Blómaskeið lífrænnar matjurtaræktar Ragnheiður I. Þórarinsdóttir skrifar 29. júní 2020 15:00 Mikill fjöldi umsókna hefur borist Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir næsta skólaár, bæði í háskólanám og starfsmenntanám skólans. Í mörgum af námsbrautum skólans voru met slegin í umsóknum og það er mikið gleðiefni að sjá hversu mikinn áhuga ungt fólk sýnir námi í Landbúnaðarháskóla Íslands og hversu dreifing umsókna er mikil. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá góða aðsókn í garðyrkjunám á Reykjum þar sem 136 umsóknir bárust og hafa þær aldrei verið jafnmargar í sögu skólans. Flestir sækja um í lífræna ræktun matjurta en þar sóttu 45 nemendur um nám. Aðsókn er einnig góð í ylrækt með 26 umsóknir og 10 í garð- og skógarplöntuframleiðslu. Aðeins er tekið inn á garðyrkjubrautir á tveggja ára fresti en aukning frá 2018 er um 45%. Greinilegt er af fjölda umsókna í garðyrkjunámið, en einnig í nám við náttúru- og umhverfisfræðabraut að mikill áhugi er á sjálfbærri þróun og jafnvægi verndunar og nýtingar. Áherslur ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum falla einnig mjög vel að þessum aukna áhuga á lífrænni og sjálfbærri matjurtarækt. Uppfærð aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar var nýlega birt og er að finna í henni metnaðarfull markmið um aukna grænmetisframleiðslu hér á landi með áherslu á kolefnishlutleysi hennar. Nánar tiltekið á að auka framleiðslu á íslensku grænmeti um 25% á næstu þremur árum, leggja aukið fjármagn í lífræna framleiðslu og vinna að því markmiði að íslensk garðyrkja verði kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040. Metnaðarfull markmið af þessu tagi kalla ekki aðeins á að fjármagni sé veitt til verksins, heldur að byggt sé á þekkingu sem orðið hefur til innan greinarinnar og í menntastofnunum á borð við Landbúnaðarháskólann og að bætt sé við þessa þekkingu með rannsóknum. Greinilegt er að stjórnvöld hafa skilning á þessu því í aðgerðaáætluninni er talað um að byggja þurfi upp þekkingu á losun og bindingu kolefnis, en einnig að auka þekkingu bænda með því að auka aðgang þeirra að beinni ráðgjöf og fræðslu. Þessar áherslur stjórnvalda og mikill áhugi nemenda á umhverfisvænni, innlendri matvælaframleiðslu ríma vel við þá þróun sem merkja má í greininni almennt. Nýjar aðferðir og ný tækni eru nýtt í auknum mæli til að auka afköst og minnka kostnað - fjárhagslegan sem umhverfislegan - af ræktuninni. Ef rétt er haldið á spilunum gæti mikið blómaskeið íslenskrar matjurtaræktunar verið framundan. Landbúnaðarháskólinn hefur mikilvægur hlutverki að gegna í þessari þróun. Í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi er hjarta garðyrkjumenntunar og garðræktar á Íslandi. Fjölgun útskrifaðra nemenda og frekari uppbygging á náminu þar mun styðja vel við markmið stjórnvalda um aukningu í lífrænni og sjálfbærri matjurtarækt á Íslandi. Það er verkefni sem við í Landbúnaðarháskólanum hlökkum til að takast á við. Höfundur er rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Garðyrkja Umhverfismál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Mikill fjöldi umsókna hefur borist Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir næsta skólaár, bæði í háskólanám og starfsmenntanám skólans. Í mörgum af námsbrautum skólans voru met slegin í umsóknum og það er mikið gleðiefni að sjá hversu mikinn áhuga ungt fólk sýnir námi í Landbúnaðarháskóla Íslands og hversu dreifing umsókna er mikil. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá góða aðsókn í garðyrkjunám á Reykjum þar sem 136 umsóknir bárust og hafa þær aldrei verið jafnmargar í sögu skólans. Flestir sækja um í lífræna ræktun matjurta en þar sóttu 45 nemendur um nám. Aðsókn er einnig góð í ylrækt með 26 umsóknir og 10 í garð- og skógarplöntuframleiðslu. Aðeins er tekið inn á garðyrkjubrautir á tveggja ára fresti en aukning frá 2018 er um 45%. Greinilegt er af fjölda umsókna í garðyrkjunámið, en einnig í nám við náttúru- og umhverfisfræðabraut að mikill áhugi er á sjálfbærri þróun og jafnvægi verndunar og nýtingar. Áherslur ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum falla einnig mjög vel að þessum aukna áhuga á lífrænni og sjálfbærri matjurtarækt. Uppfærð aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar var nýlega birt og er að finna í henni metnaðarfull markmið um aukna grænmetisframleiðslu hér á landi með áherslu á kolefnishlutleysi hennar. Nánar tiltekið á að auka framleiðslu á íslensku grænmeti um 25% á næstu þremur árum, leggja aukið fjármagn í lífræna framleiðslu og vinna að því markmiði að íslensk garðyrkja verði kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040. Metnaðarfull markmið af þessu tagi kalla ekki aðeins á að fjármagni sé veitt til verksins, heldur að byggt sé á þekkingu sem orðið hefur til innan greinarinnar og í menntastofnunum á borð við Landbúnaðarháskólann og að bætt sé við þessa þekkingu með rannsóknum. Greinilegt er að stjórnvöld hafa skilning á þessu því í aðgerðaáætluninni er talað um að byggja þurfi upp þekkingu á losun og bindingu kolefnis, en einnig að auka þekkingu bænda með því að auka aðgang þeirra að beinni ráðgjöf og fræðslu. Þessar áherslur stjórnvalda og mikill áhugi nemenda á umhverfisvænni, innlendri matvælaframleiðslu ríma vel við þá þróun sem merkja má í greininni almennt. Nýjar aðferðir og ný tækni eru nýtt í auknum mæli til að auka afköst og minnka kostnað - fjárhagslegan sem umhverfislegan - af ræktuninni. Ef rétt er haldið á spilunum gæti mikið blómaskeið íslenskrar matjurtaræktunar verið framundan. Landbúnaðarháskólinn hefur mikilvægur hlutverki að gegna í þessari þróun. Í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi er hjarta garðyrkjumenntunar og garðræktar á Íslandi. Fjölgun útskrifaðra nemenda og frekari uppbygging á náminu þar mun styðja vel við markmið stjórnvalda um aukningu í lífrænni og sjálfbærri matjurtarækt á Íslandi. Það er verkefni sem við í Landbúnaðarháskólanum hlökkum til að takast á við. Höfundur er rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun