Icelandair sleit kjaraviðræðum og flugfreyjur boða verkfall Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 17. júlí 2020 22:00 Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands en flugfreyjur boðuðu í kjölfarið til allsherjarverkfalls sem kosið verður um þann 24. júlí. Vísir/Vilhelm/Arnar Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Forstjóri Icelandair vonar að stór hluti þeirra flugfreyja sem félagið hefur sagt upp komi aftur til starfa hjá félaginu þegar takist hafi að semja við nýjan samningsaðila. Flugmenn félagsins munu frá og með mánudeginum 20. júlí starfa tímabundið sem öryggisliðar um borð í vélum félagsins, en starfið er sambærilegt starfi flugfreyja. Félagið gerir ráð fyrir að hefja viðræður við annan samningsaðila á hinum íslenska vinnumarkaði, um framtíðarkjör öryggis- og þjónustuliða hjá félaginu. Forstjóri Icelandair segir að með þessu sé þó ekki verið að gera grundvallarbreytingu á starfi flugfreyja til framtíðar. „Ég held að til framtíðar verði það með svipuðum hætti og það er búið að vera til margra ára hjá félaginu. Það er okkar stefna,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Fá flugmannalaun fyrir störf flugfreyja Líkt og áður segir munu flugmenn starfa tímabundið sem öryggisliðar um borð. Einn öryggisliða þarf á hverja fimmtíu farþega og fá þeir greitt samkvæmt flugmannalaunum í stað flugfreyjulauna þar til næstu skref ráðast. Flugmenn hafa réttindi til að sinna umræddum störfum og rúmast þau innan starfslýsingar þeirra og samninga að sögn Boga. Það verður væntanlega stofnað eitthvað félag í kring um þessa starfsstétt öryggis- og þjónustuliða? „Það á bara eftir að koma í ljós. Við erum ekki komin þangað, við höfum ekki hafið viðræður við einn né neinn. Okkar markmið hefur verið að semja við Flugfreyjufélag Íslands þannig að nú þurfum við að skoða aðra valmöguleika hvað varðar viðsemjendur í þessu máli.“ Vonar að flugfreyjur komi aftur til starfa hjá Icelandair Hann segir jafnframt að ekki sé búið að leggja drög að stofnun slíks félags. „Það eru einhverjir aðrir sem stofna slíkt félag. Við erum ekki búin að hefja viðræður við neinn hvað þetta varðar nei,“ segir Bogi. Kemur til greina a ð þ essi kjarasamningur sem var uppi á bor ð i og var felldur ver ð i lag ð ur til grundvallar? „Eins og kom fram í tilkynningunni frá okkur þá þurfum við að hefja viðræður við nýjan mótaðila á næstunni og það liggur ekki fyrir í dag hver það er eða hvernig samningurinn verður. Það er eitthvað sem við þurfum að fara að gera núna að semja við annan aðila hvað þetta varðar,“ segir Bogi. Aðspurður hvort flugfreyjur félagsins fái forgang í störf öryggisliða þegar fram líða stundir segist Bogi vonast til að þær komi aftur til starfa. „Flugfreyjur eru frábærir starfsmenn og samstarfsmenn þannig ég vona að stór hluti af okkar flugfreyjum sem hafa verið hjá okkur komi aftur til starfa hjá félaginu,“ segir Bogi. Boða til atkvæðagreiðslu um verkfall þann 24. júlí Flugfreyjur hafa boðað til atkvæðagreiðslu 24. júlí um boðun vinnustöðvunar. Formaður Flugfreyjufélagsins segir ákvörðun Icelandair siðlausa og staðan nú sé einsdæmi á íslenskum vinnumarkaði. Stjórn Flugfreyjufélags Íslands og trúnaðarmenn hittust á fundi í húsakynnum félagsins nú síðdegis. Formaður félagsins segir niðurstöðuna vonbrigði. „Í kjölfar yfirlýsingar frá forstjóra Icelandair í morgun þar sem viðræðum okkar er einhliða slitið algjörlega okkur að óvörum neyðumst við, stjórn Flugfreyjufélags Íslands, að fara í þá ömurlegu stöðu að hefja undirbúning að verkfallsaðgerðum,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Undirbúningur sé nú þegar hafin. Fyrsta skref sé að kalla saman félagsmenn sem séu ennþá á uppsagnarfresti hjá Icelandair. Einsdæmi á íslenskum vinnumarkaði „Við erum aðilar að Alþýðusambandi Íslands og alþjóðlegum samtökum sem við höfum fullan stuðning hjá og við munum kalla eftir því sem við þurfum,“ segir Guðlaug. Aðspurð hvort það hafi verið mistök að samþykkja ekki síðasta tilboð Icelandair minnir Guðlaug á að því hafi verið hafnað af rúmlega 70 prósent félagsmanna. „Sem ætti að senda skýr skilaboð til okkar viðsemjenda, að of langt var gengið í þeim hagræðingarkröfum sem ætlast var til,“ segir Guðlaug. Þið ofmátuð ekki ykkar stöðu? „Við fórum bara eftir reglum og mættum á þá fundi sem okkur bar, sýndum samningsvilja og erum þar jafnvel enn í dag þrátt fyrir að það sé verið að koma fram við okkur á ömurlegan hátt.“ Henni blöskrar ákvörðun Icelandair. „Það er verið að fara leið sem aldrei hefur verið farin á íslenskum vinnumarkaði.“ Hljóðið í félagsmönnum sé þungt. „Fólki er brugðið að félag af þeirri stærðargráðu sem Icelandair er, sem er að þiggja fjárstuðning frá íslenska ríkinu. Þetta á að vera með öllu ólíðandi og ég geri ráð fyrir því að þetta endi á borði ríkisstjórnarinnar og verði ekki liði,“ segir Guðlaug. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur verið boðað til allsherjar vinnustöðvunar sem hefst þann 4. ágúst verði hún samþykkt í rafrænni atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna FFÍ. Þá herma heimildir fréttastofu að Icelandair hafi gert flugfreyjum að skila inn búningum félagsins fyrir þann 24. júlí. Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Fréttaskýringar Tengdar fréttir Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Vonar að stór hluti flugfreyjanna snúi aftur til starfa Forstjóri Icelandair segist vona að stór hluti þeirra flugfreyja sem Icelandair hefur sagt upp komi aftur til starfa hjá félaginu, þegar tekist hefur að semja við nýjan samningsaðila. 17. júlí 2020 16:11 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Sjá meira
Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Forstjóri Icelandair vonar að stór hluti þeirra flugfreyja sem félagið hefur sagt upp komi aftur til starfa hjá félaginu þegar takist hafi að semja við nýjan samningsaðila. Flugmenn félagsins munu frá og með mánudeginum 20. júlí starfa tímabundið sem öryggisliðar um borð í vélum félagsins, en starfið er sambærilegt starfi flugfreyja. Félagið gerir ráð fyrir að hefja viðræður við annan samningsaðila á hinum íslenska vinnumarkaði, um framtíðarkjör öryggis- og þjónustuliða hjá félaginu. Forstjóri Icelandair segir að með þessu sé þó ekki verið að gera grundvallarbreytingu á starfi flugfreyja til framtíðar. „Ég held að til framtíðar verði það með svipuðum hætti og það er búið að vera til margra ára hjá félaginu. Það er okkar stefna,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Fá flugmannalaun fyrir störf flugfreyja Líkt og áður segir munu flugmenn starfa tímabundið sem öryggisliðar um borð. Einn öryggisliða þarf á hverja fimmtíu farþega og fá þeir greitt samkvæmt flugmannalaunum í stað flugfreyjulauna þar til næstu skref ráðast. Flugmenn hafa réttindi til að sinna umræddum störfum og rúmast þau innan starfslýsingar þeirra og samninga að sögn Boga. Það verður væntanlega stofnað eitthvað félag í kring um þessa starfsstétt öryggis- og þjónustuliða? „Það á bara eftir að koma í ljós. Við erum ekki komin þangað, við höfum ekki hafið viðræður við einn né neinn. Okkar markmið hefur verið að semja við Flugfreyjufélag Íslands þannig að nú þurfum við að skoða aðra valmöguleika hvað varðar viðsemjendur í þessu máli.“ Vonar að flugfreyjur komi aftur til starfa hjá Icelandair Hann segir jafnframt að ekki sé búið að leggja drög að stofnun slíks félags. „Það eru einhverjir aðrir sem stofna slíkt félag. Við erum ekki búin að hefja viðræður við neinn hvað þetta varðar nei,“ segir Bogi. Kemur til greina a ð þ essi kjarasamningur sem var uppi á bor ð i og var felldur ver ð i lag ð ur til grundvallar? „Eins og kom fram í tilkynningunni frá okkur þá þurfum við að hefja viðræður við nýjan mótaðila á næstunni og það liggur ekki fyrir í dag hver það er eða hvernig samningurinn verður. Það er eitthvað sem við þurfum að fara að gera núna að semja við annan aðila hvað þetta varðar,“ segir Bogi. Aðspurður hvort flugfreyjur félagsins fái forgang í störf öryggisliða þegar fram líða stundir segist Bogi vonast til að þær komi aftur til starfa. „Flugfreyjur eru frábærir starfsmenn og samstarfsmenn þannig ég vona að stór hluti af okkar flugfreyjum sem hafa verið hjá okkur komi aftur til starfa hjá félaginu,“ segir Bogi. Boða til atkvæðagreiðslu um verkfall þann 24. júlí Flugfreyjur hafa boðað til atkvæðagreiðslu 24. júlí um boðun vinnustöðvunar. Formaður Flugfreyjufélagsins segir ákvörðun Icelandair siðlausa og staðan nú sé einsdæmi á íslenskum vinnumarkaði. Stjórn Flugfreyjufélags Íslands og trúnaðarmenn hittust á fundi í húsakynnum félagsins nú síðdegis. Formaður félagsins segir niðurstöðuna vonbrigði. „Í kjölfar yfirlýsingar frá forstjóra Icelandair í morgun þar sem viðræðum okkar er einhliða slitið algjörlega okkur að óvörum neyðumst við, stjórn Flugfreyjufélags Íslands, að fara í þá ömurlegu stöðu að hefja undirbúning að verkfallsaðgerðum,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Undirbúningur sé nú þegar hafin. Fyrsta skref sé að kalla saman félagsmenn sem séu ennþá á uppsagnarfresti hjá Icelandair. Einsdæmi á íslenskum vinnumarkaði „Við erum aðilar að Alþýðusambandi Íslands og alþjóðlegum samtökum sem við höfum fullan stuðning hjá og við munum kalla eftir því sem við þurfum,“ segir Guðlaug. Aðspurð hvort það hafi verið mistök að samþykkja ekki síðasta tilboð Icelandair minnir Guðlaug á að því hafi verið hafnað af rúmlega 70 prósent félagsmanna. „Sem ætti að senda skýr skilaboð til okkar viðsemjenda, að of langt var gengið í þeim hagræðingarkröfum sem ætlast var til,“ segir Guðlaug. Þið ofmátuð ekki ykkar stöðu? „Við fórum bara eftir reglum og mættum á þá fundi sem okkur bar, sýndum samningsvilja og erum þar jafnvel enn í dag þrátt fyrir að það sé verið að koma fram við okkur á ömurlegan hátt.“ Henni blöskrar ákvörðun Icelandair. „Það er verið að fara leið sem aldrei hefur verið farin á íslenskum vinnumarkaði.“ Hljóðið í félagsmönnum sé þungt. „Fólki er brugðið að félag af þeirri stærðargráðu sem Icelandair er, sem er að þiggja fjárstuðning frá íslenska ríkinu. Þetta á að vera með öllu ólíðandi og ég geri ráð fyrir því að þetta endi á borði ríkisstjórnarinnar og verði ekki liði,“ segir Guðlaug. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur verið boðað til allsherjar vinnustöðvunar sem hefst þann 4. ágúst verði hún samþykkt í rafrænni atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna FFÍ. Þá herma heimildir fréttastofu að Icelandair hafi gert flugfreyjum að skila inn búningum félagsins fyrir þann 24. júlí.
Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Fréttaskýringar Tengdar fréttir Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Vonar að stór hluti flugfreyjanna snúi aftur til starfa Forstjóri Icelandair segist vona að stór hluti þeirra flugfreyja sem Icelandair hefur sagt upp komi aftur til starfa hjá félaginu, þegar tekist hefur að semja við nýjan samningsaðila. 17. júlí 2020 16:11 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Sjá meira
Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45
Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10
Vonar að stór hluti flugfreyjanna snúi aftur til starfa Forstjóri Icelandair segist vona að stór hluti þeirra flugfreyja sem Icelandair hefur sagt upp komi aftur til starfa hjá félaginu, þegar tekist hefur að semja við nýjan samningsaðila. 17. júlí 2020 16:11
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39