Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga Samúel Karl Ólason skrifar 24. júní 2020 08:35 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Yuri Gripas Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þessar ákvarðanir hafi byggt á pólitík og vilja Barr og annarra til að hjálpa Trump og fylgja vilja hans. Aaron Zelensky, saksóknari, mun mæta á fund dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag og meðal annars svara spurningum um málið Roger Stone, vinar Trump til langs tíma og ráðgjafa hans. Samkvæmt frétt Washington Post, sem byggir á því sem Zelensky mun segja í upphafi fundarins, mun saksóknarinn segja að þeir sem komu að málinu gegn Stone hafi orðið fyrir gífurlegum þrýstingi frá hæstu stigum Dómsmálaráðuneytisins um að létta refsingu Stone og koma vel fram við hann vegna sambands hans og forsetans. Allir saksóknararnir fjórir sem komu að málinu gegn Stone sögðu sig skyndilega frá því í febrúar, vegna inngrips ráðuneytisins. Stone var dæmdur fyrir að ljúga að bandaríska þinginu, ógna vitni og að hindra framgang réttvísinnar og kröfðust saksóknarar að hann yrði dæmdur til sjö til níu ára fangelsisvistar. Í kjölfar þess tísti Trump um það hve „hræðilega“ og „ósanngjarna“ meðferð Stone fengi og skömmu eftir það tilkynnti ráðuneytið að milda ætti refsikröfuna á þann veg að Stone myndi sitja inn að hámarki í fjögur ár. Hann var að endingu dæmdur til 40 mánaða fangelsisvistar en Trump hefur gefið í skyn að hann muni náða vin sinn. Karri Kupec, talskona Dómsmálaráðuneytisins, tjáði sig um ræðu Zelensky, eftir að hún var birt fyrir fundinn í dag, og sagði að Barr hefði talið refsikröfuna gegn Stone allt of stranga og að hún hefði ekki verið í samræmi við önnur sambærileg mál. Hún sagði Barr ekki hafa rætt þá ákvörðun við Trump eða nokkurn mann í Hvíta húsinu. Eins og áður segir hafði Trump þó tíst um málið og var vilji hans augljós. Kupec sagði einnig að Barr hefði ávallt tryggt að störf sín tækju mið af lögum en ekki pólitík. Barr hefur þó margsinnis verið sakaður um að haga sér ekki eins og dómsmálaráðherra heldur einkalögmaður Trump og grafa undan sjálfstæði Dómsmálaráðuneytisins. John Elias mun einnig mæta á fund dómsmálanefndarinnar í dag en hann hefur starfað í samkeppniseftirlit dómsmálaráðuneytisins. Hann mun segja að Barr hafi skipað starfsmönnum að rannsaka sameiningar maríjúanafyrirtækja og þá eingöngu vegna þess að honum var illa við greinina sjálfa. Samkeppniseftirlitið var einnig látið rannsaka samninga á milli Kaliforníu og bílaframleiðenda í Bandaríkjunum en Trump hafði þá gagnrýnt þá samninga harðlega á Twitter. Löngu seinna, þegar því máli virtist lokið var deildinni skipað að rannsaka tilkynningu ráðamanna í Kaliforníu um að ríkið myndi ekki eiga í viðskiptum við bílaframleiðendur sem standist ekki umhverfiskröfur ríkisins. Trump hefur lengi og ítrekað gagnrýnt Kaliforníu fyrir að vera með strangar reglur um eldsneytisnotkun og útblástur bíla. Þær reglur eru strangari en almennar reglur í Bandaríkjunum og hefur Trump reynt að þvinga Kaliforníu til að fella þær reglur niður. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. 20. júní 2020 23:13 Komst að væntanlegri afsögn sinni í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 20. júní 2020 07:38 Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11 Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þessar ákvarðanir hafi byggt á pólitík og vilja Barr og annarra til að hjálpa Trump og fylgja vilja hans. Aaron Zelensky, saksóknari, mun mæta á fund dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag og meðal annars svara spurningum um málið Roger Stone, vinar Trump til langs tíma og ráðgjafa hans. Samkvæmt frétt Washington Post, sem byggir á því sem Zelensky mun segja í upphafi fundarins, mun saksóknarinn segja að þeir sem komu að málinu gegn Stone hafi orðið fyrir gífurlegum þrýstingi frá hæstu stigum Dómsmálaráðuneytisins um að létta refsingu Stone og koma vel fram við hann vegna sambands hans og forsetans. Allir saksóknararnir fjórir sem komu að málinu gegn Stone sögðu sig skyndilega frá því í febrúar, vegna inngrips ráðuneytisins. Stone var dæmdur fyrir að ljúga að bandaríska þinginu, ógna vitni og að hindra framgang réttvísinnar og kröfðust saksóknarar að hann yrði dæmdur til sjö til níu ára fangelsisvistar. Í kjölfar þess tísti Trump um það hve „hræðilega“ og „ósanngjarna“ meðferð Stone fengi og skömmu eftir það tilkynnti ráðuneytið að milda ætti refsikröfuna á þann veg að Stone myndi sitja inn að hámarki í fjögur ár. Hann var að endingu dæmdur til 40 mánaða fangelsisvistar en Trump hefur gefið í skyn að hann muni náða vin sinn. Karri Kupec, talskona Dómsmálaráðuneytisins, tjáði sig um ræðu Zelensky, eftir að hún var birt fyrir fundinn í dag, og sagði að Barr hefði talið refsikröfuna gegn Stone allt of stranga og að hún hefði ekki verið í samræmi við önnur sambærileg mál. Hún sagði Barr ekki hafa rætt þá ákvörðun við Trump eða nokkurn mann í Hvíta húsinu. Eins og áður segir hafði Trump þó tíst um málið og var vilji hans augljós. Kupec sagði einnig að Barr hefði ávallt tryggt að störf sín tækju mið af lögum en ekki pólitík. Barr hefur þó margsinnis verið sakaður um að haga sér ekki eins og dómsmálaráðherra heldur einkalögmaður Trump og grafa undan sjálfstæði Dómsmálaráðuneytisins. John Elias mun einnig mæta á fund dómsmálanefndarinnar í dag en hann hefur starfað í samkeppniseftirlit dómsmálaráðuneytisins. Hann mun segja að Barr hafi skipað starfsmönnum að rannsaka sameiningar maríjúanafyrirtækja og þá eingöngu vegna þess að honum var illa við greinina sjálfa. Samkeppniseftirlitið var einnig látið rannsaka samninga á milli Kaliforníu og bílaframleiðenda í Bandaríkjunum en Trump hafði þá gagnrýnt þá samninga harðlega á Twitter. Löngu seinna, þegar því máli virtist lokið var deildinni skipað að rannsaka tilkynningu ráðamanna í Kaliforníu um að ríkið myndi ekki eiga í viðskiptum við bílaframleiðendur sem standist ekki umhverfiskröfur ríkisins. Trump hefur lengi og ítrekað gagnrýnt Kaliforníu fyrir að vera með strangar reglur um eldsneytisnotkun og útblástur bíla. Þær reglur eru strangari en almennar reglur í Bandaríkjunum og hefur Trump reynt að þvinga Kaliforníu til að fella þær reglur niður.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. 20. júní 2020 23:13 Komst að væntanlegri afsögn sinni í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 20. júní 2020 07:38 Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11 Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. 20. júní 2020 23:13
Komst að væntanlegri afsögn sinni í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 20. júní 2020 07:38
Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11
Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05
Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00