Real Madrid spænskur meistari

Zinedine Zidane hefur verið einkar sigursæll sem þjálfari Real Madrid og hér fær hann heiðurstolleringu.
Zinedine Zidane hefur verið einkar sigursæll sem þjálfari Real Madrid og hér fær hann heiðurstolleringu. VÍSIR/GETTY

Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli.

Madrídingar unnu titilinn síðast árið 2017 en hafa þurft að horfa á eftir honum í hendurnar á Barcelona síðustu tvö ár. Nú fer bikarinn aftur í höfuðborgina, það er ljóst þrátt fyrir að enn sé ein umferð eftir af deildinni.

Karim Benzema skorað fyrstu tvö mörk Real í kvöld en Vicente Iborra minnkaði muninn á 83. mínútu og gestirnir voru mjög nálægt því að jafna metin í uppbótartíma en höfðu ekki erindi sem erfiði. Það hefði heldur ekki skipt máli þar sem að Barcelona tapaði gegn Osasuna og er sjö stigum á eftir Real.

Real Madrid hefur orðið spænskur meistari oftast allra félaga og er nú með átta titla forskot á erkifjendur sína í Barcelona.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira