Munu Manchester-liðin berjast um sömu leikmennina í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2020 23:00 Koulibaly virðist vera á leiðinni til Manchester-borgar. Matteo Ciambelli/Getty Images Talið er að Manchester United og nágrannar þeirra í Manchester City muni berjast um sömu bitana er leikmannamarkaðurinn opnar í sumar. Miguel Delaney hjá The Independent hefur það eftir öruggum heimildum að bæði Manchester-liðin séu að leita sér að miðverði. Reyndar þarf engan doktor til að segja þeim sem fylgjast með enska boltanum að Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola væru til í að fjárfesta í varnarmanni í sumar. Samkvæmt Delaney eru tveir leikmenn á óskalista beggja liða, sömu tveir leikmennirnir. Kalidou Koulibaly, varnarmaður Napoli, og Milan Skriniar, varnarmaður Inter Milan. City and United set for battle over centre-halveshttps://t.co/ti1CSyhyxO— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) July 6, 2020 Þörf City á miðverði er brýnni en United. Liðið hefur ekki enn fyllt skarð Vincent Kompany og það virðist sem dagar bæði Nicolas Otamendi og John Stones séu taldir. Svo virðist sem Pep hafi komist að þeirri niðurstöðu að Koulibaly sé maðurinn sem gæti leyst varnarvandræði liðsins. Koulibaly verður orðinn þrítugur þegar næsta tímabil fer af stað og leikmaðurinn því að renna út á tíma hvað varðar félagaskipti til stórliðs í Evrópu. Fæst stórlið vilja fjárfesta í leikmönnum yfir þrítugt og mögulega vill Senegalinn nýja áskorun eftir að hafa verið í herbúðum Napoli frá 2014. Skriniar - sem er aðeins 25 ára gamall - gæti þó reynst ódýrari kostur fyrir City-liðið. Ástæðan er einfaldlega sú að ef Inter missir Lautaro Martinez - argentíska framherja liðsins - þá vill Antonio Conte, þjálfari liðsins, fylla upp í skarðið með öðrum Argentínumanni, Sergio Aguero. Mögulegt Evrópubann City mun svo að öllum líkindum hafa áhrif á hvaða leikmenn liðið fær til sín eða selur í sumar. City áfrýjaði upprunalega dómnum sem átti að banna liðinu að taka þátt í leikjum á vegum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, til tveggja ára. Ekki er víst hvenær lokaniðurstaða fæst í málinu. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, er enn að velta fyrir sér hvernig best sé að nýta það fjármagn sem honum stendur til boða. Það virðist sem félagið eigi í góðu sambandi við Inter en alls hafa þrír leikmenn United fært sig frá Manchester-borg til Mílanó á síðustu tólf mánuðum. Inter keypti þá Romelu Lukaku og Ashley Young ásamt því að fá Alexis Sanchez á láni. Sá síðastnefndi gæti verið notaður sem skiptimynt í kaupunum á Skriniar. Skriniar í baráttunni við Cristiano Ronaldo í leik Juventus og Inter Milan á leiktíðinni.Claudio Villa/Getty Images Einnig spila mögulegar sölur á mönnum á borð við Phil Jones og Chris Smalling inn í hvort enska félagið geti borgað uppsett verð. Talið er nær öruggt að Smalling gangi til liðs við Roma þegar lánssamningur hans við félagið rennur út. Þá vonast forráðamenn United að Steve Bruce bjargi þeim enn á ný með því að fjárfesta í leikmönnum sem enginn vill. Þannig gæti farið svo að Jones verði leikmaður Newcastle United í sumar. Fari svo að United hafi ekki efni á leikmönnunum eða þeir velji báðir að semja við City er talið að liðið muni reyna fá Joe Rodon hjá Swansea City eða Dayot Upamecano hjá RB Leipzig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Talið er að Manchester United og nágrannar þeirra í Manchester City muni berjast um sömu bitana er leikmannamarkaðurinn opnar í sumar. Miguel Delaney hjá The Independent hefur það eftir öruggum heimildum að bæði Manchester-liðin séu að leita sér að miðverði. Reyndar þarf engan doktor til að segja þeim sem fylgjast með enska boltanum að Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola væru til í að fjárfesta í varnarmanni í sumar. Samkvæmt Delaney eru tveir leikmenn á óskalista beggja liða, sömu tveir leikmennirnir. Kalidou Koulibaly, varnarmaður Napoli, og Milan Skriniar, varnarmaður Inter Milan. City and United set for battle over centre-halveshttps://t.co/ti1CSyhyxO— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) July 6, 2020 Þörf City á miðverði er brýnni en United. Liðið hefur ekki enn fyllt skarð Vincent Kompany og það virðist sem dagar bæði Nicolas Otamendi og John Stones séu taldir. Svo virðist sem Pep hafi komist að þeirri niðurstöðu að Koulibaly sé maðurinn sem gæti leyst varnarvandræði liðsins. Koulibaly verður orðinn þrítugur þegar næsta tímabil fer af stað og leikmaðurinn því að renna út á tíma hvað varðar félagaskipti til stórliðs í Evrópu. Fæst stórlið vilja fjárfesta í leikmönnum yfir þrítugt og mögulega vill Senegalinn nýja áskorun eftir að hafa verið í herbúðum Napoli frá 2014. Skriniar - sem er aðeins 25 ára gamall - gæti þó reynst ódýrari kostur fyrir City-liðið. Ástæðan er einfaldlega sú að ef Inter missir Lautaro Martinez - argentíska framherja liðsins - þá vill Antonio Conte, þjálfari liðsins, fylla upp í skarðið með öðrum Argentínumanni, Sergio Aguero. Mögulegt Evrópubann City mun svo að öllum líkindum hafa áhrif á hvaða leikmenn liðið fær til sín eða selur í sumar. City áfrýjaði upprunalega dómnum sem átti að banna liðinu að taka þátt í leikjum á vegum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, til tveggja ára. Ekki er víst hvenær lokaniðurstaða fæst í málinu. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, er enn að velta fyrir sér hvernig best sé að nýta það fjármagn sem honum stendur til boða. Það virðist sem félagið eigi í góðu sambandi við Inter en alls hafa þrír leikmenn United fært sig frá Manchester-borg til Mílanó á síðustu tólf mánuðum. Inter keypti þá Romelu Lukaku og Ashley Young ásamt því að fá Alexis Sanchez á láni. Sá síðastnefndi gæti verið notaður sem skiptimynt í kaupunum á Skriniar. Skriniar í baráttunni við Cristiano Ronaldo í leik Juventus og Inter Milan á leiktíðinni.Claudio Villa/Getty Images Einnig spila mögulegar sölur á mönnum á borð við Phil Jones og Chris Smalling inn í hvort enska félagið geti borgað uppsett verð. Talið er nær öruggt að Smalling gangi til liðs við Roma þegar lánssamningur hans við félagið rennur út. Þá vonast forráðamenn United að Steve Bruce bjargi þeim enn á ný með því að fjárfesta í leikmönnum sem enginn vill. Þannig gæti farið svo að Jones verði leikmaður Newcastle United í sumar. Fari svo að United hafi ekki efni á leikmönnunum eða þeir velji báðir að semja við City er talið að liðið muni reyna fá Joe Rodon hjá Swansea City eða Dayot Upamecano hjá RB Leipzig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira