sjálfur en Sveinn Sigurður Jóhannesson varði slaka spyrnu Björgólfs. Sigurður Egill Lárusson kom svo Val yfir þegar rúmur hálftími var liðinn. Staðan þó aðeins 1-0 í hálfleik. Í þeim síðari skoruðu Lasse Petry og varamaðurinn Aron Bjarnason. Lokatölur 3-0 en reiknað var með töluvert stærri sigri Vals í kvöld. Þá vann Afturelding, sem leikur í Lengjudeildinni, 3-0 sigur á Árborg sem leikur í 4. og neðstu deild. Markarskorarar fengnir frá Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Valur Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir ÍBV skoraði sjö og fór örugglega áfram inn í 16-liða úrslitin ÍBV flaug örugglega inn í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. 23. júní 2020 20:13 Umfjöllun: Fram - ÍR 3-1 | Safamýrapiltar lentu undir en komust áfram Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á 2. deildarliði ÍR. Þrjú af fjórum mörkum leiksins komu í fyrri hálfleik en gestirnir úr Breiðholti komust yfir í leiknum. 23. júní 2020 20:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
ÍBV skoraði sjö og fór örugglega áfram inn í 16-liða úrslitin ÍBV flaug örugglega inn í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. 23. júní 2020 20:13
Umfjöllun: Fram - ÍR 3-1 | Safamýrapiltar lentu undir en komust áfram Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á 2. deildarliði ÍR. Þrjú af fjórum mörkum leiksins komu í fyrri hálfleik en gestirnir úr Breiðholti komust yfir í leiknum. 23. júní 2020 20:00