Segja vísindarök skorta og tómt rugl að moka ofan í skurðina Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2020 22:03 Þau Brandur Magnússon og Kristín Lárusdóttir eru bændur á Syðri-Fljótum í Skaftárhreppi. Stöð 2/Einar Árnason. Verulegar efasemdir eru í röðum bænda um gagnsemi þess að endurheimta votlendi og vísindarök sögð skorta. Bændurnir á Syðri-Fljótum í Meðallandi segja að framræsla lands með skurðgreftri geri sveitina byggilega og það að moka oní skurðina sé tómt rugl. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Endurheimt votlendis með því að fylla upp í skurði er einn af hornsteinum loftlagsstefnu íslenskra stjórnvalda, sem fullyrða núna að 60 prósent af heildarlosun Íslands komi úr framræstum mýrum en sögðu áður að talan væri 72 prósent. Frá framræsluskurðum í Meðallandi. Áætlað hefur verið að heildarlengd skurða á Íslandi nemi 34 þúsund kílómetrum.Stöð 2/Einar Árnason. Þegar þau Brandur Magnússon og Kristín Lárusdóttir á Syðri-Fljótum eru spurð um hvernig þeim lítist á að fylla upp skurðina er svarið þetta: „Mjög illa,“ svarar Brandur. „Þetta er algerlega galið,“ svarar Kristín. „Skurðirnir bjarga landinu hérna. Hér er allt að þorna og gróa upp og verða bara miklu betra,“ segir Brandur. „Hér var allt á floti. Og allt í sandi. Landið ónýtt og uppfok,“ segja þau. „Núna er þetta bara blómlegt,“ segir Kristín. Bærinn Syðri-Fljótar í Meðallandi stendur við bakka Eldvatns.Stöð 2/Einar Árnason. Meðalland er sunnan Kirkjubæjarklausturs en þau Brandur og Kristín stunda sauðfjárrækt og hrossabúskap á Syðri Fljótum. Þau telja að það að moka í skurðina hafi slæm áhrif á landið. „Þá færum við í burtu,“ segir Kristín. „Þá færi allt að fjúka upp aftur. Maður þyrfti náttúrlega að fá einhver rök fyrir því að moka ofan í skurðina. Maður hefur ekki fengið þau ennþá,“ segir Brandur. -Finnst ykkur þetta þá bara vera bölvuð vitleysa? „Já, tómt rugl. Alveg tómt rugl.“ Og þau eru ekki ein um þessa skoðun. Í fréttaskýringu ritstjóra Bændablaðsins nýlega er staðhæft að fullyrðingar stjórnvalda um skaðsemi framræsluskurðanna séu byggðar á ágiskunum en ekki vísindalegum gögnum. Umhverfisráðuneytið hafi ekki getað vísað í nein vísindagögn eftir fimm mánaða yfirlegu þegar blaðið hafi kallað eftir þeim. Þá hafa tveir vísindamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands, þeir Þorsteinn Guðmundsson, þá prófessor í jarðvegsfræði, og Guðni Þorvaldsson, prófessor í jarðrækt, bent á mikla óvissuþætti og takmarkaðar rannsóknir á mati á losun úr íslensku votlendi. Sjónarmið þeirra birtust í tveimur greinum í Bændablaðinu, í janúar 2018 og febrúar 2018. „Það hefur náttúrlega bjargað Meðallandinu, þessi skurðgröftur. Og eins í Landeyjunum. Þetta er náttúrlega algjör bylting þar sem verið er að grafa,“ segir Brandur. Tún jarðarinnar Syðri-Fljóta eru römmuð inn af skurðum.Stöð 2/Einar Árnason. Þau kaupa ekki þau rök að loftslaginu verði bjargað með því að moka oní skurði. „Ég hef ekki trú á því. Ég held að það ætti að tala meira um þessar flugvélar. Ég held að þær mengi meira heldur en blessaðar rollurnar, þó að þær prumpi, - eða beljur. Ég held að heimurinn farist ekki út af því,“ segir Kristín á Syðri-Fljótum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Loftslagsmál Umhverfismál Skaftárhreppur Tengdar fréttir Rúmur hálfur milljarður aukalega í loftslagsaðgerðir Meirihluti um 550 milljóna króna aukaframlags til loftslagsmála í sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður varið til verkefna sem tengjast orkuskiptum. Um 200 milljónir króna verða settar í kolefnisbindingarverkefni. 5. maí 2020 16:46 Stöðvuðu losun frá votlendi á við 720 bíla Endurheimt votlendis á fjórðum jörðum á vegum Votlendissjóðs í fyrra stöðvaði losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnaðist á við að fjarlægja 720 bíla úr umferð í heilt ár. Ný stjórn tók við hjá sjóðnum á ársfundi hans í dag. 11. júní 2020 20:34 Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. 23. apríl 2020 21:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Sjá meira
Verulegar efasemdir eru í röðum bænda um gagnsemi þess að endurheimta votlendi og vísindarök sögð skorta. Bændurnir á Syðri-Fljótum í Meðallandi segja að framræsla lands með skurðgreftri geri sveitina byggilega og það að moka oní skurðina sé tómt rugl. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Endurheimt votlendis með því að fylla upp í skurði er einn af hornsteinum loftlagsstefnu íslenskra stjórnvalda, sem fullyrða núna að 60 prósent af heildarlosun Íslands komi úr framræstum mýrum en sögðu áður að talan væri 72 prósent. Frá framræsluskurðum í Meðallandi. Áætlað hefur verið að heildarlengd skurða á Íslandi nemi 34 þúsund kílómetrum.Stöð 2/Einar Árnason. Þegar þau Brandur Magnússon og Kristín Lárusdóttir á Syðri-Fljótum eru spurð um hvernig þeim lítist á að fylla upp skurðina er svarið þetta: „Mjög illa,“ svarar Brandur. „Þetta er algerlega galið,“ svarar Kristín. „Skurðirnir bjarga landinu hérna. Hér er allt að þorna og gróa upp og verða bara miklu betra,“ segir Brandur. „Hér var allt á floti. Og allt í sandi. Landið ónýtt og uppfok,“ segja þau. „Núna er þetta bara blómlegt,“ segir Kristín. Bærinn Syðri-Fljótar í Meðallandi stendur við bakka Eldvatns.Stöð 2/Einar Árnason. Meðalland er sunnan Kirkjubæjarklausturs en þau Brandur og Kristín stunda sauðfjárrækt og hrossabúskap á Syðri Fljótum. Þau telja að það að moka í skurðina hafi slæm áhrif á landið. „Þá færum við í burtu,“ segir Kristín. „Þá færi allt að fjúka upp aftur. Maður þyrfti náttúrlega að fá einhver rök fyrir því að moka ofan í skurðina. Maður hefur ekki fengið þau ennþá,“ segir Brandur. -Finnst ykkur þetta þá bara vera bölvuð vitleysa? „Já, tómt rugl. Alveg tómt rugl.“ Og þau eru ekki ein um þessa skoðun. Í fréttaskýringu ritstjóra Bændablaðsins nýlega er staðhæft að fullyrðingar stjórnvalda um skaðsemi framræsluskurðanna séu byggðar á ágiskunum en ekki vísindalegum gögnum. Umhverfisráðuneytið hafi ekki getað vísað í nein vísindagögn eftir fimm mánaða yfirlegu þegar blaðið hafi kallað eftir þeim. Þá hafa tveir vísindamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands, þeir Þorsteinn Guðmundsson, þá prófessor í jarðvegsfræði, og Guðni Þorvaldsson, prófessor í jarðrækt, bent á mikla óvissuþætti og takmarkaðar rannsóknir á mati á losun úr íslensku votlendi. Sjónarmið þeirra birtust í tveimur greinum í Bændablaðinu, í janúar 2018 og febrúar 2018. „Það hefur náttúrlega bjargað Meðallandinu, þessi skurðgröftur. Og eins í Landeyjunum. Þetta er náttúrlega algjör bylting þar sem verið er að grafa,“ segir Brandur. Tún jarðarinnar Syðri-Fljóta eru römmuð inn af skurðum.Stöð 2/Einar Árnason. Þau kaupa ekki þau rök að loftslaginu verði bjargað með því að moka oní skurði. „Ég hef ekki trú á því. Ég held að það ætti að tala meira um þessar flugvélar. Ég held að þær mengi meira heldur en blessaðar rollurnar, þó að þær prumpi, - eða beljur. Ég held að heimurinn farist ekki út af því,“ segir Kristín á Syðri-Fljótum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Loftslagsmál Umhverfismál Skaftárhreppur Tengdar fréttir Rúmur hálfur milljarður aukalega í loftslagsaðgerðir Meirihluti um 550 milljóna króna aukaframlags til loftslagsmála í sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður varið til verkefna sem tengjast orkuskiptum. Um 200 milljónir króna verða settar í kolefnisbindingarverkefni. 5. maí 2020 16:46 Stöðvuðu losun frá votlendi á við 720 bíla Endurheimt votlendis á fjórðum jörðum á vegum Votlendissjóðs í fyrra stöðvaði losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnaðist á við að fjarlægja 720 bíla úr umferð í heilt ár. Ný stjórn tók við hjá sjóðnum á ársfundi hans í dag. 11. júní 2020 20:34 Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. 23. apríl 2020 21:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Sjá meira
Rúmur hálfur milljarður aukalega í loftslagsaðgerðir Meirihluti um 550 milljóna króna aukaframlags til loftslagsmála í sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður varið til verkefna sem tengjast orkuskiptum. Um 200 milljónir króna verða settar í kolefnisbindingarverkefni. 5. maí 2020 16:46
Stöðvuðu losun frá votlendi á við 720 bíla Endurheimt votlendis á fjórðum jörðum á vegum Votlendissjóðs í fyrra stöðvaði losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnaðist á við að fjarlægja 720 bíla úr umferð í heilt ár. Ný stjórn tók við hjá sjóðnum á ársfundi hans í dag. 11. júní 2020 20:34
Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. 23. apríl 2020 21:00