Opið bréf til dómsmálaráðherra Logi Einarsson skrifar 9. júlí 2020 12:00 Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. Í fyrsta lagi hefur fangelsið þótt gott og starfsfólkið rómað fyrir vinnu sína; hér er því um að ræða mikilvægt betrunarúrræði. Í öðru lagi er þetta skerðing á réttindum fanga sem þurfa nú frekar að afplána fjarri fjölskyldum sínum, þeim og ástvinum þeirra til tjóns. Í þriðja lagi á ég erfitt að sjá að ákvörðunin samrýmist stefnu ríkisstjórnarinnar um fjölgun starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Í fjórða lagi er ég fullviss um að þetta veikir löggæslu á svæðinu, ef ekki kemur aukið fé til hennar. Í ljósi þessa velti ég því fyrir mér hvort horft hefur verið nógu heildstætt á rekstarleg áhrif ríkissjóðs af þessari breytingu. Slíka skerðingu á mikilvægum samfélagslegum innviðum svæðisins munu íbúar þess ekki sætta sig við. Hér að neðan er örlítið dæmi um hvað þessi breyting mun hafa í för með sér strax um næstu mánaðarmót. Samkvæmt mínum upplýsingum eru, fyrir utan þá 10 fanga sem afplána í fangelsinu á Akureyri, að meðaltali hátt í 300 vistanir á ári, t.d. vegna handtöku við rannsóknir mála eða fólk sem þarf að sofa úr sér. Sumir í mjög slæmu ástandi. Í þessari tölu eru ekki gæsluvarðhaldsfangar. Samlegðaráhrifin eru augljós. Hingað til hefur það verið þannig að tveir fangaverðir á dagvakt hafa sinnt fangavörslu, og þá líka fyrir lögregluna, en næturvakt hefur verið sinnt af einum fangaverði sem hefur stuðning eins lögreglumanns. Ef fangelsinu verður lokað munu tveir af fimm lögregluþjónum á vakt á Akureyri hverju sinni verða fastir við fangavörslu u.þ.b. 300 daga á ári. Og aðeins þrír lögreglumenn sinna öllu eftirliti og útkallslöggæslu á þessu svæði en lögreglan á Akureyri sinnir líka Grenivík, Svalbarðseyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og sveitunum og þjóðveginum þar í kring. Þá verður starfsstöðin á Akureyri orðin vanmáttug til að styðja við aðrar starfsstöðvar í embættinu. Loks mun þurfa að flytja gæsluvarðhaldsfanga til Reykjavíkur, ef fangelsinu verður lokað, stundum nokkra í einu í sama máli. Tveir lögreglumenn þurfa að fylgja hverjum þeirra og þá versnar staðan enn, auk þess sem það flækir, tefur og eykur kostnað við rannsókn mála að hafa gæsluvarðhaldsfangana í Reykjavík. Í því samhengi má minna á að það þótti brýnt að byggja gæsluvarðhaldsfangelsi á höfuðborgarsvæðinu því vistun gæsluvarðhaldsfanga á Litla-Hrauni hefði svo mikinn kostnað og óhagræði í för með sér. Ég ítreka, þetta ástand mun skapast strax um næstu mánaðamót ef ákvörðunin verður ekki endurskoðuð. Þá er gagnrýnivert að svona ákvörðun, sem setur löggæslu á jafn stóru svæði og Norðurlandi eystra í uppnám, sé tekin án nokkurs samráðs við embættið á Akureyri, án almennrar umfjöllunar og kynnt með svo litlum fyrirvara. Þess má geta að samstarf lögreglunnar og Fangelsismálatofnunar um rekstur fangelsisins á Akureyri hefur varað í meira en 40 ár. Uppsagnirnar komu fangavörðum algerlega í opna skjöldu og þeir kannast ekki við að hafa verið boðinn flutningur í sambærileg störf á Suðvesturhorninu, eins og þó hefur verið fullyrt í fréttum. Þó það sé líklega óþarft minna minna þig á það jákvæða samfélagslega hlutverk sem góð og stöðug löggæsla gegnir og mikilvægi góðra betrunarúrræða í siðuðu samfélagi, geri ég það til vonar og vara. Að lokum hvet ég þig til að horfa á heildaráhrif þessarar ákvörðunar og falla frá henni. Einhenda þér frekar í uppbyggilegri verkefni eins og að semja við lögreglumenn sem hafa nú verið samningslausir í 15 mánuði. Ég óska þér góðs gengis í störfum þínum, með fullri vinsemd, Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Fangelsismál Tengdar fréttir Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19 Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. Í fyrsta lagi hefur fangelsið þótt gott og starfsfólkið rómað fyrir vinnu sína; hér er því um að ræða mikilvægt betrunarúrræði. Í öðru lagi er þetta skerðing á réttindum fanga sem þurfa nú frekar að afplána fjarri fjölskyldum sínum, þeim og ástvinum þeirra til tjóns. Í þriðja lagi á ég erfitt að sjá að ákvörðunin samrýmist stefnu ríkisstjórnarinnar um fjölgun starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Í fjórða lagi er ég fullviss um að þetta veikir löggæslu á svæðinu, ef ekki kemur aukið fé til hennar. Í ljósi þessa velti ég því fyrir mér hvort horft hefur verið nógu heildstætt á rekstarleg áhrif ríkissjóðs af þessari breytingu. Slíka skerðingu á mikilvægum samfélagslegum innviðum svæðisins munu íbúar þess ekki sætta sig við. Hér að neðan er örlítið dæmi um hvað þessi breyting mun hafa í för með sér strax um næstu mánaðarmót. Samkvæmt mínum upplýsingum eru, fyrir utan þá 10 fanga sem afplána í fangelsinu á Akureyri, að meðaltali hátt í 300 vistanir á ári, t.d. vegna handtöku við rannsóknir mála eða fólk sem þarf að sofa úr sér. Sumir í mjög slæmu ástandi. Í þessari tölu eru ekki gæsluvarðhaldsfangar. Samlegðaráhrifin eru augljós. Hingað til hefur það verið þannig að tveir fangaverðir á dagvakt hafa sinnt fangavörslu, og þá líka fyrir lögregluna, en næturvakt hefur verið sinnt af einum fangaverði sem hefur stuðning eins lögreglumanns. Ef fangelsinu verður lokað munu tveir af fimm lögregluþjónum á vakt á Akureyri hverju sinni verða fastir við fangavörslu u.þ.b. 300 daga á ári. Og aðeins þrír lögreglumenn sinna öllu eftirliti og útkallslöggæslu á þessu svæði en lögreglan á Akureyri sinnir líka Grenivík, Svalbarðseyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og sveitunum og þjóðveginum þar í kring. Þá verður starfsstöðin á Akureyri orðin vanmáttug til að styðja við aðrar starfsstöðvar í embættinu. Loks mun þurfa að flytja gæsluvarðhaldsfanga til Reykjavíkur, ef fangelsinu verður lokað, stundum nokkra í einu í sama máli. Tveir lögreglumenn þurfa að fylgja hverjum þeirra og þá versnar staðan enn, auk þess sem það flækir, tefur og eykur kostnað við rannsókn mála að hafa gæsluvarðhaldsfangana í Reykjavík. Í því samhengi má minna á að það þótti brýnt að byggja gæsluvarðhaldsfangelsi á höfuðborgarsvæðinu því vistun gæsluvarðhaldsfanga á Litla-Hrauni hefði svo mikinn kostnað og óhagræði í för með sér. Ég ítreka, þetta ástand mun skapast strax um næstu mánaðamót ef ákvörðunin verður ekki endurskoðuð. Þá er gagnrýnivert að svona ákvörðun, sem setur löggæslu á jafn stóru svæði og Norðurlandi eystra í uppnám, sé tekin án nokkurs samráðs við embættið á Akureyri, án almennrar umfjöllunar og kynnt með svo litlum fyrirvara. Þess má geta að samstarf lögreglunnar og Fangelsismálatofnunar um rekstur fangelsisins á Akureyri hefur varað í meira en 40 ár. Uppsagnirnar komu fangavörðum algerlega í opna skjöldu og þeir kannast ekki við að hafa verið boðinn flutningur í sambærileg störf á Suðvesturhorninu, eins og þó hefur verið fullyrt í fréttum. Þó það sé líklega óþarft minna minna þig á það jákvæða samfélagslega hlutverk sem góð og stöðug löggæsla gegnir og mikilvægi góðra betrunarúrræða í siðuðu samfélagi, geri ég það til vonar og vara. Að lokum hvet ég þig til að horfa á heildaráhrif þessarar ákvörðunar og falla frá henni. Einhenda þér frekar í uppbyggilegri verkefni eins og að semja við lögreglumenn sem hafa nú verið samningslausir í 15 mánuði. Ég óska þér góðs gengis í störfum þínum, með fullri vinsemd, Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar.
Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19
Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun