Ræður fólkið eða flokkurinn? Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 7. júlí 2020 08:00 Það ættu í sjálfu sér ekki að vera nein tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi metnað til að einkavæða opinbera innviði. Það er heldur ekkert sérstaklega óvænt að „fordæmalausar aðstæður“ skulu vera notaðar til þess að svala þessum metnaði. Eigum við að segja að þetta sé eftir bókinni þegar kemur að flokknum. Þetta er í eðli hans. Um sístætt eðli má einnig lesa í dæmisögunni um skjaldbökuna og sporðdrekann. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og loforð gat sporðdrekinn ekki annað en stungið skjaldbökuna þegar að bakkanum kom, eftir að hafa þegið ferð yfir sundið á baki skjaldbökunnar. Það er í eðli hans. Sýndarlýðræði bæjarstjórans Það sem er rislítið í þessu öllu er að kannast ekki við þennan metnað, já eða boða ekki þessa hugmyndafræði, í samtali við kjósendur. Í aðdraganda kosninga þykist flokkurinn standa fyrir velferð, gagnsæi og heiðarleg vinnubrögð. Sem er auðvitað ekki skrítið; eftir þessu er ítrekað kallað af hálfu kjósenda. Svo. Það þarf að láta til skrarar skríða þegar meirihlutanum er náð. Eða eins og bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði ræddi í morgunútvarpi Rásar 2, föstudaginn 2. júlí og gæti útlagst svona: við erum með meirihluta, við náum því fram sem við viljum. Þarna lýsir bæjarstjórinn þeirri sannfæringu sinni að samráð við bæjarfulltrúa hafi ekki verið nauðsynlegt í aðdraganda þess að Kvika banki var fenginn til að halda utan um einkavæðingu eignarhluta Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarstjórinn var búinn að telja sig öruggan með puttunum. Samtal við bæjarbúa er óþarft, samtal við bæjarfulltrúa er óþarft – það eina sem þarf er einfaldur meirihluti til að staðfesta það sem löngu er búið að ákveða. Einhverjum gæti hér flogið í hug orðið sýndarlýðræði. Áhugasamir eru hvattir til að hlusta á viðtalið. Það er merkilegt að hlusta á bæjarstjórann lýsa því einlægt og umbúðalaust þegar hún fékk óvænta hugmynd í miðju COVID – kannski væri bara sniðugt að selja. Svo var farið af stað. Einhvern veginn er þessi lýsing bæjarstjórans hin fullkomna játning á lýðræðisfúski. Bæjarstjóri er leiðtogi allra bæjarbúa Í einfaldri framsetningu er málið svona: einkavæðing eignarhlutar bæjarbúa í HS Veitum er stórpólítískt hagsmunamál allra Hafnfirðinga sem fékk enga umræðu í aðdraganda kosninga. Því hafa kjörnir fulltrúar hvorki umboð né upplýsta umræðu frá íbúum Hafnarfjarðar til að selja hlutinn. Það er þarna sem bæjarstjóri Sjálfstæðismanna misnotar lýðræðið í stað þess að virða það og virkja. Kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði er rödd fólksins í Hafnarfirði, framkvæmir vilja þess og ber fram upplýsta og vel ígrundaða framtíðarsýn kjósenda. Komi upp mál á kjörtímabilinu sem enga umræðu fékk í aðdraganda kosninga, og er eins umdeilt og fyrirhuguð einkavæðing HS Veitna, er það siðferðisleg skylda stjórnenda að spyrja bæjarbúa álits áður en ákvörðun er tekin. Sveitarfélög eru samsett af fólki – ekki stjórnmálaflokkum. Í því ljósi skal skoða þá grundvallarreglu að bæjarstjóri er ekki flokksfyrirliði sem vann innanfélagsmót. Bæjarstjóri er leiðtogi allra íbúa sveitarfélagsins. Hafnfirðingum er bent á að nú stendur yfir undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúakosningu um fyrirhugaða sölu á hlut bæjarbúa í HS Veitum. Höfundur er áhugamaður um íbúalýðræði í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Hafnarfjörður Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Það ættu í sjálfu sér ekki að vera nein tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi metnað til að einkavæða opinbera innviði. Það er heldur ekkert sérstaklega óvænt að „fordæmalausar aðstæður“ skulu vera notaðar til þess að svala þessum metnaði. Eigum við að segja að þetta sé eftir bókinni þegar kemur að flokknum. Þetta er í eðli hans. Um sístætt eðli má einnig lesa í dæmisögunni um skjaldbökuna og sporðdrekann. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og loforð gat sporðdrekinn ekki annað en stungið skjaldbökuna þegar að bakkanum kom, eftir að hafa þegið ferð yfir sundið á baki skjaldbökunnar. Það er í eðli hans. Sýndarlýðræði bæjarstjórans Það sem er rislítið í þessu öllu er að kannast ekki við þennan metnað, já eða boða ekki þessa hugmyndafræði, í samtali við kjósendur. Í aðdraganda kosninga þykist flokkurinn standa fyrir velferð, gagnsæi og heiðarleg vinnubrögð. Sem er auðvitað ekki skrítið; eftir þessu er ítrekað kallað af hálfu kjósenda. Svo. Það þarf að láta til skrarar skríða þegar meirihlutanum er náð. Eða eins og bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði ræddi í morgunútvarpi Rásar 2, föstudaginn 2. júlí og gæti útlagst svona: við erum með meirihluta, við náum því fram sem við viljum. Þarna lýsir bæjarstjórinn þeirri sannfæringu sinni að samráð við bæjarfulltrúa hafi ekki verið nauðsynlegt í aðdraganda þess að Kvika banki var fenginn til að halda utan um einkavæðingu eignarhluta Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarstjórinn var búinn að telja sig öruggan með puttunum. Samtal við bæjarbúa er óþarft, samtal við bæjarfulltrúa er óþarft – það eina sem þarf er einfaldur meirihluti til að staðfesta það sem löngu er búið að ákveða. Einhverjum gæti hér flogið í hug orðið sýndarlýðræði. Áhugasamir eru hvattir til að hlusta á viðtalið. Það er merkilegt að hlusta á bæjarstjórann lýsa því einlægt og umbúðalaust þegar hún fékk óvænta hugmynd í miðju COVID – kannski væri bara sniðugt að selja. Svo var farið af stað. Einhvern veginn er þessi lýsing bæjarstjórans hin fullkomna játning á lýðræðisfúski. Bæjarstjóri er leiðtogi allra bæjarbúa Í einfaldri framsetningu er málið svona: einkavæðing eignarhlutar bæjarbúa í HS Veitum er stórpólítískt hagsmunamál allra Hafnfirðinga sem fékk enga umræðu í aðdraganda kosninga. Því hafa kjörnir fulltrúar hvorki umboð né upplýsta umræðu frá íbúum Hafnarfjarðar til að selja hlutinn. Það er þarna sem bæjarstjóri Sjálfstæðismanna misnotar lýðræðið í stað þess að virða það og virkja. Kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði er rödd fólksins í Hafnarfirði, framkvæmir vilja þess og ber fram upplýsta og vel ígrundaða framtíðarsýn kjósenda. Komi upp mál á kjörtímabilinu sem enga umræðu fékk í aðdraganda kosninga, og er eins umdeilt og fyrirhuguð einkavæðing HS Veitna, er það siðferðisleg skylda stjórnenda að spyrja bæjarbúa álits áður en ákvörðun er tekin. Sveitarfélög eru samsett af fólki – ekki stjórnmálaflokkum. Í því ljósi skal skoða þá grundvallarreglu að bæjarstjóri er ekki flokksfyrirliði sem vann innanfélagsmót. Bæjarstjóri er leiðtogi allra íbúa sveitarfélagsins. Hafnfirðingum er bent á að nú stendur yfir undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúakosningu um fyrirhugaða sölu á hlut bæjarbúa í HS Veitum. Höfundur er áhugamaður um íbúalýðræði í Hafnarfirði.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar