Fylkir vann stórsigur en ÍA þurfti framlengingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2020 22:15 Stefán Teitur var hetja ÍA í kvöld. Vísir/Bára Þá er öllum nema einum leik í Mjólkurbikarnum lokið. Fylkir og ÍA eru komin í 16-liða úrslit. Á meðan Fylkir vann 8-0 stórsigur á ÍH þá þurftu Skagamenn framlengingu gegn Kórdrengjum. Fylkir mætti í Skessuna í Hafnafirði og mætti þar 4. deildarliði ÍH. Mikið hafði verið fjallað um leikinn en þjálfari ÍH er Brynjar Ásgeir Guðmundsson, leikmaður FH. Brynjari til ama var Sam Hewson ekki með en þeir eru fyrrum samherjar og taldi þjálfarinn sig vera með leið til að stöðva Hewson. Sama svo hvernig hefði farið með Hewson á vellinum þá áttu leikmenn ÍH engin svör gegn spræku Fylkisliði. Orri Sveinn Stefánsson skoraði fyrsta mark leiksins á 18. mínútu og áður en fyrri hálfleikur var allur höfðu Fylkismenn bætt við fimm til viðbótar. Arnór Borg Guðjohnsne skoraði þrennu og Arnór Gauti Ragnarsson tvennu. Aðeins róaðist leikurinn í síðari hálfleik en Fylkir bætti samt sem áður við tveimur mörkum. Þau gerðu Hákon Ingi Jónsson og Arnór Gauti Jónsson. Lokatölur 8-0 og ÍH geta nú einbeitt sér að 4. deildinni á meðan Fylkir fer áfram í næstu umferð Mjólkurbikarsins. Í Safamýri mættust Kórdrengir, sem leika í 2. deild, og ÍA sem leikur í efstu deild. Úr varð hörku leikur. Magnús Þórir Matthíasson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og Fylkis, kom Kórdrengjum óvænt yfir áður en tíu mínútur voru liðnar. Þannig var staðan allt fram á 69. mínútu þegar Viktor Jónsson jafnaði metin fyrir Skagamenn. Kórdrengir héldu eflaust að þeir hefðu tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslit þegar Einar Orri Einarsson, einnig fyrrum leikmaður Keflavíkur, kom þeim aftur yfir þegar tæplega tíu mínutur voru eftir. Aftur jöfnuðu Skagamenn en að þessu sinni var það Hlynur Sævar Jónsson og því þurfti að framlengja. Þar var það Stefán Teitur Þórðarson sem reyndist hetja ÍA en hann skoraði sigurmark leiksins á 110. mínútu. Lokatölur 3-2 og Skagamenn komnir í 16-liða úrslitin. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn ÍA Fylkir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira
Þá er öllum nema einum leik í Mjólkurbikarnum lokið. Fylkir og ÍA eru komin í 16-liða úrslit. Á meðan Fylkir vann 8-0 stórsigur á ÍH þá þurftu Skagamenn framlengingu gegn Kórdrengjum. Fylkir mætti í Skessuna í Hafnafirði og mætti þar 4. deildarliði ÍH. Mikið hafði verið fjallað um leikinn en þjálfari ÍH er Brynjar Ásgeir Guðmundsson, leikmaður FH. Brynjari til ama var Sam Hewson ekki með en þeir eru fyrrum samherjar og taldi þjálfarinn sig vera með leið til að stöðva Hewson. Sama svo hvernig hefði farið með Hewson á vellinum þá áttu leikmenn ÍH engin svör gegn spræku Fylkisliði. Orri Sveinn Stefánsson skoraði fyrsta mark leiksins á 18. mínútu og áður en fyrri hálfleikur var allur höfðu Fylkismenn bætt við fimm til viðbótar. Arnór Borg Guðjohnsne skoraði þrennu og Arnór Gauti Ragnarsson tvennu. Aðeins róaðist leikurinn í síðari hálfleik en Fylkir bætti samt sem áður við tveimur mörkum. Þau gerðu Hákon Ingi Jónsson og Arnór Gauti Jónsson. Lokatölur 8-0 og ÍH geta nú einbeitt sér að 4. deildinni á meðan Fylkir fer áfram í næstu umferð Mjólkurbikarsins. Í Safamýri mættust Kórdrengir, sem leika í 2. deild, og ÍA sem leikur í efstu deild. Úr varð hörku leikur. Magnús Þórir Matthíasson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og Fylkis, kom Kórdrengjum óvænt yfir áður en tíu mínútur voru liðnar. Þannig var staðan allt fram á 69. mínútu þegar Viktor Jónsson jafnaði metin fyrir Skagamenn. Kórdrengir héldu eflaust að þeir hefðu tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslit þegar Einar Orri Einarsson, einnig fyrrum leikmaður Keflavíkur, kom þeim aftur yfir þegar tæplega tíu mínutur voru eftir. Aftur jöfnuðu Skagamenn en að þessu sinni var það Hlynur Sævar Jónsson og því þurfti að framlengja. Þar var það Stefán Teitur Þórðarson sem reyndist hetja ÍA en hann skoraði sigurmark leiksins á 110. mínútu. Lokatölur 3-2 og Skagamenn komnir í 16-liða úrslitin.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn ÍA Fylkir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira