Martin: „Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga“ Ísak Hallmundarson skrifar 7. júlí 2020 19:30 Martin Hermansson varð tvöfaldur meistari með Alba Berlín á nýafstaðinni leiktíð og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann segir mikla vinnu liggja að baki þeim árangri sem hann hefur náð á sínum ferli. „Ekki bara einhver vinna sem gerðist síðasta sumar, þetta er búin að vera þrotlaus vinna síðan maður var sex ára liggur við. Maður vissi snemma hvert maður ætlaði og hefur fórnað og lagt mjög mikið á sig til að vera á þessum stað í dag. Mér finnst þetta enn þá bara vera byrjunin. Mér finnst ég ekki einu sinni hálfnaður þannig vonandi er enn þá bjartara framundan.“ Martin hefur verið orðaður við stórlið eins og Barcelona og Real Madrid og liggur nú undir feldi. „Það gæti verið að þegar ég vakna á morgun verði ég búinn að ákveða hvert ég fer. Síminn er búinn að vera mjög heitur síðustu tvo, þrjá daga. Þetta gerist rosalega hratt, lið úti vilja fá svör af því þeim finnst auðvitað erfitt að bíða og þurfa að vera með annað plan ef þetta virkar ekki. Ég býst við því þess vegna á næstu klukkutímum að ég viti hvar ég verð á næsta tímabili.“ Hann segist hafa verið ánægður í Berlín og þeir sömuleiðis ánægðir með hann en hann þurfi líka að hugsa um næstu skref á ferlinum. „Þetta er búið að taka mörg ár að byggja, sérstaklega sem lítill íslenskur körfuboltamaður í þessum stóra heimi, það er ekki auðvelt að vera Íslendingur í körfuboltaheiminum. Við erum ekki rosalega hátt skrifuð körfuboltaþjóð. Vonandi er maður að opna enn þá fleiri dyr fyrir unga Íslendinga og þeir sjái að þetta sé hægt þó þú sért ekki stærstur eða sterkastur, hoppar ekki hæst eða hleypur hraðast. Með mikilli vinnu og að finna leiðir þá geturu náð langt.“ „Það er rosalega skrýtið að þessar dyr séu orðnar opnar sem voru svo langt í burtu fyrir nokkrum árum. Þegar ég skrifaði undir minn fyrsta atvinnumannasamning í annarri deildinni í Frakklandi, þá voru ekki margir tilbúnir að stökkva á litla Íslendinginn. Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga held ég, ég á fleiri sokka vonandi í hillunni,“ sagði Martin að lokum. Allt viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Martin má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Þýski körfuboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Martin Hermansson varð tvöfaldur meistari með Alba Berlín á nýafstaðinni leiktíð og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann segir mikla vinnu liggja að baki þeim árangri sem hann hefur náð á sínum ferli. „Ekki bara einhver vinna sem gerðist síðasta sumar, þetta er búin að vera þrotlaus vinna síðan maður var sex ára liggur við. Maður vissi snemma hvert maður ætlaði og hefur fórnað og lagt mjög mikið á sig til að vera á þessum stað í dag. Mér finnst þetta enn þá bara vera byrjunin. Mér finnst ég ekki einu sinni hálfnaður þannig vonandi er enn þá bjartara framundan.“ Martin hefur verið orðaður við stórlið eins og Barcelona og Real Madrid og liggur nú undir feldi. „Það gæti verið að þegar ég vakna á morgun verði ég búinn að ákveða hvert ég fer. Síminn er búinn að vera mjög heitur síðustu tvo, þrjá daga. Þetta gerist rosalega hratt, lið úti vilja fá svör af því þeim finnst auðvitað erfitt að bíða og þurfa að vera með annað plan ef þetta virkar ekki. Ég býst við því þess vegna á næstu klukkutímum að ég viti hvar ég verð á næsta tímabili.“ Hann segist hafa verið ánægður í Berlín og þeir sömuleiðis ánægðir með hann en hann þurfi líka að hugsa um næstu skref á ferlinum. „Þetta er búið að taka mörg ár að byggja, sérstaklega sem lítill íslenskur körfuboltamaður í þessum stóra heimi, það er ekki auðvelt að vera Íslendingur í körfuboltaheiminum. Við erum ekki rosalega hátt skrifuð körfuboltaþjóð. Vonandi er maður að opna enn þá fleiri dyr fyrir unga Íslendinga og þeir sjái að þetta sé hægt þó þú sért ekki stærstur eða sterkastur, hoppar ekki hæst eða hleypur hraðast. Með mikilli vinnu og að finna leiðir þá geturu náð langt.“ „Það er rosalega skrýtið að þessar dyr séu orðnar opnar sem voru svo langt í burtu fyrir nokkrum árum. Þegar ég skrifaði undir minn fyrsta atvinnumannasamning í annarri deildinni í Frakklandi, þá voru ekki margir tilbúnir að stökkva á litla Íslendinginn. Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga held ég, ég á fleiri sokka vonandi í hillunni,“ sagði Martin að lokum. Allt viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Martin má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Þýski körfuboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira