Stjórnvöld fylgjast náið með stöðu Icelandair Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 25. júní 2020 20:35 Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Flugfreyjur skrifuðu undir kjarasamning við félagið í gær en forstjóri félagsins segir stór mál enn vera óleyst. Samningurinn sem flugfreyjufélag Íslands skrifaði undir í nótt er langur að kröfu Icelandari, eða til fimm ára og gildir til 30. september 2025. „Við erum að taka þátt í því að stækka leiðakerfið, með því að fljúga lengra á hverri flugvakt og aðra þætti sem stuðla að möguleika á sveigjanleika,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Samningurinn verður kynntur og lagður í atkvæði félagsmanna á föstudag. Niðurstaða á að liggja fyrir í næstu viku. Kjarasamningar við flugstéttir eru einn fjögurra þátta sem þurfa að skýrast fyrir mánudag, þegar hlutafjárútboð félagsins hefst. Hinir varða viðræður við stjórnvöld, Boeing, vegna Max-vélanna og lánadrottna. „Við verðum að hafa myndina skýra á mánudag. Við erum náttúrulega búin að vera í næstum því algjörum tekjubresti í alllangan tíma og það er ekkert fyrirtæki í heiminum sem þolir slíkt í marga mánuði,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi segir stærsta málið nú að ná fram breyttum kjörum í samningum við lánadrottna. Einhverjar viðræður þar gangi hægar en aðrar. Það er að aðlaga greiðsluflæði til lánadrottna að sjóðsstreyminu eins og við sjáum það á næstu mánuðum og árum.“ Stefnt er að því að safna 29 milljörðum króna í útboðinu sem stendur yfir frá mánudeginum næsta til fimmtudags. Bogi segir ekkert fast í hendi hvað það varðar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau séu tilbúin að ábyrgjast lánalínu til félagsins gangi útboðið eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fylgjast stjórnvöld náið með framvindu útboðsins og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins þar sem metið er til hvaða ráða þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Mest lesið „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Sjá meira
Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Flugfreyjur skrifuðu undir kjarasamning við félagið í gær en forstjóri félagsins segir stór mál enn vera óleyst. Samningurinn sem flugfreyjufélag Íslands skrifaði undir í nótt er langur að kröfu Icelandari, eða til fimm ára og gildir til 30. september 2025. „Við erum að taka þátt í því að stækka leiðakerfið, með því að fljúga lengra á hverri flugvakt og aðra þætti sem stuðla að möguleika á sveigjanleika,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Samningurinn verður kynntur og lagður í atkvæði félagsmanna á föstudag. Niðurstaða á að liggja fyrir í næstu viku. Kjarasamningar við flugstéttir eru einn fjögurra þátta sem þurfa að skýrast fyrir mánudag, þegar hlutafjárútboð félagsins hefst. Hinir varða viðræður við stjórnvöld, Boeing, vegna Max-vélanna og lánadrottna. „Við verðum að hafa myndina skýra á mánudag. Við erum náttúrulega búin að vera í næstum því algjörum tekjubresti í alllangan tíma og það er ekkert fyrirtæki í heiminum sem þolir slíkt í marga mánuði,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi segir stærsta málið nú að ná fram breyttum kjörum í samningum við lánadrottna. Einhverjar viðræður þar gangi hægar en aðrar. Það er að aðlaga greiðsluflæði til lánadrottna að sjóðsstreyminu eins og við sjáum það á næstu mánuðum og árum.“ Stefnt er að því að safna 29 milljörðum króna í útboðinu sem stendur yfir frá mánudeginum næsta til fimmtudags. Bogi segir ekkert fast í hendi hvað það varðar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau séu tilbúin að ábyrgjast lánalínu til félagsins gangi útboðið eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fylgjast stjórnvöld náið með framvindu útboðsins og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins þar sem metið er til hvaða ráða þurfi að grípa gangi það ekki eftir.
Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Mest lesið „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Sjá meira