Engin miskunn hjá NBA: Mátti ekki ná sér í mat og er kominn í sóttkví Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 09:00 Richaun Holmes er leikmaður Sacramento Kings en hann er með 12,8 stig og 8,3 fráköst að meðaltali til þessa á tímabilinu. Hann er 208 sentímetra og 108 kílóa kraftframherji. Getty/Lachlan Cunningham Richaun Holmes hjá Sacramento Kings má ekki umgangast liðsfélaga sína á næstunni því hann er kominn í sóttkví. Ástæðan er að hann gerðist sekur um að yfirgefa NBA-svæðið í Disney World í Orlando. NBA-deildin er með mjög harðar sóttvarnarreglur í NBA-kúlunni í Orlando og þær mega leikmenn alls ekki brjóta. „Ég er í sóttkví og á átta daga eftir af henni. Ég bið alla afsökunar á hegðun minni og hlakka til að komast aftur til liðsfélaga minna þar sem við ætlum að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni,“ skrifaði Richaun Holmes á Twitter. Mamma hans lét hann líka heyra það á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Kings' Richaun Holmes crossed the Disney campus line to pick up delivery and now has to quarantine for 8 more daysHis mom had something to say about it pic.twitter.com/yl2Ua1HAKP— Bleacher Report (@BleacherReport) July 13, 2020 Richaun Holmes pantaði sér mat utan NBA-kúlunnar og fór síðan að ná í hana. Leikmenn hafa margir kvartað yfir matnum sem er boðið upp á þarna og Holmes ætlaði að fara sína eigin leiðir í kvöldmatnum sem hann mátti alls ekki. NBA hefur safnað öllum liðum, leikmönnum og starfsmönnum saman í Disney World í Orlando og þar verða allir að halda sig þar til að NBA-tímabilið klárast. Það er mikið um smit í Flórída sem og flestum öðrum fylkjum Bandaríkjanna og því er hættan mikil fari leikmenn út fyrir NBA-kúluna. Richaun Holmes of the Sacramento KINGS reveals that he is back in quarantine for eight more days and apologizes here after accidentally crossing the NBA campus line to pick up a food delivery ... https://t.co/BOGp9wI6dr— Marc Stein (@TheSteinLine) July 13, 2020 Fyrsti NBA-leikurinn síðan í mars fer fram 30. júlí næstkomandi en úrslitakeppninni lýkur ekki fyrr en í október. Annar leikmaður sem þarf að vera í sóttkví í herberginu sínu er Bruno Caboclo hjá Houston Rockets. NBA gaf það út í gær að 2 leikmenn af þeim 322 sem hafa verið prófaðir við komuna til Orlando hafa fengið jákvæða útkomu út úr kórónuveiruprófinu. Báðir þeir leikmenn yfirgáfu NBA-kúluna í Orlando til að ná sér í einangrum annað hvort heima hjá sér eða á öðrum góðum stað. Russell Westbrook tilkynnti í gær að hann væri með Covid-19 sjúkdóminn en að hann hefði greinst áður en hann fór til Orlando. Westbrook ætlar að mæta á svæðið þegar hann fær leyfi til þess. Richaun Holmes leaving the bubble to get some food pic.twitter.com/AY5puM1HFA— Josiah Johnson (@KingJosiah54) July 13, 2020 NBA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Richaun Holmes hjá Sacramento Kings má ekki umgangast liðsfélaga sína á næstunni því hann er kominn í sóttkví. Ástæðan er að hann gerðist sekur um að yfirgefa NBA-svæðið í Disney World í Orlando. NBA-deildin er með mjög harðar sóttvarnarreglur í NBA-kúlunni í Orlando og þær mega leikmenn alls ekki brjóta. „Ég er í sóttkví og á átta daga eftir af henni. Ég bið alla afsökunar á hegðun minni og hlakka til að komast aftur til liðsfélaga minna þar sem við ætlum að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni,“ skrifaði Richaun Holmes á Twitter. Mamma hans lét hann líka heyra það á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Kings' Richaun Holmes crossed the Disney campus line to pick up delivery and now has to quarantine for 8 more daysHis mom had something to say about it pic.twitter.com/yl2Ua1HAKP— Bleacher Report (@BleacherReport) July 13, 2020 Richaun Holmes pantaði sér mat utan NBA-kúlunnar og fór síðan að ná í hana. Leikmenn hafa margir kvartað yfir matnum sem er boðið upp á þarna og Holmes ætlaði að fara sína eigin leiðir í kvöldmatnum sem hann mátti alls ekki. NBA hefur safnað öllum liðum, leikmönnum og starfsmönnum saman í Disney World í Orlando og þar verða allir að halda sig þar til að NBA-tímabilið klárast. Það er mikið um smit í Flórída sem og flestum öðrum fylkjum Bandaríkjanna og því er hættan mikil fari leikmenn út fyrir NBA-kúluna. Richaun Holmes of the Sacramento KINGS reveals that he is back in quarantine for eight more days and apologizes here after accidentally crossing the NBA campus line to pick up a food delivery ... https://t.co/BOGp9wI6dr— Marc Stein (@TheSteinLine) July 13, 2020 Fyrsti NBA-leikurinn síðan í mars fer fram 30. júlí næstkomandi en úrslitakeppninni lýkur ekki fyrr en í október. Annar leikmaður sem þarf að vera í sóttkví í herberginu sínu er Bruno Caboclo hjá Houston Rockets. NBA gaf það út í gær að 2 leikmenn af þeim 322 sem hafa verið prófaðir við komuna til Orlando hafa fengið jákvæða útkomu út úr kórónuveiruprófinu. Báðir þeir leikmenn yfirgáfu NBA-kúluna í Orlando til að ná sér í einangrum annað hvort heima hjá sér eða á öðrum góðum stað. Russell Westbrook tilkynnti í gær að hann væri með Covid-19 sjúkdóminn en að hann hefði greinst áður en hann fór til Orlando. Westbrook ætlar að mæta á svæðið þegar hann fær leyfi til þess. Richaun Holmes leaving the bubble to get some food pic.twitter.com/AY5puM1HFA— Josiah Johnson (@KingJosiah54) July 13, 2020
NBA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira