Hvað gera stjörnur Liverpool í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 07:00 Verða þessir leikmenn enn í herbúðum Englandsmeistara Liverpool á næstu leiktíð? Vísir/Getty Tímabilið í ár og það síðasta hafa verið ævintýri líkust hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Liðið lék stórkostlega á nær öllum vígstöðvum á síðustu leiktíð, rétt varð af Englandsmeistaratitlinum en vann Meistaradeild Evrópu. Á þessu tímabili tókst liðinu svo hið óhugsandi. Eftir þrjátíu ára bið varð liðið loks Englandsmeistari. Loks vann það ensku úrvalsdeildina. Loksins var liðið komið á þann stall sem stuðningsmenn liðsins hafa talið það vera á sama hvort David N´Gog eða Neil Mellor hafi verið í fremstu víglínu. En getur þetta magnaða gengi haldið áfram? Verða önnur topplið deildarinnar jafn slök á næsta tímabili og mun Liverpool halda öllum sínum bestu leikmönnum? Tony Evans hjá The Independent segir að orðrómar þess efnis að það gæti reynst félaginu þrautin þyngri að halda í núverandi leikmannahóp séu farnir á kreik. Liðið er búið að vinna bæði Meistaradeild og ensku deildina, mögulega vilja leikmenn nýjar áskoranir eða þykkara veski. Í þessu samhengi eru það helst spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona sem eru nefnd til sögunnar. Þau hafa verið dugleg að fjárfesta í bestu leikmönnum ensku deildarinnar. Eden Hazard fór frá Chelsea til Real Madrid síðasta sumar og þá hafa bæði Philippe Coutinho og Luis Suarez fært sig um set frá Liverpool til Barcelona. Ef við horfum á þetta með hlutlausum gleraugum þá heillar það alltaf meira að búa í Katalóníu eða Madríd heldur en Liverpool-borg. Þá gætu stórliðin á Spáni mögulega tvöfaldað laun leikmanna Liverpool. Senegalinn Sadio Mané er talinn efst á óskalista Real Madrid. Zinedine Zidane myndi bjóða Mané velkominn á Bernabeu með opnum örmum. Mohamed Salah er eðlilega eftirsóttur af öllum stórliðum Evrópu og Trent Alexander-Arnold - eini leikmaður Liverpool sem hefur alvöru tengingu við borgina – gæti styrkt hvaða lið sem er. Verður Sadio Mané í hvítu á næstu leiktíð?EPA-EFE/Laurence Griffiths Evans bendir á að mikið af þessum orðrómum gætu verið byggðir á öfund. Keppinautar Liverpool, á Englandi sem og í Evrópu, munu gera hvað sem er til að orsaka sundrung í búningsklefa Liverpool. Þjóðverjinn Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, mun eflaust gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda sínum bestu leikmönnum. Það getur reynst þrautin þyngri þegar Börsungar og Real Madrid bjóða gull og græna skóga. Klopp getur hins vegar alltaf bent mönnum á að Coutinho hafi tekið þá ákvörðun að færa sig af Anfield yfir á Camp Nou. Það þarf ekkert að fara yfir það hvernig þau skipti hafa gengið en Brassinn var á láni hjá Bayern München í vetur. Hvar hann mun spila á næstu leiktíð er enn óráðið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Tímabilið í ár og það síðasta hafa verið ævintýri líkust hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Liðið lék stórkostlega á nær öllum vígstöðvum á síðustu leiktíð, rétt varð af Englandsmeistaratitlinum en vann Meistaradeild Evrópu. Á þessu tímabili tókst liðinu svo hið óhugsandi. Eftir þrjátíu ára bið varð liðið loks Englandsmeistari. Loks vann það ensku úrvalsdeildina. Loksins var liðið komið á þann stall sem stuðningsmenn liðsins hafa talið það vera á sama hvort David N´Gog eða Neil Mellor hafi verið í fremstu víglínu. En getur þetta magnaða gengi haldið áfram? Verða önnur topplið deildarinnar jafn slök á næsta tímabili og mun Liverpool halda öllum sínum bestu leikmönnum? Tony Evans hjá The Independent segir að orðrómar þess efnis að það gæti reynst félaginu þrautin þyngri að halda í núverandi leikmannahóp séu farnir á kreik. Liðið er búið að vinna bæði Meistaradeild og ensku deildina, mögulega vilja leikmenn nýjar áskoranir eða þykkara veski. Í þessu samhengi eru það helst spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona sem eru nefnd til sögunnar. Þau hafa verið dugleg að fjárfesta í bestu leikmönnum ensku deildarinnar. Eden Hazard fór frá Chelsea til Real Madrid síðasta sumar og þá hafa bæði Philippe Coutinho og Luis Suarez fært sig um set frá Liverpool til Barcelona. Ef við horfum á þetta með hlutlausum gleraugum þá heillar það alltaf meira að búa í Katalóníu eða Madríd heldur en Liverpool-borg. Þá gætu stórliðin á Spáni mögulega tvöfaldað laun leikmanna Liverpool. Senegalinn Sadio Mané er talinn efst á óskalista Real Madrid. Zinedine Zidane myndi bjóða Mané velkominn á Bernabeu með opnum örmum. Mohamed Salah er eðlilega eftirsóttur af öllum stórliðum Evrópu og Trent Alexander-Arnold - eini leikmaður Liverpool sem hefur alvöru tengingu við borgina – gæti styrkt hvaða lið sem er. Verður Sadio Mané í hvítu á næstu leiktíð?EPA-EFE/Laurence Griffiths Evans bendir á að mikið af þessum orðrómum gætu verið byggðir á öfund. Keppinautar Liverpool, á Englandi sem og í Evrópu, munu gera hvað sem er til að orsaka sundrung í búningsklefa Liverpool. Þjóðverjinn Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, mun eflaust gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda sínum bestu leikmönnum. Það getur reynst þrautin þyngri þegar Börsungar og Real Madrid bjóða gull og græna skóga. Klopp getur hins vegar alltaf bent mönnum á að Coutinho hafi tekið þá ákvörðun að færa sig af Anfield yfir á Camp Nou. Það þarf ekkert að fara yfir það hvernig þau skipti hafa gengið en Brassinn var á láni hjá Bayern München í vetur. Hvar hann mun spila á næstu leiktíð er enn óráðið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira