Orðlaus eftir að kjarasamningur var dæmdur í gildi þótt fleiri hafi sagt nei en já Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2020 13:00 Skrifað var undir samninginn í apríl en félagsmenn töldu sig hafa fellt hann skömu síðar. Annað kom á daginn. Unsplash/Scott Graham. Sú sérkennilega staða er komin upp að félagsmenn Félags íslenskra náttúrufræðinga sem vinna hjá hinu opinbera eru nú bundnir af nýjum kjarasamningi til ársins 2023, þrátt fyrir að fleiri félagsmenn hafi samþykkt að fella hann en að samþykkja í atkvæðagreiðslu um samninginn í vor. Formaður félagsins segist vera orðlaus vegna málsins. Atkvæði þeirra sem skiluðu auðu virðast hafa skipt sköpum. Þetta er niðurstaða Félagsdóms sem kvað upp dóm sinn í deilu ríkisins og félagsins um málið í gær en RÚV sagði frá niðurstöðunni í morgun. Forsaga málsins er sú að íslenska ríkið og félagið skrifuðu undir nýjan kjarasamning síðastliðinn apríl. Skömmu síðar var samningurinn lagður í dóm félagsmanna. Fleiri vildu fella samninginn en þeir sem vildu samþykkja hann. 265 félagsmenn sögðu já 278 félagsmenn sögðu nei 21 félagsmaður skilaði auðu Félagið taldi samningana hafa verið fellda, ríkið ekki Félagið túlkaði niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar þannig að samningurinn hafi verið felldur af félagsmönnum. Þetta sætti íslenska ríkið sig ekki við. Taldi samninganefnd ríkisins að félagsmenn hafi samþykkt samninginn í atkvæðagreiðslu á þeim lagagrundvelli að meirihluta greiddra atkvæða þyrfti til að fella samninginn. Telja þyrfti auð atkvæði með þegar heildarfjöldi greiddra atkvæða er tilgreindur. Þannig hafi einungis 49,3 prósent kosið gegn samningnum og því bæri, að mati samninganefndarinnar, að líta svo á að tilskilinn fjöldi til þess að fella samninginn hafi ekki náðst. Náttúrufræðingar töldu að ekki ætti að telja með auð atkvæði þegar heildarfjöldi atkvæða væri tilgreindur, því bæri svo að líta á að samningurinn hafi verið felldur. Endaði þetta með því að ríkið stefndi félaginu fyrir Félagsdóm til þess að fá úr því skorið hvort samningurinn hafi verið felldur eða ekki. Beitti lögjöfnun Félagsdómur kvað upp dóm sinn í gær og segir í niðurstöðu hans að ákvæðið í lögum sem ríkið vísaði til um að fella þyrfti samninga með meirihluta atkvæða ætti bæði við um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamning á opinberum markaði, sem og á almennum markaði, því bæri að líta svo á að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn hafi ekki fellt hann. Eins og sjá má fyrirsögn þessar tilkynningar Félags íslenskra náttúrufræðinga frá því apríl taldi félagið að samningurinn hafi verið felldur í atkvæðagreiðslu Í samtali við Vísi segir Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, að hún sé hreinlega orðlaus yfir niðurstöðu Félagsdóms. Bendir hún á að lítið sem ekkert standi um hvernig eigi að telja atkvæði í lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og að Félagsdómur hafi beitt lögjöfnun við lög um kjarasamninga á almennum markaði. „Það sem kemur á óvart að mínu mati er að Félagsdómur kýs að beita lögjöfnun við lög um kjarasamninga sem eiga við um almenna markaðinn í stað þess að horfa til þess hver raunveruleg niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var,“ segir Maríanna. Þetta sæti furðu. „Í staðinn fyrir að horfa á óyggjandi niðurstöðu, að fleiri sögðu nei við samningnum en sögðu já, þá kjósa þeir að beita lögjöfnun sem mér finnst alveg með ólíkindum að skuli vera beitt.“ Þurfa að sætta sig við niðurstöðuna Félagsmenn geta lítið annað gert en að sætta sig við niðurstöðuna enda er ákvörðun Félagsdóms endanleg. Miðað við umræður á Facebook eru félagsmenn margir hverjir ekki ánægðir með niðurstöðuna og segir Maríanna að hún sé orðlaus yfir niðurstöðunni. „Þetta er með ólíkindum að þetta skuli vera niðurstaðan og ég er bara alveg orðlaus og lýsi furði minni yfir þessari niðurstöðu,“ segir Maríanna en niðurstaða Félagsdóms þýðir að félagsmenn félagsins hjá hinu opinbera eru bundnir af hinum nýja kjarasamningi þangað til í mars árið 2023. Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Sú sérkennilega staða er komin upp að félagsmenn Félags íslenskra náttúrufræðinga sem vinna hjá hinu opinbera eru nú bundnir af nýjum kjarasamningi til ársins 2023, þrátt fyrir að fleiri félagsmenn hafi samþykkt að fella hann en að samþykkja í atkvæðagreiðslu um samninginn í vor. Formaður félagsins segist vera orðlaus vegna málsins. Atkvæði þeirra sem skiluðu auðu virðast hafa skipt sköpum. Þetta er niðurstaða Félagsdóms sem kvað upp dóm sinn í deilu ríkisins og félagsins um málið í gær en RÚV sagði frá niðurstöðunni í morgun. Forsaga málsins er sú að íslenska ríkið og félagið skrifuðu undir nýjan kjarasamning síðastliðinn apríl. Skömmu síðar var samningurinn lagður í dóm félagsmanna. Fleiri vildu fella samninginn en þeir sem vildu samþykkja hann. 265 félagsmenn sögðu já 278 félagsmenn sögðu nei 21 félagsmaður skilaði auðu Félagið taldi samningana hafa verið fellda, ríkið ekki Félagið túlkaði niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar þannig að samningurinn hafi verið felldur af félagsmönnum. Þetta sætti íslenska ríkið sig ekki við. Taldi samninganefnd ríkisins að félagsmenn hafi samþykkt samninginn í atkvæðagreiðslu á þeim lagagrundvelli að meirihluta greiddra atkvæða þyrfti til að fella samninginn. Telja þyrfti auð atkvæði með þegar heildarfjöldi greiddra atkvæða er tilgreindur. Þannig hafi einungis 49,3 prósent kosið gegn samningnum og því bæri, að mati samninganefndarinnar, að líta svo á að tilskilinn fjöldi til þess að fella samninginn hafi ekki náðst. Náttúrufræðingar töldu að ekki ætti að telja með auð atkvæði þegar heildarfjöldi atkvæða væri tilgreindur, því bæri svo að líta á að samningurinn hafi verið felldur. Endaði þetta með því að ríkið stefndi félaginu fyrir Félagsdóm til þess að fá úr því skorið hvort samningurinn hafi verið felldur eða ekki. Beitti lögjöfnun Félagsdómur kvað upp dóm sinn í gær og segir í niðurstöðu hans að ákvæðið í lögum sem ríkið vísaði til um að fella þyrfti samninga með meirihluta atkvæða ætti bæði við um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamning á opinberum markaði, sem og á almennum markaði, því bæri að líta svo á að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn hafi ekki fellt hann. Eins og sjá má fyrirsögn þessar tilkynningar Félags íslenskra náttúrufræðinga frá því apríl taldi félagið að samningurinn hafi verið felldur í atkvæðagreiðslu Í samtali við Vísi segir Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, að hún sé hreinlega orðlaus yfir niðurstöðu Félagsdóms. Bendir hún á að lítið sem ekkert standi um hvernig eigi að telja atkvæði í lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og að Félagsdómur hafi beitt lögjöfnun við lög um kjarasamninga á almennum markaði. „Það sem kemur á óvart að mínu mati er að Félagsdómur kýs að beita lögjöfnun við lög um kjarasamninga sem eiga við um almenna markaðinn í stað þess að horfa til þess hver raunveruleg niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var,“ segir Maríanna. Þetta sæti furðu. „Í staðinn fyrir að horfa á óyggjandi niðurstöðu, að fleiri sögðu nei við samningnum en sögðu já, þá kjósa þeir að beita lögjöfnun sem mér finnst alveg með ólíkindum að skuli vera beitt.“ Þurfa að sætta sig við niðurstöðuna Félagsmenn geta lítið annað gert en að sætta sig við niðurstöðuna enda er ákvörðun Félagsdóms endanleg. Miðað við umræður á Facebook eru félagsmenn margir hverjir ekki ánægðir með niðurstöðuna og segir Maríanna að hún sé orðlaus yfir niðurstöðunni. „Þetta er með ólíkindum að þetta skuli vera niðurstaðan og ég er bara alveg orðlaus og lýsi furði minni yfir þessari niðurstöðu,“ segir Maríanna en niðurstaða Félagsdóms þýðir að félagsmenn félagsins hjá hinu opinbera eru bundnir af hinum nýja kjarasamningi þangað til í mars árið 2023.
Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira