Fækkun landa á áhættulista til skoðunar Telma Tómasson skrifar 13. júlí 2020 13:20 Þórólfur Guðnason Vísirl/Baldur Hugsanlegt verður hægt að taka lönd af áhættulista vegna kórónuveirunnar fyrr en áætlað var, segir sóttvarnalæknir. Heimkomusmitgát kemur til framkvæmda í dag. Frá og með deginum í dag skulu þeir sem eru búsettir hér á landi, eru íslenskir ríkisborgarar eða hafa mikið tengslanet hérlendis og hafa valið að fara í sýnatöku við komuna til landsins, viðhafa svokallaða heimkomusmitgát í 4 til 5 daga. Eftir það fer viðkomandi í aðra sýnatöku og reynist hún neikvæð er óhætt að hætta smitgátinni. „Þetta er gert til þess að reyna að koma í veg fyrir að einstaklingar sem eru með neikvæð sýni geti þróað með sér smit á fyrstu dögunum eftir það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum séð það núna og sáum fyrr í vetur að mesta áhættan á smiti hér innanlands er frá Íslendingum sem eru að koma inn erlendis frá. Við sáum það fyrir tveimur til þremur vikum síðan að þeir sem eru með mikið tengslanet hér geta leitt til mikils smits og víðtækt og það er það sem verið er að reyna að koma í veg fyrir.“ Búum að verðmætum upplýsingum Engin smit hafa til þessa komið frá erlendum ferðamönnum, mikilvægar upplýsingar liggja fyrir og stöðugt er unnið að því að gera vinnuna markvissari. „Þetta eru upplýsingar sem aðrar þjóðir hafa ekki. Ef við hefðum ekki gert þetta svona þá hefðum við rennt algjörlega blint í sjóinn og ekki vitað neitt um það hvað við erum að gera í grófum dráttum,“ segir Þórólfur. „Það sem við getum líka gert núna er að taka lönd af þessum áhættulista og sleppt því að skima einstaklinga sem hafa verið í ákveðnum löndum þar sem útbreiðslan hefur ekki verið mikil.“ Í því samhengi nefnir Þórólfur að hann hafi horft til næstu mánaðamóta í þessum efnum - „en hugsanlega verður hægt að hrinda því í framkvæmd fyrr.“ Unnt er að kynna sér uppýsingar um heimasmitgát á heimasíðu Landlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Hugsanlegt verður hægt að taka lönd af áhættulista vegna kórónuveirunnar fyrr en áætlað var, segir sóttvarnalæknir. Heimkomusmitgát kemur til framkvæmda í dag. Frá og með deginum í dag skulu þeir sem eru búsettir hér á landi, eru íslenskir ríkisborgarar eða hafa mikið tengslanet hérlendis og hafa valið að fara í sýnatöku við komuna til landsins, viðhafa svokallaða heimkomusmitgát í 4 til 5 daga. Eftir það fer viðkomandi í aðra sýnatöku og reynist hún neikvæð er óhætt að hætta smitgátinni. „Þetta er gert til þess að reyna að koma í veg fyrir að einstaklingar sem eru með neikvæð sýni geti þróað með sér smit á fyrstu dögunum eftir það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum séð það núna og sáum fyrr í vetur að mesta áhættan á smiti hér innanlands er frá Íslendingum sem eru að koma inn erlendis frá. Við sáum það fyrir tveimur til þremur vikum síðan að þeir sem eru með mikið tengslanet hér geta leitt til mikils smits og víðtækt og það er það sem verið er að reyna að koma í veg fyrir.“ Búum að verðmætum upplýsingum Engin smit hafa til þessa komið frá erlendum ferðamönnum, mikilvægar upplýsingar liggja fyrir og stöðugt er unnið að því að gera vinnuna markvissari. „Þetta eru upplýsingar sem aðrar þjóðir hafa ekki. Ef við hefðum ekki gert þetta svona þá hefðum við rennt algjörlega blint í sjóinn og ekki vitað neitt um það hvað við erum að gera í grófum dráttum,“ segir Þórólfur. „Það sem við getum líka gert núna er að taka lönd af þessum áhættulista og sleppt því að skima einstaklinga sem hafa verið í ákveðnum löndum þar sem útbreiðslan hefur ekki verið mikil.“ Í því samhengi nefnir Þórólfur að hann hafi horft til næstu mánaðamóta í þessum efnum - „en hugsanlega verður hægt að hrinda því í framkvæmd fyrr.“ Unnt er að kynna sér uppýsingar um heimasmitgát á heimasíðu Landlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira