Lilja höfðar mál vegna úrskurðar um að hún hafi brotið jafnréttislög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2020 20:28 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. Með ráðningunni var talið að Lilja hefði brotið jafnréttislög. Með málshöfðuninni ætlar ráðherra að freista þess að fá úrskurðinum hnekkt. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu leitaði Lilja lögfræðiálita, þar sem bent var á „lagalega annmarka“ á úrskurðinum. Hann þyki bjóða upp á lagalega óvissu í tengslum við ferlið sem unnið er eftir við skipan embættismanna, og því til þess fallinn að valda réttaróvissu, að því er fram kemur í upplýsingum frá ráðuneytinu. „Með hliðsjón af þeim vafa sem uppi er telur ráðherra brýnt að málið fái efnislega umfjöllun fyrir dómstólum og lagaóvissu verði eytt. Því hefur verið ákveðið að höfða mál til ógildingar á úrskurðinum.“ Í lok síðasta mánaðar úrskurðaði kærunefnd jafnréttismála að Lilja hefði gerst brotleg við jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Hafdís Helga Ólafsdóttir, sem var á meðal umsækjenda, kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála. Hún var ekki á meðal þeirra fjögurra sem hæfisnefnd mat sem svo að væru hæfust í starfið. Samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem fjallar um kærunefnd jafnréttismála, eru úrskurðir nefndarinnar bindandi gagnvart málsaðilum. Hins vegar er málsaðilum heimilt að bera úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. Með ráðningunni var talið að Lilja hefði brotið jafnréttislög. Með málshöfðuninni ætlar ráðherra að freista þess að fá úrskurðinum hnekkt. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu leitaði Lilja lögfræðiálita, þar sem bent var á „lagalega annmarka“ á úrskurðinum. Hann þyki bjóða upp á lagalega óvissu í tengslum við ferlið sem unnið er eftir við skipan embættismanna, og því til þess fallinn að valda réttaróvissu, að því er fram kemur í upplýsingum frá ráðuneytinu. „Með hliðsjón af þeim vafa sem uppi er telur ráðherra brýnt að málið fái efnislega umfjöllun fyrir dómstólum og lagaóvissu verði eytt. Því hefur verið ákveðið að höfða mál til ógildingar á úrskurðinum.“ Í lok síðasta mánaðar úrskurðaði kærunefnd jafnréttismála að Lilja hefði gerst brotleg við jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Hafdís Helga Ólafsdóttir, sem var á meðal umsækjenda, kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála. Hún var ekki á meðal þeirra fjögurra sem hæfisnefnd mat sem svo að væru hæfust í starfið. Samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem fjallar um kærunefnd jafnréttismála, eru úrskurðir nefndarinnar bindandi gagnvart málsaðilum. Hins vegar er málsaðilum heimilt að bera úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45
Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42