Viðskipti innlent

Kristinn leiðir viðskiptaþróun Carbfix

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kristinn Ingi Lárusson
Kristinn Ingi Lárusson Or

Kristinn Ingi Lárusson hefur verið ráðinn til Carbfix, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur. Þaðan kemur hann frá fjarskiptafyrirtækinu ON Waves, þar sem hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra í sjö ár. 

Í vistaskiptatilkynningu frá OR segir að Kristinn hafi verið fenginn til að leiða viðskiptaþróun, stefnumótun og markaðssókn Carbfix á erlendri grundu. Carbfix veitir ráðgjöf og þjónustu á sviði kolefnisföngunar og er ekki síst þekkt fyrir að breyta koltvísýringi í stein. 

Kristinn lauk MBA gráðu frá University of Edinburgh í Skotlandi árið 2002. Áður hafði hann lokið BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðs- og alþjóðaviðskipti frá University of South Carolina í Bandaríkjunum. Kristinn starfaði hjá SPRON á árunum 1998 til 2005 við útlán til stærri fyrirtækja, eignastýringu og fjárfestingabankastarfsemi. Síðan tók Kristinn við stöðu forstöðumanns viðskiptaþróunar Símans og síðar móðurfélagsins SKIPTA. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×