Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2025 12:20 Lögreglan hafði afskipti af þó nokkrum í gærkvöld. vísir/aðsend Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu við Auðbrekku skammt frá húsakynnum Vítisengla í gærkvöld en töluverður viðbúnaður var á svæðinu. Lögreglufulltrúi segir það viðbúið að lögreglan haldi áfram að skipta sér af samkomum samtakanna í framtíðinni en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð. Lögreglan lokaði fyrir umferð um Auðbrekku í Kópavogi í gærkvöldi og var þar með þó nokkurn viðbúnað í um tvær klukkustundir vegna samkomu Vítisengla í samkomuhúsi þeirra á svæðinu. Tvær vikur eru síðan að þrír voru handteknir í sambærilegri lögregluaðgerð á sama stað. Aðgerðin var á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var sérsveitin þeim til taks. Vítisenglar eða Hells Angels, eins og þeir eru þekktir fyrir utan landsteinanna, eru víðast hvar skilgreindir sem glæpasamtök. Vítisenglar hafa undanfarið aukið umsvif sín hér á landi og fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. „Brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla“ Jón Þór Karlsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni, segir í samtali við fréttastofu að aðgerðin í gær hafi verið töluvert minni í sniðum en sú fyrri. Enginn var handtekinn í gærkvöldi og ekki lagt hald á vopn eða muni. Hvert var tilefni aðgerðarinnar? „Það er þessi samkoma Hells Angels og veislan sem var í gangi. Lögreglan fylgist þarna með og hefur í gegnum árin gert það og er því engin breyting. Þessi samtök stunda skipulagða brotastarfsemi og lögreglan hefur skyldum að gegna gagnvart því og þess vegna er brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla.“ Viðbúið eftirlit Jón segir að aðgerðir hafi farið vel og friðsamlega fram. Lokunarpóstar stóðu yfir frá hálf níu til hálf ellefu í gærkvöld. Þó nokkur fjöldi lögreglumanna var á vettvangi „Það voru höfð afskipti af fólki sem var á leiðinni í samkvæmið en enginn handtekinn.“ Urðuð þið aftur varir við svona samkomu í gegnum einhverja auglýsingu? „Ég fer nú ekki nánar út í það en það voru spurnir um það að menn ætluðu að hittast þarna og þess vegna fórum við í svona eftirlit.“ Er þetta eitthvað sem er komið til að vera hjá lögreglunni að vera alltaf með eftirlit þarna þegar að þessi hópur kemur saman? „Það er viðbúið. Það er ekki búið að gera neina framtíðaráætlun hvað það varðar. En það er viðbúið að það verði eins og hefur verið í gegnum árin.“ Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Lögreglan lokaði fyrir umferð um Auðbrekku í Kópavogi í gærkvöldi og var þar með þó nokkurn viðbúnað í um tvær klukkustundir vegna samkomu Vítisengla í samkomuhúsi þeirra á svæðinu. Tvær vikur eru síðan að þrír voru handteknir í sambærilegri lögregluaðgerð á sama stað. Aðgerðin var á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var sérsveitin þeim til taks. Vítisenglar eða Hells Angels, eins og þeir eru þekktir fyrir utan landsteinanna, eru víðast hvar skilgreindir sem glæpasamtök. Vítisenglar hafa undanfarið aukið umsvif sín hér á landi og fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. „Brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla“ Jón Þór Karlsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni, segir í samtali við fréttastofu að aðgerðin í gær hafi verið töluvert minni í sniðum en sú fyrri. Enginn var handtekinn í gærkvöldi og ekki lagt hald á vopn eða muni. Hvert var tilefni aðgerðarinnar? „Það er þessi samkoma Hells Angels og veislan sem var í gangi. Lögreglan fylgist þarna með og hefur í gegnum árin gert það og er því engin breyting. Þessi samtök stunda skipulagða brotastarfsemi og lögreglan hefur skyldum að gegna gagnvart því og þess vegna er brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla.“ Viðbúið eftirlit Jón segir að aðgerðir hafi farið vel og friðsamlega fram. Lokunarpóstar stóðu yfir frá hálf níu til hálf ellefu í gærkvöld. Þó nokkur fjöldi lögreglumanna var á vettvangi „Það voru höfð afskipti af fólki sem var á leiðinni í samkvæmið en enginn handtekinn.“ Urðuð þið aftur varir við svona samkomu í gegnum einhverja auglýsingu? „Ég fer nú ekki nánar út í það en það voru spurnir um það að menn ætluðu að hittast þarna og þess vegna fórum við í svona eftirlit.“ Er þetta eitthvað sem er komið til að vera hjá lögreglunni að vera alltaf með eftirlit þarna þegar að þessi hópur kemur saman? „Það er viðbúið. Það er ekki búið að gera neina framtíðaráætlun hvað það varðar. En það er viðbúið að það verði eins og hefur verið í gegnum árin.“
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira