Grindverk Kalla í Pelsinum ekki lengur í vegi fyrir vegfarendum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2020 12:23 Búið er að opna fyrir gangandi umferð á svæðinu. Vísir/Helga/Baldur Búið er að opna fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur.Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, lokaði með grindverki fyrir svæðið síðastliðið sumar. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að kveðið hafi verið á um gangandi umferð um svæðið í deiliskipulagi borgarinnar á sínum tíma hafi það ekki haft lögformlegt gildi, þar sem láðist að þinglýsa skipulaginu. Því hafi lóðarhafi verið í fullum rétti til þess að loka fyrir umferð. Nú sé hins vegar búið að ganga frá breytingu á deiliskipulaginu, þar sem lóðarhafi hafi óskað eftir því að fá að bæta við svölum á byggingu sína við svæðið. Í leiðinni hafi verið ákveðið að setja inn kvöð um gangandi umferð. „Að því loknu er þetta klárað og þinglýst. Þá gátum við þinglýst kvöðinni í leiðinni. Þá erum við sem sveitarfélag komin með hald í að tryggja þessa leið. Sem ég held að sé bara bót í máli fyrir alla aðila.“ Hún segir um sameiginlega lendingu í málinu að ræða, og að aðilar séu sáttir. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Stundum þarf bara aðeins að setjast niður, tala saman og sjá einhverja sameiginlega leið. Við viljum að sjálfsögðu hafa blómlega starfsemi í þessum húsum og þau séu nýtt og fá gangandi umferð. Við teljum að það sé til hagsbóta fyrir fólk í borginni en líka fyrir þessa starfsemi. Það þýðir bara meiri verslun og betra svæði, þannig þegar þetta náðist, þetta samtal og þessi sameiginlega niðurstaða þá var þetta ekkert mál,“ segir Sigurborg. Hún segir borgaryfirvöld hafa lagt áherslu á að halda í göngutenginguna á svæðinu, sem eins og áður segir tengir saman Vesturgötu og Tryggvagötu. Hún segir tenginguna skipta miklu máli fyrir gangandi umferð. Samgöngur Reykjavík Skipulag Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Sjá meira
Búið er að opna fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur.Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, lokaði með grindverki fyrir svæðið síðastliðið sumar. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að kveðið hafi verið á um gangandi umferð um svæðið í deiliskipulagi borgarinnar á sínum tíma hafi það ekki haft lögformlegt gildi, þar sem láðist að þinglýsa skipulaginu. Því hafi lóðarhafi verið í fullum rétti til þess að loka fyrir umferð. Nú sé hins vegar búið að ganga frá breytingu á deiliskipulaginu, þar sem lóðarhafi hafi óskað eftir því að fá að bæta við svölum á byggingu sína við svæðið. Í leiðinni hafi verið ákveðið að setja inn kvöð um gangandi umferð. „Að því loknu er þetta klárað og þinglýst. Þá gátum við þinglýst kvöðinni í leiðinni. Þá erum við sem sveitarfélag komin með hald í að tryggja þessa leið. Sem ég held að sé bara bót í máli fyrir alla aðila.“ Hún segir um sameiginlega lendingu í málinu að ræða, og að aðilar séu sáttir. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Stundum þarf bara aðeins að setjast niður, tala saman og sjá einhverja sameiginlega leið. Við viljum að sjálfsögðu hafa blómlega starfsemi í þessum húsum og þau séu nýtt og fá gangandi umferð. Við teljum að það sé til hagsbóta fyrir fólk í borginni en líka fyrir þessa starfsemi. Það þýðir bara meiri verslun og betra svæði, þannig þegar þetta náðist, þetta samtal og þessi sameiginlega niðurstaða þá var þetta ekkert mál,“ segir Sigurborg. Hún segir borgaryfirvöld hafa lagt áherslu á að halda í göngutenginguna á svæðinu, sem eins og áður segir tengir saman Vesturgötu og Tryggvagötu. Hún segir tenginguna skipta miklu máli fyrir gangandi umferð.
Samgöngur Reykjavík Skipulag Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Sjá meira