Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2020 18:16 Um er að ræða Lettland annars vegar og Eistland hins vegar. Getty/NurPhoto Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Ríkisstjórn Lettlands hefur gefið út lista yfir þau lönd sem ferðamenn skulu forðast eða velta vandlega fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að ferðast til landsins. Athygli vekur að á listanum er ekki að finna ríki á borð við Ítalíu og Bretland þar sem faraldurinn hefur haft mikil áhrif. Er það útskýrt með því að raðað er á listann miðað við fjölda tilfella kórónuveirunnar á síðustu fjórtán dögum á hverja hundrað þúsund íbúa. Listi yfir ríkin sem Lettar eru beðnir um að varastLettneska ríkisstjórnin Miða þjóðirnar við upplýsingar frá Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) og er Ísland þar síðast skráð með 17,4 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa. Þar er þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita og ekki eru reiknuð með smit sem greint var frá í dag. Frá 5. júlí síðastliðnum hafa alls greinst 67 smit á landamærunum og ekkert innanlands. Samkvæmt reikningsaðferðum ECDC má því segja að á í dag séu á Íslandi 18,3 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Sé einungis miðað við virk smit sem hafa verið 6 síðustu tvær vikur eru hins vegar 1,64 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Miðað er við 16 smit eða færri per hundrað þúsund íbúa Sé hlutfallið hærra en 16 er ekki mælt með ferðalögum til landsins. Samskonar reglur gilda um ferðalög til hinna Eystrasaltsríkjanna, Eistlands og Litháen. Litháar miða þó við 25 tilfelli síðustu tvær vikur á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt eistneska miðlinum EstonianWorld eru Íslendingar í hópi þeirra sem þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Um er að ræða sömu viðmið og sama lista og í Lettlandi. Fólk frá Lúxemborg, Svíþjóð, Portúgal, San Marínó, Búlgaríu, Rúmeníu, Andorra, Króatíu, Íslandi og Spáni eru þau sem þurfa í sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands. Upplýsingar ECDC gefi ranga mynd af stöðunni á Íslandi Í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að Landlæknisembættið hafi undanfarið unnið að því að tölfræðilegar upplýsingar um Ísland á vef ECDC endurspegli eingöngu virk smit og undanskilji gömul smit sem fundist hafi á landamærunum undanfarnar vikur. „Tölfræðin sem stofnunin birtir nú gefur ranga mynd af ástandinu á Íslandi enda hafa engin smit verið greind nema á landamærunum undanfarnar tvær vikur og flest þeirra óvirk,“ segir í svari ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur upplýst Sendiráð Íslands um stöðuna og mun koma réttum upplýsingum um stöðu mála hér á landi til erlendra stjórnvalda eftir því sem við á. „Verður réttum upplýsingum komið til stjórnvalda í Eystrasaltslöndunum strax eftir helgi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lettland Litháen Eistland Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Ríkisstjórn Lettlands hefur gefið út lista yfir þau lönd sem ferðamenn skulu forðast eða velta vandlega fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að ferðast til landsins. Athygli vekur að á listanum er ekki að finna ríki á borð við Ítalíu og Bretland þar sem faraldurinn hefur haft mikil áhrif. Er það útskýrt með því að raðað er á listann miðað við fjölda tilfella kórónuveirunnar á síðustu fjórtán dögum á hverja hundrað þúsund íbúa. Listi yfir ríkin sem Lettar eru beðnir um að varastLettneska ríkisstjórnin Miða þjóðirnar við upplýsingar frá Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) og er Ísland þar síðast skráð með 17,4 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa. Þar er þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita og ekki eru reiknuð með smit sem greint var frá í dag. Frá 5. júlí síðastliðnum hafa alls greinst 67 smit á landamærunum og ekkert innanlands. Samkvæmt reikningsaðferðum ECDC má því segja að á í dag séu á Íslandi 18,3 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Sé einungis miðað við virk smit sem hafa verið 6 síðustu tvær vikur eru hins vegar 1,64 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Miðað er við 16 smit eða færri per hundrað þúsund íbúa Sé hlutfallið hærra en 16 er ekki mælt með ferðalögum til landsins. Samskonar reglur gilda um ferðalög til hinna Eystrasaltsríkjanna, Eistlands og Litháen. Litháar miða þó við 25 tilfelli síðustu tvær vikur á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt eistneska miðlinum EstonianWorld eru Íslendingar í hópi þeirra sem þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Um er að ræða sömu viðmið og sama lista og í Lettlandi. Fólk frá Lúxemborg, Svíþjóð, Portúgal, San Marínó, Búlgaríu, Rúmeníu, Andorra, Króatíu, Íslandi og Spáni eru þau sem þurfa í sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands. Upplýsingar ECDC gefi ranga mynd af stöðunni á Íslandi Í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að Landlæknisembættið hafi undanfarið unnið að því að tölfræðilegar upplýsingar um Ísland á vef ECDC endurspegli eingöngu virk smit og undanskilji gömul smit sem fundist hafi á landamærunum undanfarnar vikur. „Tölfræðin sem stofnunin birtir nú gefur ranga mynd af ástandinu á Íslandi enda hafa engin smit verið greind nema á landamærunum undanfarnar tvær vikur og flest þeirra óvirk,“ segir í svari ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur upplýst Sendiráð Íslands um stöðuna og mun koma réttum upplýsingum um stöðu mála hér á landi til erlendra stjórnvalda eftir því sem við á. „Verður réttum upplýsingum komið til stjórnvalda í Eystrasaltslöndunum strax eftir helgi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lettland Litháen Eistland Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira