Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Kjartan Kjartansson skrifar 14. júlí 2020 13:48 Daniel Lewis Lee árið 1997. Ættingjar fólksins sem hann tók þátt í að drepa árið 1996 lögðust gegn því að hann yrði tekinn af lífi. AP/Dan Pierce/The Courier Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að hún gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. Daniel Lewis Lee var sakfelldur fyrir að myrða fjölskyldu í Arkansas árið 1996. Markmið hans hafi verið að koma á ríki hvítra þjóðernissinna á norðvestanverðri Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Áður en hann var tekinn af lífi í fangelsi í Indíana dag hélt hann fram sakleysi sínu. „Þið eruð að drepa saklausan mann,“ voru hinstu orð Lee, að sögn AP-fréttastofunnar. Ættingjar þeirra sem Lee var sakfelldur fyrir að hafa drepið höfðuðu mál til að koma í veg fyrir aftökuna. Þeir telja að Lee hefði átt að hljóta lífstíðarfangelsi. Þeir vildu jafnframt vera viðstaddir aftökuna til að afsanna að Lee væri tekinn af lífi í þökk þeirra. Ákvörðun alríkisstjórnarinnar að taka Lee af lífi nú í miðjum kórónuveirufaraldri torveldaði það. Andstæðingar dauðarefsinga í Bandaríkjunum saka alríkisstjórnina um að flýta aftökunni að ástæðulausu í pólitískum tilgangi. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur sagt að ríkinu beri skylda til að framfylgja dauðadómum til þess að ættingjar og samfélög fái málalyktir. Höfuðpaurinn fékk lífstíðarfangelsi Aftakan á Lee var sú fyrsta á vegum alríkisstjórnarinnar frá árinu 2003. Fátítt er að alríkisstjórnin taki fanga af lífi. Það hefur aðeins gerst þrisvar frá því að dauðarefsingar voru teknar upp aftur árið 1988. Engu að síður hafa alríkisdómstólar haldið áfram að dæma sakborninga til dauða. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. Barr dómsmálaráðherra sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Lee var tekinn af lífi með lyfjum í dag. Chevie Kehoe, höfuðpaurinn í ráðabruggi sem leiddi til morðanna sem hann var sakfelldur fyrir, hlaut lífstíðardóm í fangelsi. Kehoe fékk Lee til liðs við málstað sinn um svonefnt Aríaalþýðulýðveldi árið 1995. Kehoe og Lee voru handteknir árið 1997 fyrir morð á William Muller, vopnasala, konunni hans Nancy og átta ára gamalli dóttur þeirra, Söruh Powell, í bænum Tilly í Arkansas. Þeir voru einnig ákærðir fyrir að hafa stolið skotvopnum og fjármunum af heimili fjölskyldunnar sem var hluti af áformum þeirra um að stofna rasískt þjóðríki. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að hún gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. Daniel Lewis Lee var sakfelldur fyrir að myrða fjölskyldu í Arkansas árið 1996. Markmið hans hafi verið að koma á ríki hvítra þjóðernissinna á norðvestanverðri Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Áður en hann var tekinn af lífi í fangelsi í Indíana dag hélt hann fram sakleysi sínu. „Þið eruð að drepa saklausan mann,“ voru hinstu orð Lee, að sögn AP-fréttastofunnar. Ættingjar þeirra sem Lee var sakfelldur fyrir að hafa drepið höfðuðu mál til að koma í veg fyrir aftökuna. Þeir telja að Lee hefði átt að hljóta lífstíðarfangelsi. Þeir vildu jafnframt vera viðstaddir aftökuna til að afsanna að Lee væri tekinn af lífi í þökk þeirra. Ákvörðun alríkisstjórnarinnar að taka Lee af lífi nú í miðjum kórónuveirufaraldri torveldaði það. Andstæðingar dauðarefsinga í Bandaríkjunum saka alríkisstjórnina um að flýta aftökunni að ástæðulausu í pólitískum tilgangi. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur sagt að ríkinu beri skylda til að framfylgja dauðadómum til þess að ættingjar og samfélög fái málalyktir. Höfuðpaurinn fékk lífstíðarfangelsi Aftakan á Lee var sú fyrsta á vegum alríkisstjórnarinnar frá árinu 2003. Fátítt er að alríkisstjórnin taki fanga af lífi. Það hefur aðeins gerst þrisvar frá því að dauðarefsingar voru teknar upp aftur árið 1988. Engu að síður hafa alríkisdómstólar haldið áfram að dæma sakborninga til dauða. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. Barr dómsmálaráðherra sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Lee var tekinn af lífi með lyfjum í dag. Chevie Kehoe, höfuðpaurinn í ráðabruggi sem leiddi til morðanna sem hann var sakfelldur fyrir, hlaut lífstíðardóm í fangelsi. Kehoe fékk Lee til liðs við málstað sinn um svonefnt Aríaalþýðulýðveldi árið 1995. Kehoe og Lee voru handteknir árið 1997 fyrir morð á William Muller, vopnasala, konunni hans Nancy og átta ára gamalli dóttur þeirra, Söruh Powell, í bænum Tilly í Arkansas. Þeir voru einnig ákærðir fyrir að hafa stolið skotvopnum og fjármunum af heimili fjölskyldunnar sem var hluti af áformum þeirra um að stofna rasískt þjóðríki.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira