Sancho mun ekki koma í stað Sané Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2020 12:30 Sancho mun ekki ganga aftur í raðir City. Alexandre Simoes/Getty Images Nú er endanlega búið að staðfesta að Leroy Sané, þýski vængmaðurinn í liði Manchester City, mun ganga til liðs við Bayern München í sumar. Pep Guardiola, þjálfari City, hefur gefið út að félagið muni ekki fylla skarð Sané með hinum unga en öfluga Jadon Sancho. City-liðið valtaði yfir nýkrýnda Englandsmeistara Liverpool í gærkvöld, lokatölur í uppgjöri efstu liða Englands 4-0 á Etihad-vellinum. Mörkin voru nálægt því að vera fimm en mark var dæmt af Riyad Mahrez undir lok leiks eftir að boltinn fór í hönd Phil Foden í aðdraganda marksins. Kevin De Bruyne has been directly involved in 28 goals this season - more than any other player in the #PL#MCILIV pic.twitter.com/SWABcGjmUM— Premier League (@premierleague) July 3, 2020 Í leik gærdagsins voru Raheem Sterling og Phil Foden á sitt hvorum vængnum. Þá voru Bernardo Silva og Riyad Mahrez á varamannabekk liðsins en Pep notar þá einnig á öðrum hvorum kantinum. Svo virðist sem þjálfarinn spænski telji sig ekki þurfa fleiri leikmenn í þessar stöður þó svo að félagið ætli sér að versla í sumar. Sancho – leikmaður Borussia Dortmund og einn efnilegasti leikmaður Evrópu – verður líklega á faraldsfæti í sumar og er talið að hann gæti verið á leið til Manchester. Pep hefur þó tekið fyrir að hann muni koma til City. Félagið hefur ekki áhuga á að fjárfesta í leikmanni sem yfirgaf þá fyrir þremur árum. „Hann ákvað að fara, af hverju ætti hann að vilja koma til baka? Við vildum halda honum eins og við vildum halda Phil Foden og Eric Garcia. Hann ákvað, líkt og Leroy [Sané] nú, að fara,“ sagði Guardiola í viðtali í fyrir Liverpool leikinn. Pep stóð heiðursvörð fyrir Englandsmeistara Liverpool en lið hans sýndi þeim litla virðingu á vellinum.Dave Thompson/Getty Images Þó svo að Pep sé ekki tilbúinn að eyða peningum í Sancho eða mögulega aðra vængmenn þá hefur hann viðurkennt að liðið muni þurfa að versla duglega í sumar. Efst á listanum er miðvörður en Pep virðist endanlega hafa fengið nóg af þeim John Stones og Nicolas Otamendi. Eftir sigurinn í gær eru City með 66 stig í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tuttugu stigum á eftir Liverpool. Liðið getur í besta lagi endað með 84 stig fari svo að það vinni alla sex leikina sem eru eftir. Síðustu tvö ár hefur liðið fengið 100 og 98 stig, það er því ljóst að Pep þarf að bæta hópinn töluvert í sumar ætli hann sér aftur með liðið í hæstu hæðir. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lak út í gær en var staðfest í dag Leroy Sane er genginn í raðir þýsku meistaranna í Bayern Munchen frá Manchester City en Sane skrifar undir fimm ára samning við þýska félagið. 3. júlí 2020 08:15 Sané fer loks frá Man City til Bayern í sumar Leroy Sané verður leikmaður Bayern Munich á næstu leiktíð. 30. júní 2020 17:35 Guardiola veit að Sane fer: Elska hann svo mikið en hann vill fara á nýjar slóðir Þýski knattspyrnumaðurinn Leroy Sane er staðráðinn í að yfirgefa Manchester City og hefur hafnað nokkrum tilboðum frá félaginu. Hann hefur verið orðaður við Bayern München síðustu 12 mánuði. 20. júní 2020 07:00 Bayern München bætist í baráttuna um Sancho Bayern München hefur bæst í baráttuna um Jadon Sancho, leikmann Dortmund, en ESPN greinir frá því að nú berjast bæði þýski risinn og Manchester United um vængmanninn knáa. 24. maí 2020 17:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Nú er endanlega búið að staðfesta að Leroy Sané, þýski vængmaðurinn í liði Manchester City, mun ganga til liðs við Bayern München í sumar. Pep Guardiola, þjálfari City, hefur gefið út að félagið muni ekki fylla skarð Sané með hinum unga en öfluga Jadon Sancho. City-liðið valtaði yfir nýkrýnda Englandsmeistara Liverpool í gærkvöld, lokatölur