Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. júlí 2020 14:19 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 239 sérfræðingar sendu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, bréf þess efnis að gögn bendi til að smærri agnir geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Fram að þessu hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að kórónuveiran, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, berist á milli fólks með svokölluðu snerti- eða dropasmiti, til dæmist þegar smitað fólk hóstar, hnerrar eða talar. Smitið berist þegar fólk komist í snertingu við mengaðan hlut eða fær á sig dropa frá smituðum einstakling. Vísindamennirnir 239 sem koma frá 32 löndum vara við því að gögn bendi til að veiran geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. WHO þurfi að endurmeta leiðbeiningar sínar vegna þess. Vísindamennirnir hyggjast birta grein um álit sitt í vísindariti í næstu viku, að sögn New York Times. Yfirmaður smitvarna hjá WHO efast þá ályktun að veiran berist með lofti. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fundi WHO í Sviss vegna kórónuveirunnar. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa verið sein að taka við nýjum upplýsingum um kórónuveirunar.EPA-EFE/FABRICE COFFRINI Þá hafa margir bent á að stofnunin hafi í faraldrinum verið svifasein og haldið fast í ályktanir sínar þrátt fyrir að nýir hlutir hafi verið komnir í ljós. Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að aðstæður í þeim löndum sem þar sem faraldurinn breiðist hvað hraðast út séu allt aðrar en hér á landi. Hann segir jafnframt að þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst hér á landi hafi komið upp smit sem hafi mögulega borist með lofti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 5. júlí 2020 20:45 Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59 Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. 3. júlí 2020 06:17 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 239 sérfræðingar sendu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, bréf þess efnis að gögn bendi til að smærri agnir geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Fram að þessu hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að kórónuveiran, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, berist á milli fólks með svokölluðu snerti- eða dropasmiti, til dæmist þegar smitað fólk hóstar, hnerrar eða talar. Smitið berist þegar fólk komist í snertingu við mengaðan hlut eða fær á sig dropa frá smituðum einstakling. Vísindamennirnir 239 sem koma frá 32 löndum vara við því að gögn bendi til að veiran geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. WHO þurfi að endurmeta leiðbeiningar sínar vegna þess. Vísindamennirnir hyggjast birta grein um álit sitt í vísindariti í næstu viku, að sögn New York Times. Yfirmaður smitvarna hjá WHO efast þá ályktun að veiran berist með lofti. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fundi WHO í Sviss vegna kórónuveirunnar. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa verið sein að taka við nýjum upplýsingum um kórónuveirunar.EPA-EFE/FABRICE COFFRINI Þá hafa margir bent á að stofnunin hafi í faraldrinum verið svifasein og haldið fast í ályktanir sínar þrátt fyrir að nýir hlutir hafi verið komnir í ljós. Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að aðstæður í þeim löndum sem þar sem faraldurinn breiðist hvað hraðast út séu allt aðrar en hér á landi. Hann segir jafnframt að þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst hér á landi hafi komið upp smit sem hafi mögulega borist með lofti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 5. júlí 2020 20:45 Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59 Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. 3. júlí 2020 06:17 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 5. júlí 2020 20:45
Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59
Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. 3. júlí 2020 06:17