Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2020 08:30 Heimir var sáttur með sigurinn í gær og taldi ummæli Óskars Hrafns um rán ekki alveg eiga rétt á sér. Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. Sigurinn þýðir að Valur er komið upp í 2. sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum KR. „Frábær stemning á leiknum og stuðningsmenn Vals létu vel í sér heyra – sem þeir hafa gert frá því mótið byrjaði – og það hefði verið ömurlegt að fara heim með tap,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, er hann ræddi við þá Kjartan Atla Kjartansson og Tómas Inga Tómasson í Pepsi Max tilþrifunum eftir leikinn í gærkvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson – þjálfari Blika – talaði um að sigur Vals hefði verið þjófnaður eftir leik. Heimir var spurður út í þau ummæli. „Mér fannst þetta ekki vera rán en auðvitað áttu þeir sína möguleika. Ég man samt ekki eftir því að Hannes [Þór Halldórsson, markvörður liðsins] hafi þurft að taka á honum stóra sínum. En eins og ég sagði áðan þá eru þeir frábærir út á vellinum, láta boltann ganga hratt á milli manna en mér fannst þeir ekki skapa mikið af opnum færum á móti okkur.“ Hannes Þór var frábær í marki Vals í gær.Vísir/HAG „Hann hefur gott hugarfar og er góður á ákveðnum stöðum á vellinum – betri en flestir,“ sagði Heimir um Kristinn Frey Sigurðsson. „Auðvitað viltu gera betur á heimavelli. Segir sig sjálft að við höfum aðeins fengið eitt stig af níu mögulegum. Höfum verið klaufar eins og á móti Stjörnunni þar sem við fengum tækifæri til að gera út um leikinn en gerðum það ekki. Útivallarárangurinn hefur verið fínn en við þurfum að bæta heimavallarárangurinn því maður vill gera heimavöllinn að gryfju,“ sagði Heimir um leiki Vals til þessa í sumar. „Ég held að það sé alveg á hreinu. Við höfum séð það í leikjunum – sem er reyndar jákvætt þar sem leikirnir hafa verið opnari en gengur og gerist í fyrstu umferðinum. Meira um varnarmistö og verið að gefa auðveld mörk. Liðin eiga eftir að bæta sig þegar líður á,“ var svarið þegar Heimir var spurður út í muninn á sumrinu í ár og áður eftir allt sem hefur gengið á. Hversu sáttur er Heimir með 13 stig úr sjö leikjum spurði Tómas Ingi. „Fimmtán eða sextán hefði ég verið sáttur við en við tökum þrettán og höldum áfram. Einn leikur í einu,“ sagði Heimir að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. Sigurinn þýðir að Valur er komið upp í 2. sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum KR. „Frábær stemning á leiknum og stuðningsmenn Vals létu vel í sér heyra – sem þeir hafa gert frá því mótið byrjaði – og það hefði verið ömurlegt að fara heim með tap,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, er hann ræddi við þá Kjartan Atla Kjartansson og Tómas Inga Tómasson í Pepsi Max tilþrifunum eftir leikinn í gærkvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson – þjálfari Blika – talaði um að sigur Vals hefði verið þjófnaður eftir leik. Heimir var spurður út í þau ummæli. „Mér fannst þetta ekki vera rán en auðvitað áttu þeir sína möguleika. Ég man samt ekki eftir því að Hannes [Þór Halldórsson, markvörður liðsins] hafi þurft að taka á honum stóra sínum. En eins og ég sagði áðan þá eru þeir frábærir út á vellinum, láta boltann ganga hratt á milli manna en mér fannst þeir ekki skapa mikið af opnum færum á móti okkur.“ Hannes Þór var frábær í marki Vals í gær.Vísir/HAG „Hann hefur gott hugarfar og er góður á ákveðnum stöðum á vellinum – betri en flestir,“ sagði Heimir um Kristinn Frey Sigurðsson. „Auðvitað viltu gera betur á heimavelli. Segir sig sjálft að við höfum aðeins fengið eitt stig af níu mögulegum. Höfum verið klaufar eins og á móti Stjörnunni þar sem við fengum tækifæri til að gera út um leikinn en gerðum það ekki. Útivallarárangurinn hefur verið fínn en við þurfum að bæta heimavallarárangurinn því maður vill gera heimavöllinn að gryfju,“ sagði Heimir um leiki Vals til þessa í sumar. „Ég held að það sé alveg á hreinu. Við höfum séð það í leikjunum – sem er reyndar jákvætt þar sem leikirnir hafa verið opnari en gengur og gerist í fyrstu umferðinum. Meira um varnarmistö og verið að gefa auðveld mörk. Liðin eiga eftir að bæta sig þegar líður á,“ var svarið þegar Heimir var spurður út í muninn á sumrinu í ár og áður eftir allt sem hefur gengið á. Hversu sáttur er Heimir með 13 stig úr sjö leikjum spurði Tómas Ingi. „Fimmtán eða sextán hefði ég verið sáttur við en við tökum þrettán og höldum áfram. Einn leikur í einu,“ sagði Heimir að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40
Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15