í uppgjöri efstu liða Englands 4-0 á Etihad-vellinum. Mörkin voru nálægt því að vera fimm en mark var dæmt af Riyad Mahrez undir lok leiks eftir að boltinn fór í hönd Phil Foden í aðdraganda marksins. Kevin De Bruyne has been directly involved in 28 goals this season - more than any other player in the #PL#MCILIV pic.twitter.com/SWABcGjmUM— Premier League (@premierleague) July 3, 2020 Í leik gærdagsins voru Raheem Sterling og Phil Foden á sitt hvorum vængnum. Þá voru Bernardo Silva og Riyad Mahrez á varamannabekk liðsins en Pep notar þá einnig á öðrum hvorum kantinum. Svo virðist sem þjálfarinn spænski telji sig ekki þurfa fleiri leikmenn í þessar stöður þó svo að félagið ætli sér að versla í sumar. Sancho – leikmaður Borussia Dortmund og einn efnilegasti leikmaður Evrópu – verður líklega á faraldsfæti í sumar og er talið að hann gæti verið á leið til Manchester. Pep hefur þó tekið fyrir að hann muni koma til City. Félagið hefur ekki áhuga á að fjárfesta í leikmanni sem yfirgaf þá fyrir þremur árum. „Hann ákvað að fara, af hverju ætti hann að vilja koma til baka? Við vildum halda honum eins og við vildum halda Phil Foden og Eric Garcia. Hann ákvað, líkt og Leroy [Sané] nú, að fara,“ sagði Guardiola í viðtali í fyrir Liverpool leikinn. Pep stóð heiðursvörð fyrir Englandsmeistara Liverpool en lið hans sýndi þeim litla virðingu á vellinum.Dave Thompson/Getty Images Þó svo að Pep sé ekki tilbúinn að eyða peningum í Sancho eða mögulega aðra vængmenn þá hefur hann viðurkennt að liðið muni þurfa að versla duglega í sumar. Efst á listanum er miðvörður en Pep virðist endanlega hafa fengið nóg af þeim John Stones og Nicolas Otamendi. Eftir sigurinn í gær eru City með 66 stig í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tuttugu stigum á eftir Liverpool. Liðið getur í besta lagi endað með 84 stig fari svo að það vinni alla sex leikina sem eru eftir. Síðustu tvö ár hefur liðið fengið 100 og 98 stig, það er því ljóst að Pep þarf að bæta hópinn töluvert í sumar ætli hann sér aftur með liðið í hæstu hæðir.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lak út í gær en var staðfest í dag Leroy Sane er genginn í raðir þýsku meistaranna í Bayern Munchen frá Manchester City en Sane skrifar undir fimm ára samning við þýska félagið. 3. júlí 2020 08:15 Sané fer loks frá Man City til Bayern í sumar Leroy Sané verður leikmaður Bayern Munich á næstu leiktíð. 30. júní 2020 17:35 Guardiola veit að Sane fer: Elska hann svo mikið en hann vill fara á nýjar slóðir Þýski knattspyrnumaðurinn Leroy Sane er staðráðinn í að yfirgefa Manchester City og hefur hafnað nokkrum tilboðum frá félaginu. Hann hefur verið orðaður við Bayern München síðustu 12 mánuði. 20. júní 2020 07:00 Bayern München bætist í baráttuna um Sancho Bayern München hefur bæst í baráttuna um Jadon Sancho, leikmann Dortmund, en ESPN greinir frá því að nú berjast bæði þýski risinn og Manchester United um vængmanninn knáa. 24. maí 2020 17:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Lak út í gær en var staðfest í dag Leroy Sane er genginn í raðir þýsku meistaranna í Bayern Munchen frá Manchester City en Sane skrifar undir fimm ára samning við þýska félagið. 3. júlí 2020 08:15
Sané fer loks frá Man City til Bayern í sumar Leroy Sané verður leikmaður Bayern Munich á næstu leiktíð. 30. júní 2020 17:35
Guardiola veit að Sane fer: Elska hann svo mikið en hann vill fara á nýjar slóðir Þýski knattspyrnumaðurinn Leroy Sane er staðráðinn í að yfirgefa Manchester City og hefur hafnað nokkrum tilboðum frá félaginu. Hann hefur verið orðaður við Bayern München síðustu 12 mánuði. 20. júní 2020 07:00
Bayern München bætist í baráttuna um Sancho Bayern München hefur bæst í baráttuna um Jadon Sancho, leikmann Dortmund, en ESPN greinir frá því að nú berjast bæði þýski risinn og Manchester United um vængmanninn knáa. 24. maí 2020 17:00