Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2020 23:00 Rúnar hefur fengið nóg af gervigrasinu inn í Egilshöll. Mynd/Vísir Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór Gunnarsson meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. „Glaður að við skyldum hafa unnið leikinn en ég er sorgmæddur fyrir hönd Gunnars Þórs sem virðist hafa spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Það er kannski þessu gervigrasi að þakka sem við erum búnir að vera blóta í sand og ösku lengi. Algjörlega óþolandi að spila hérna inni,“ sagði Rúnar sem var augljóslega mikið niðri fyrir þó svo að leikurinn hafi unnist 8-1. KR missir þarna góðan liðsmann en Gunnar Þór hefur verið hluti af KR liðinu til fjölda ára. „Ekkert sem ég er fúll yfir varðandi Vængi Júpíters. Þeir vildu spila á KR-vellinum og við vildum það. Samkvæmt einhverjum reglum KSÍ má það ekki. Ég er bara drullufúll,“ sagði Rúnar enn fremur. „Bæði lið óskuðu eftir því að spila á KR-vellinum en fengu neitun. Samkvæmt einhverjum reglum er það bannað. Við erum að reyna færa íslenska knattspyrnu á hærri stall og þetta er ekki boðlegt í 32-liða úrslitum að vera inn í höll að spila fótbolta þar sem þú getur ekki bleytt grasið. Þetta er bara slysahætta,“ sagði Rúnar aðspurður hvort bæði lið hefðu óskað eftir því að færa leikinn. „Gunnar Þór, sem hefur verið frábær fyrir KR í mörg ár, er að enda ferilinn sinn hér í stað þess að taka þátt í öllu sumrinu með okkur ef við hefðum spilað við almennilegar aðstæður. Við höfum verið ósáttir með þetta síðan í vetur í Reykjavíkurmótinu og erum það enn, það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði Rúnar áður en hann ræddi leikinn aðeins nánar að lokum. Viðtalið við Rúnar í heild sinni má sjá hér að neðan en Ingvar Örn Ákason sá um spurningarnar að þessu sinni. Klippa: Bálreiður Rúnar vegna meiðsla Gunnars Þórs Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór Gunnarsson meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. „Glaður að við skyldum hafa unnið leikinn en ég er sorgmæddur fyrir hönd Gunnars Þórs sem virðist hafa spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Það er kannski þessu gervigrasi að þakka sem við erum búnir að vera blóta í sand og ösku lengi. Algjörlega óþolandi að spila hérna inni,“ sagði Rúnar sem var augljóslega mikið niðri fyrir þó svo að leikurinn hafi unnist 8-1. KR missir þarna góðan liðsmann en Gunnar Þór hefur verið hluti af KR liðinu til fjölda ára. „Ekkert sem ég er fúll yfir varðandi Vængi Júpíters. Þeir vildu spila á KR-vellinum og við vildum það. Samkvæmt einhverjum reglum KSÍ má það ekki. Ég er bara drullufúll,“ sagði Rúnar enn fremur. „Bæði lið óskuðu eftir því að spila á KR-vellinum en fengu neitun. Samkvæmt einhverjum reglum er það bannað. Við erum að reyna færa íslenska knattspyrnu á hærri stall og þetta er ekki boðlegt í 32-liða úrslitum að vera inn í höll að spila fótbolta þar sem þú getur ekki bleytt grasið. Þetta er bara slysahætta,“ sagði Rúnar aðspurður hvort bæði lið hefðu óskað eftir því að færa leikinn. „Gunnar Þór, sem hefur verið frábær fyrir KR í mörg ár, er að enda ferilinn sinn hér í stað þess að taka þátt í öllu sumrinu með okkur ef við hefðum spilað við almennilegar aðstæður. Við höfum verið ósáttir með þetta síðan í vetur í Reykjavíkurmótinu og erum það enn, það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði Rúnar áður en hann ræddi leikinn aðeins nánar að lokum. Viðtalið við Rúnar í heild sinni má sjá hér að neðan en Ingvar Örn Ákason sá um spurningarnar að þessu sinni. Klippa: Bálreiður Rúnar vegna meiðsla Gunnars Þórs
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira