Markahæsti leikmaður deildarinnar sinnir varnarvinnunni vel til að vinna sig inn í leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2020 13:15 Elín Metta í leik Vals gegn Þórs/KA nýverið. Vísir/Vilhelm Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, mætti í Pepsi Max Mörkin í gær til að ræða gengi Vals og eigin frammistöðu. Sem fyrr er þátturinn í umsjón Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingar gærdagsins voru Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Valur er sem stendur á toppi Pepsi Max deildarinnar með fullt hús stiga, tólf stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur skorað 14 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Elín Metta hefur skorað sjö þessara 14 marka. Er það á pari við væntingar Vals fyrir mót? „Já það mætti segja það. Þetta hefur byrjað mjög vel og fín stemmning í hópnum eftir Covid.“ Leikmenn Vals fagna einu af þeim sex mörkum sem liðið gerði gegn Þór/KA.Vísir „Ég var í góðu símasambandi við Pétur Pétursson [annan af þjálfurum Vals] og hann sparkaði í rassinn á mér,“ sagði Elín og hló þegar Helena spurði hana út í hvernig hún væri í svona góðu formi eftir að ekki mátti æfa sökum kórónufaraldursins. „Við vorum bara allar á mjög góðu prógrami. Jói [Jóhann Emil Elíasson, yfirstyrktarþjálfari Vals] var orðinn mikilvægasti þjálfarinn í miðjum faraldri. Maður gerði samt bara það sama og liðsfélagarnir, út að hlaupa og taka Zoom-fundi,“ sagði Elín einnig. Kórónufaraldurinn stöðvaði alla skipulagða íþróttaiðkun og það reyndist flestum, ef ekki öllum, sem stunda hópíþróttir erfitt. Elín Metta gat vottað fyrir það. „Fyrir mína parta get ég sagt að þetta gaf manni tækifæri til að lýta inn á við og velta fyrir sér hversu mikils virði það er að vera í fótbolta og maður fann það í þessum faraldri. Gott að koma til baka, hitta stelpurnar, fara í klefann og á æfingar.“ Helena nefndi svo það að Margrét Lára hefði yfirgefið Val eftir að titillinn kom í hús en Margrét lagði skóna á hina margrómuðu hillu síðasta haust. Voru samherjar hennar ekkert að þrýsta á hana að halda áfram? „Auðvitað vonaði maður innst inni að hún myndi koma til baka í vetur en þegar Margrét Lára er búin að segja að hún ætli að gera eitthvað þá er ekkert hægt að breyta því,“ sagði Elín og hló. Margrét tók sjálf undir það og hló áður en hún spurði Elínu hvort Pétur væri búinn að breyta um taktík. Margréti finnst Valsliðið koma af miklum krafti inn í fyrri og seinni hálfleik svo hún velti fyrir sér hvort rólyndismaðurinn Pétur Pétursson væri farinn að garga og góla inn í klefa. Pétur Pétursson, annar af þjálfurum Vals, er enn hinn rólegasti inn í klefa þrátt fyrir að Valsliðið mæti vel stemmd inn í alla leiki.Vísir/Vilhelm „Nei, hann er bara sallarólegur inn í klefa. Ég veit ekki alveg hvað þetta er. Eiður (Benedikt Eiríksson, hinn þjálfarið liðsins] er að koma sterkur inn í hálfleik, þeir eru að skipta þessu vel á milli sín.“ Margrét hrósaði svo einnig varnarvinnu Elínar sem er ekki aðeins dugleg við að koma knettinum í netið heldur vinnur hún einnig mikilvæga vinnu sem fremsti varnarmaður liðsins. „Nei alls ekki. Kannski hef ég fundið hjá sjálfri mér að mér finnst gott að koma mér inn í leikinn að vinna svona einfalda hluti. Að vinna varnarvinnuna vel og þá kemur hitt með,“ svaraði Elín að endingu aðspurð hvort Pétur væri að setja aukna pressu á hana til að vinna varnarvinnuna vel. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Rætt við Elínu Mettu Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, mætti í Pepsi Max Mörkin í gær til að ræða gengi Vals og eigin frammistöðu. Sem fyrr er þátturinn í umsjón Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingar gærdagsins voru Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Valur er sem stendur á toppi Pepsi Max deildarinnar með fullt hús stiga, tólf stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur skorað 14 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Elín Metta hefur skorað sjö þessara 14 marka. Er það á pari við væntingar Vals fyrir mót? „Já það mætti segja það. Þetta hefur byrjað mjög vel og fín stemmning í hópnum eftir Covid.“ Leikmenn Vals fagna einu af þeim sex mörkum sem liðið gerði gegn Þór/KA.Vísir „Ég var í góðu símasambandi við Pétur Pétursson [annan af þjálfurum Vals] og hann sparkaði í rassinn á mér,“ sagði Elín og hló þegar Helena spurði hana út í hvernig hún væri í svona góðu formi eftir að ekki mátti æfa sökum kórónufaraldursins. „Við vorum bara allar á mjög góðu prógrami. Jói [Jóhann Emil Elíasson, yfirstyrktarþjálfari Vals] var orðinn mikilvægasti þjálfarinn í miðjum faraldri. Maður gerði samt bara það sama og liðsfélagarnir, út að hlaupa og taka Zoom-fundi,“ sagði Elín einnig. Kórónufaraldurinn stöðvaði alla skipulagða íþróttaiðkun og það reyndist flestum, ef ekki öllum, sem stunda hópíþróttir erfitt. Elín Metta gat vottað fyrir það. „Fyrir mína parta get ég sagt að þetta gaf manni tækifæri til að lýta inn á við og velta fyrir sér hversu mikils virði það er að vera í fótbolta og maður fann það í þessum faraldri. Gott að koma til baka, hitta stelpurnar, fara í klefann og á æfingar.“ Helena nefndi svo það að Margrét Lára hefði yfirgefið Val eftir að titillinn kom í hús en Margrét lagði skóna á hina margrómuðu hillu síðasta haust. Voru samherjar hennar ekkert að þrýsta á hana að halda áfram? „Auðvitað vonaði maður innst inni að hún myndi koma til baka í vetur en þegar Margrét Lára er búin að segja að hún ætli að gera eitthvað þá er ekkert hægt að breyta því,“ sagði Elín og hló. Margrét tók sjálf undir það og hló áður en hún spurði Elínu hvort Pétur væri búinn að breyta um taktík. Margréti finnst Valsliðið koma af miklum krafti inn í fyrri og seinni hálfleik svo hún velti fyrir sér hvort rólyndismaðurinn Pétur Pétursson væri farinn að garga og góla inn í klefa. Pétur Pétursson, annar af þjálfurum Vals, er enn hinn rólegasti inn í klefa þrátt fyrir að Valsliðið mæti vel stemmd inn í alla leiki.Vísir/Vilhelm „Nei, hann er bara sallarólegur inn í klefa. Ég veit ekki alveg hvað þetta er. Eiður (Benedikt Eiríksson, hinn þjálfarið liðsins] er að koma sterkur inn í hálfleik, þeir eru að skipta þessu vel á milli sín.“ Margrét hrósaði svo einnig varnarvinnu Elínar sem er ekki aðeins dugleg við að koma knettinum í netið heldur vinnur hún einnig mikilvæga vinnu sem fremsti varnarmaður liðsins. „Nei alls ekki. Kannski hef ég fundið hjá sjálfri mér að mér finnst gott að koma mér inn í leikinn að vinna svona einfalda hluti. Að vinna varnarvinnuna vel og þá kemur hitt með,“ svaraði Elín að endingu aðspurð hvort Pétur væri að setja aukna pressu á hana til að vinna varnarvinnuna vel. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Rætt við Elínu Mettu
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira