Madrídingar með níu fingur á titlinum eftir sigur Ísak Hallmundarson skrifar 10. júlí 2020 22:00 Madrídingar fagna marki í kvöld. getty/Berengui Real Madrid er ansi nálægt því að verða spænskur meistari í fótbolta eftir 2-0 sigur á Alaves í kvöld. Karim Benzema skoraði fyrsta mark Madrídinga úr vítaspyrnu á 11. mínútu leiksins. Staðan 1-0 í hálfleik fyrir Real Madrid. Marco Asensio tvöfaldaði síðan forystuna snemma síðari hálfleiks, á 50. mínútu, og þar við sat. Lokatölur í Madrid í kvöld 2-0. Eftir sigurinn er Real á toppnum, fjórum stigum fyrir ofan Barcelona þegar einungis þrjár umferðir eru eftir af mótinu. Real þarf því að vinna tvo af síðustu þremur leikjunum til að verða meistari. Alaves er í 17. sæti, þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Spænski boltinn
Real Madrid er ansi nálægt því að verða spænskur meistari í fótbolta eftir 2-0 sigur á Alaves í kvöld. Karim Benzema skoraði fyrsta mark Madrídinga úr vítaspyrnu á 11. mínútu leiksins. Staðan 1-0 í hálfleik fyrir Real Madrid. Marco Asensio tvöfaldaði síðan forystuna snemma síðari hálfleiks, á 50. mínútu, og þar við sat. Lokatölur í Madrid í kvöld 2-0. Eftir sigurinn er Real á toppnum, fjórum stigum fyrir ofan Barcelona þegar einungis þrjár umferðir eru eftir af mótinu. Real þarf því að vinna tvo af síðustu þremur leikjunum til að verða meistari. Alaves er í 17. sæti, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti