Smitrakning í gangi vegna konu sem kom til landsins fyrir 10 dögum en greindist í gær Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2020 18:30 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Vísir/Vilhelm Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Samkvæmt tillögunni herðast reglur gagnvart Íslendingum og útlendingum sem búsettir eru hér á landi þó nokkuð. „Þeir sem eru með neikvætt próf við skimun á landamærunum verða beðnir um að fara í sóttkví í fjóra til fimm daga og ef það er neikvætt aftur verður þeim sleppt úr sóttkví," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Hann segir ekki ljóst hversu lengi þetta fyrirkomulag mun vara en ekki er gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir seinna prófið. Gripið er til þessa vegna smita sem hafa komið upp út frá fólki sem mælst hefur neikvætt á landamærum en reynst vera með veiruna. „Þeir sem eru búsettir hér hafa mun meira tengslanet í samfélaginu en aðrir og eru mun líklegri en aðrir til að breiða út smit í samfélaginu," segir hann. Fjögur smit má nú rekja fótboltakonu sem dvaldist í Bandaríkjunum og í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Smitrakningu vegna hennar er ekki lokið en hún er ekki sögð jafn flókin og í máli fótboltakonunnar þar sem fleiri hundruð þurftu í sóttkví. Þórólfur segir hægt að gera ráð fyrir fleiri smitum í samfélaginu. „Við getum ekki alveg gengið út frá því að öll próf sem hafa verið neikvæð séu neikvæð en vonandi eru þau ekki það mörg," segir Þórólfur. Íslendingar munu þurfa fara í nokkurra daga sóttkví eftir að beðið er niðurstöðu úr annarri sýnatöku.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir ekki ljóst hvort búið sé að ná tökum á hópsýkingunni. „Við erum ekki að sjá ný tilfelli út frá þessum hópi sem við höfum verið að greina en það er stuttur tími liðinn og það getur tekið upp undir tvær vikur að sjá árangurinn." Breytt dagskrá á goslokahátíð Almannavanir birtu í dag minnisblað þar sem ítrekað er að enginn samangur eigi að vera á milli fimm hundruð manna sóttvarnarhólfa á samkomum. Víðir segir fjölda ábendinga hafa borist um samgang fólks við veitinga-, eða miðasölu og á salernum á stærri samkomum. Hann vonar að minnisblaðið leiði til breytinga hjá mótshöldurum og skipuleggjendum bæjarhátíða. „Við erum strax farin að sjá það að menn eru að breyta. Goslokahátíðin var að breyta hjá sér dagskrá um komandi helgi og taka af dagskrá viðburð sem þau reiknuðu með að yrði fjölmennur. Ég reikna með að fleiri muni fylgja í kjölfarið," segir hann. Frá og með deginum í dag þarf að greiða fyrir skimun á landamærum, níu þúsund sé bókað fyrir fram en ellefu þúsund á staðnum. Verkefnisstjóri segir unnið að breytingu þannig að hægt verði að greiða fyrir hópa. Hann segir ferlið hafa gengið vel í dag. „Flestir voru búnir að borga fyrirfram, eða allavega meirihutinn og fyrir vikið hafa ekki verið neinar sérstakar biðraðir," segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Samkvæmt tillögunni herðast reglur gagnvart Íslendingum og útlendingum sem búsettir eru hér á landi þó nokkuð. „Þeir sem eru með neikvætt próf við skimun á landamærunum verða beðnir um að fara í sóttkví í fjóra til fimm daga og ef það er neikvætt aftur verður þeim sleppt úr sóttkví," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Hann segir ekki ljóst hversu lengi þetta fyrirkomulag mun vara en ekki er gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir seinna prófið. Gripið er til þessa vegna smita sem hafa komið upp út frá fólki sem mælst hefur neikvætt á landamærum en reynst vera með veiruna. „Þeir sem eru búsettir hér hafa mun meira tengslanet í samfélaginu en aðrir og eru mun líklegri en aðrir til að breiða út smit í samfélaginu," segir hann. Fjögur smit má nú rekja fótboltakonu sem dvaldist í Bandaríkjunum og í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Smitrakningu vegna hennar er ekki lokið en hún er ekki sögð jafn flókin og í máli fótboltakonunnar þar sem fleiri hundruð þurftu í sóttkví. Þórólfur segir hægt að gera ráð fyrir fleiri smitum í samfélaginu. „Við getum ekki alveg gengið út frá því að öll próf sem hafa verið neikvæð séu neikvæð en vonandi eru þau ekki það mörg," segir Þórólfur. Íslendingar munu þurfa fara í nokkurra daga sóttkví eftir að beðið er niðurstöðu úr annarri sýnatöku.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir ekki ljóst hvort búið sé að ná tökum á hópsýkingunni. „Við erum ekki að sjá ný tilfelli út frá þessum hópi sem við höfum verið að greina en það er stuttur tími liðinn og það getur tekið upp undir tvær vikur að sjá árangurinn." Breytt dagskrá á goslokahátíð Almannavanir birtu í dag minnisblað þar sem ítrekað er að enginn samangur eigi að vera á milli fimm hundruð manna sóttvarnarhólfa á samkomum. Víðir segir fjölda ábendinga hafa borist um samgang fólks við veitinga-, eða miðasölu og á salernum á stærri samkomum. Hann vonar að minnisblaðið leiði til breytinga hjá mótshöldurum og skipuleggjendum bæjarhátíða. „Við erum strax farin að sjá það að menn eru að breyta. Goslokahátíðin var að breyta hjá sér dagskrá um komandi helgi og taka af dagskrá viðburð sem þau reiknuðu með að yrði fjölmennur. Ég reikna með að fleiri muni fylgja í kjölfarið," segir hann. Frá og með deginum í dag þarf að greiða fyrir skimun á landamærum, níu þúsund sé bókað fyrir fram en ellefu þúsund á staðnum. Verkefnisstjóri segir unnið að breytingu þannig að hægt verði að greiða fyrir hópa. Hann segir ferlið hafa gengið vel í dag. „Flestir voru búnir að borga fyrirfram, eða allavega meirihutinn og fyrir vikið hafa ekki verið neinar sérstakar biðraðir," segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira