Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Birgir Olgeirsson skrifar 15. júlí 2020 19:07 Arnar Pétursson, stjórnarformaður Herjólfs ohf., ræðir hér við þernu á Herjólfi í dag. Herjólfur ohf. ákvað að sigla frá Vestmannaeyjum til lands á gamla Herjólfi í dag þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. Sjómannafélag Íslands segir það klárt verkfallsbrot og lítur þetta útspil alvarlegum augum. Herjólfur ohf. tilkynnti í morgun að gamli Herjólfur myndi sigla fjórar ferðir milli lands og eyja. Þetta sætti furðu margra því vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands sem starfa á nýja Herjólfi stendur yfir. Gamli Herjólfur komst ekki fyrstu ferðina því einn af vélstjórum hans neitaði að fara með. Við Herjólfsbryggjuna mátti sjá Arnar Pétursson stjórnarformann Herjólfs ohf. ræða málin við starfsmenn sem mótmæltu siglingu gamla Herjólfs. Arnar hefur sagt í fjölmiðlum að þernur á Herjólfi séu með rúmar 800 þúsund krónur í heildartekjur á mánuði og hásetar með rúma milljón króna í heildarlaun á mánuði. Herjólfur ohf. telur það ekki verkfallsbrot að sigla gamla Herjólfi. „Það eru bara félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands sem eru í verkfalli. Aðrir starfsmenn mega sigla. Þeir voru beðnir að sigla og sigldu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Sjómannafélagið lítur þetta útspil alvarlegum augum. „Þetta hleypur illu blóði í fólkið. Ég var á fundi með starfsfólki á áðan og það er slegið,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Næsta vinnustöðvun er boðuð í næstu viku. Verði af henni mun sjómannafélagið bregðast hart við. „Þetta útspila þeirra í morgun kom okkur algjörlega á óvörum. Við vorum ekki tilbúnir í svona skrípaleik en við verðum tilbúnir þá.“ Hvað ætlið þið að gera? „Það kemur í ljós,“ segir Bergur. Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur boðaður. Sjómannafélagið vill fjölga áhöfnum Herjólfs og skerða starfshlutfall en halda sömu kjörum. „Við glímum við afleiðingar kórónuveirunnar með algjöra óvissu næstu mánuði og fram að vori 2021. Það ræður ekkert félag við svona kröfur undir svona kringumstæðum,“ segir Guðbjartur Ellert. „Auðvitað er það óþolandi fyrir Eyjamenn að hafa engar ferðir á milli lands og eyja. En þetta er okkar eina vopn til að fá þetta fólk að samningaborðinu.“ Uppfært klukkan 19:50: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var tekið fram að orðaskipti Arnars Péturssonar, stjórnarformanns Herjólfs ohf., og verkfallsmanna hefðu verið snörp. Samkvæmt Arnari sjálfum og þeim sem sjást eiga orðaskipti við hann, voru þau orðaskipti alls ekki snörp. Því var fyrirsögn fréttarinnar leiðrétt sem og orðalag fréttarinnar þar sem orðaskiptin voru sögð snörp. Vestmannaeyjar Herjólfur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Herjólfur ohf. ákvað að sigla frá Vestmannaeyjum til lands á gamla Herjólfi í dag þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. Sjómannafélag Íslands segir það klárt verkfallsbrot og lítur þetta útspil alvarlegum augum. Herjólfur ohf. tilkynnti í morgun að gamli Herjólfur myndi sigla fjórar ferðir milli lands og eyja. Þetta sætti furðu margra því vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands sem starfa á nýja Herjólfi stendur yfir. Gamli Herjólfur komst ekki fyrstu ferðina því einn af vélstjórum hans neitaði að fara með. Við Herjólfsbryggjuna mátti sjá Arnar Pétursson stjórnarformann Herjólfs ohf. ræða málin við starfsmenn sem mótmæltu siglingu gamla Herjólfs. Arnar hefur sagt í fjölmiðlum að þernur á Herjólfi séu með rúmar 800 þúsund krónur í heildartekjur á mánuði og hásetar með rúma milljón króna í heildarlaun á mánuði. Herjólfur ohf. telur það ekki verkfallsbrot að sigla gamla Herjólfi. „Það eru bara félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands sem eru í verkfalli. Aðrir starfsmenn mega sigla. Þeir voru beðnir að sigla og sigldu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Sjómannafélagið lítur þetta útspil alvarlegum augum. „Þetta hleypur illu blóði í fólkið. Ég var á fundi með starfsfólki á áðan og það er slegið,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Næsta vinnustöðvun er boðuð í næstu viku. Verði af henni mun sjómannafélagið bregðast hart við. „Þetta útspila þeirra í morgun kom okkur algjörlega á óvörum. Við vorum ekki tilbúnir í svona skrípaleik en við verðum tilbúnir þá.“ Hvað ætlið þið að gera? „Það kemur í ljós,“ segir Bergur. Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur boðaður. Sjómannafélagið vill fjölga áhöfnum Herjólfs og skerða starfshlutfall en halda sömu kjörum. „Við glímum við afleiðingar kórónuveirunnar með algjöra óvissu næstu mánuði og fram að vori 2021. Það ræður ekkert félag við svona kröfur undir svona kringumstæðum,“ segir Guðbjartur Ellert. „Auðvitað er það óþolandi fyrir Eyjamenn að hafa engar ferðir á milli lands og eyja. En þetta er okkar eina vopn til að fá þetta fólk að samningaborðinu.“ Uppfært klukkan 19:50: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var tekið fram að orðaskipti Arnars Péturssonar, stjórnarformanns Herjólfs ohf., og verkfallsmanna hefðu verið snörp. Samkvæmt Arnari sjálfum og þeim sem sjást eiga orðaskipti við hann, voru þau orðaskipti alls ekki snörp. Því var fyrirsögn fréttarinnar leiðrétt sem og orðalag fréttarinnar þar sem orðaskiptin voru sögð snörp.
Vestmannaeyjar Herjólfur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira