Magnaður Messi kominn með 700 mörk á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2020 12:30 Messi skorar sitt 700. mark með þægilegri ´chippu´í leiknum gegn Atletico Madrid í gær. David Ramos/Getty Images Argentínumaðurinn Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar. Í gær skoraði hann sitt 700. mark á ferlinum. Markið kom af vítapunktinum, líklega eini staðurinn þar sem Messi á það til að vera mannlegur - spyrjið bara Hannes Þór Halldórsson. Reyndar er það svo að Messi hefur klúðrað 26 vítum á ferlinum. Messi brást hins vegar ekki bogalistin í gær þegar hann kom Barcelona 2-1 yfir gegn Atletico Madrid. Sýndi hann mikla yfirvegun er hann tók svokallað Panenka-víti og ´chippaði´ á mitt markið á meðan Jan Oblak, af mörgum talinn einn besti markvörður í heimi, skutlaði sér til hliðar. Allt kom þó fyrir ekki og Atl. Madrid jafnaði metin í leiknum. Lokatölur 2-2 og Börsungar allt í einu dottnir úr bílstjórasætinu í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Messi niðurlútur í leikslok í gær.David Ramos/Getty Images Var þetta 32. markið sem Messi skorar á ferlinum gegn Atletico. Honum líður best gegn sterkustu liðum deildarinnar en hann hefur skorað 37 mörk gegn Sevilla, 32 gegn Atletico, 28 gegn Valencia og 27 gegn Real Madrid. Markið í gær þýðir að Messi er nú kominn í hóp með Josef Bican, Romario, Pelé, Ferenc Puskas, Gerd Muller og Cristiano Ronaldo. Eru það einu leikmenn sögunnar sem hafa skorað yfir 700 mörk á ferlinum. Ekki hefur fengið staðfest hvað Bican og Pelé skoruðu nákvæmlega mörg en óstaðfestar heimildir herma að báðir hafi skorað yfir þúsund mörk. Tók það Messi 111 leiki minna en Ronaldo – hans helsta keppinaut þegar kemur að einstaklingsverðlaunum undanfarin ár – að ná 700 mörkum. Leo #Messi scores 700th pro goal— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 1, 2020 Sá argentíski var í gær að spila sinn 724. leik í treyju Barcelona. Í þeim hefur hann skorað 630 mörk, ásamt því að leggja upp önnur 247 mörk. Messi hefur skorað 70 mörk í 138 leikjum fyrir argentíska landsliðið. Alls hefur hann skorað þrennu í 54 leikjum. Undanfarin 11 ár, janúar til desember, hefur Messi skorað meira en 40 mörk. Níu af þessum ellefu árum hefur hann skorað yfir 50. Hann hefur aldrei toppað árið 2012 þegar hann skoraði hvorki meira né minna en 91 mark, 79 fyrir Barcelona og 12 fyrir Argentínu. Ef Messi heldur áfram á sömu braut eru allar líkur að leikmaðurinn rjúfi þúsund marka múrinn áður en skórnir fara á hilluna frægu. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Sjá meira
Argentínumaðurinn Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar. Í gær skoraði hann sitt 700. mark á ferlinum. Markið kom af vítapunktinum, líklega eini staðurinn þar sem Messi á það til að vera mannlegur - spyrjið bara Hannes Þór Halldórsson. Reyndar er það svo að Messi hefur klúðrað 26 vítum á ferlinum. Messi brást hins vegar ekki bogalistin í gær þegar hann kom Barcelona 2-1 yfir gegn Atletico Madrid. Sýndi hann mikla yfirvegun er hann tók svokallað Panenka-víti og ´chippaði´ á mitt markið á meðan Jan Oblak, af mörgum talinn einn besti markvörður í heimi, skutlaði sér til hliðar. Allt kom þó fyrir ekki og Atl. Madrid jafnaði metin í leiknum. Lokatölur 2-2 og Börsungar allt í einu dottnir úr bílstjórasætinu í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Messi niðurlútur í leikslok í gær.David Ramos/Getty Images Var þetta 32. markið sem Messi skorar á ferlinum gegn Atletico. Honum líður best gegn sterkustu liðum deildarinnar en hann hefur skorað 37 mörk gegn Sevilla, 32 gegn Atletico, 28 gegn Valencia og 27 gegn Real Madrid. Markið í gær þýðir að Messi er nú kominn í hóp með Josef Bican, Romario, Pelé, Ferenc Puskas, Gerd Muller og Cristiano Ronaldo. Eru það einu leikmenn sögunnar sem hafa skorað yfir 700 mörk á ferlinum. Ekki hefur fengið staðfest hvað Bican og Pelé skoruðu nákvæmlega mörg en óstaðfestar heimildir herma að báðir hafi skorað yfir þúsund mörk. Tók það Messi 111 leiki minna en Ronaldo – hans helsta keppinaut þegar kemur að einstaklingsverðlaunum undanfarin ár – að ná 700 mörkum. Leo #Messi scores 700th pro goal— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 1, 2020 Sá argentíski var í gær að spila sinn 724. leik í treyju Barcelona. Í þeim hefur hann skorað 630 mörk, ásamt því að leggja upp önnur 247 mörk. Messi hefur skorað 70 mörk í 138 leikjum fyrir argentíska landsliðið. Alls hefur hann skorað þrennu í 54 leikjum. Undanfarin 11 ár, janúar til desember, hefur Messi skorað meira en 40 mörk. Níu af þessum ellefu árum hefur hann skorað yfir 50. Hann hefur aldrei toppað árið 2012 þegar hann skoraði hvorki meira né minna en 91 mark, 79 fyrir Barcelona og 12 fyrir Argentínu. Ef Messi heldur áfram á sömu braut eru allar líkur að leikmaðurinn rjúfi þúsund marka múrinn áður en skórnir fara á hilluna frægu.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Sjá meira