Mesti hlutfallslegi samdrátturinn í gistinóttum í apríl og maí var á höfuðborgarsvæðinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2020 20:00 Kristófer Oliversson er formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. EINAR ÁRNASON Þótt Íslendingar séu duglegir að ferðast innanlands í sumar er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í vetur að mati formanns fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Mesti hlutfallslegi samdrátturinn í gistinóttum í apríl og maí var á höfuðborgarsvæðnu sé litið til sama tímabils árið áður. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá Landsbankans en samdráttur í gistinóttum í apríl og maí nam 96,3% á svæðinu. Utan höfuðborgarsvæðisins var samdrátturinn mestur á Suðurnesjum en minnstur á Vesturlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að Íslendingar hafa verið duglegir að ferðast innanlands í sumar en kortavelta Íslendinga tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um 17% á milli júní í fyrra og júní í ár miðað við fast verðlag - sem er veruleg aukning og viðsnúningur frá þróun síðustu mánaða samkvæmt hagsjánni. Formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að þótt Íslendingar séu duglegir að ferðast innanlands sé ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í vetur. „Um leið og Íslendingar hætta að ferðast um miðjan ágúst þá stefnir í að það verði mjög lítið að gera því miður hvort sem það er úti á landi eða í Reykjavík,“ sagði Kristófer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Því þurfi stjórnvöld að grípa enn frekar inn í. „Ég held að menn þurfi að horfa á það að allir sem eru með stórar og miklar fasteignir t.d. og með frest á lánum og öðru slíku. Það þarf að skoða þau mál mjög vel nú á næstunni, hvernig eigum við að bregðast við því. Það hlaðast upp vextir en engar tekjur koma inn,“ sagði Kristófer. Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið gjarnir á að elta góða veðrið á ferðalögum um landið en það gæti reynst erfitt um helgina þar sem slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Göngufólk og fólk í tjöldum er sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu en varasamt er að tjalda þar vegna gulrar viðvörunar. Skársta veðrið um helgina verður á Suðurlandi en þar ætti að hanga þurrt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist norðaustur yfir landið á morgun og hinn. 15. júlí 2020 07:17 Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Þótt Íslendingar séu duglegir að ferðast innanlands í sumar er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í vetur að mati formanns fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Mesti hlutfallslegi samdrátturinn í gistinóttum í apríl og maí var á höfuðborgarsvæðnu sé litið til sama tímabils árið áður. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá Landsbankans en samdráttur í gistinóttum í apríl og maí nam 96,3% á svæðinu. Utan höfuðborgarsvæðisins var samdrátturinn mestur á Suðurnesjum en minnstur á Vesturlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að Íslendingar hafa verið duglegir að ferðast innanlands í sumar en kortavelta Íslendinga tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um 17% á milli júní í fyrra og júní í ár miðað við fast verðlag - sem er veruleg aukning og viðsnúningur frá þróun síðustu mánaða samkvæmt hagsjánni. Formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að þótt Íslendingar séu duglegir að ferðast innanlands sé ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í vetur. „Um leið og Íslendingar hætta að ferðast um miðjan ágúst þá stefnir í að það verði mjög lítið að gera því miður hvort sem það er úti á landi eða í Reykjavík,“ sagði Kristófer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Því þurfi stjórnvöld að grípa enn frekar inn í. „Ég held að menn þurfi að horfa á það að allir sem eru með stórar og miklar fasteignir t.d. og með frest á lánum og öðru slíku. Það þarf að skoða þau mál mjög vel nú á næstunni, hvernig eigum við að bregðast við því. Það hlaðast upp vextir en engar tekjur koma inn,“ sagði Kristófer. Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið gjarnir á að elta góða veðrið á ferðalögum um landið en það gæti reynst erfitt um helgina þar sem slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Göngufólk og fólk í tjöldum er sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu en varasamt er að tjalda þar vegna gulrar viðvörunar. Skársta veðrið um helgina verður á Suðurlandi en þar ætti að hanga þurrt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist norðaustur yfir landið á morgun og hinn. 15. júlí 2020 07:17 Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist norðaustur yfir landið á morgun og hinn. 15. júlí 2020 07:17
Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02