Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 19:30 Sveindís Jane skoraði þrjú er Breiðablik pakkaði Val saman í Pepsi Max deild kvenna í gær. Vísir/Daniel Thor Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik gerði Sveindís sér lítið fyrir og skoraði þrennu í þeim síðari. Leiknum lauk með 4-0 sigri Blika sem hafa unnið alla leiki sína í sumar og eiga enn eftir að fá á sig mark. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Sveindísi Jane í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Ég myndi nú segja það. Við erum byrjaðar að undirbúa okkur núna fyrir Þróttara leikinn. Við ætlum að koma okkur niður sem fyrst,“ sagði Sveindís Jane þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spurði hana hvort Blikastúlkur væru komnar niður eftir sigur gærkvöldsins. Sveindís Jane – sem er fædd árið 2001 – færði sum set í vetur. Yfirgaf hún uppeldisfélag sitt Keflavík og gekk í raðir Breiðabliks. „Ég er að finna mig mjög vel. Ég er ótrúlega sátt með hvernig það var tekið á móti mér. Þjálfararnir hafa hjálpað mér mjög mikið miðað við hvað ég er búin að vera hérna stutt. Stelpurnar tóku líka vel á móti mér og ég er mjög ánægð með það.“ „Ég er mjög sátt með að hafa valið Breiðablik.“ „Markmiðið mitt var fyrst að vinna mig inn í liðið. Er mjög sátt með að hafa byrjað síðustu leiki og vona að ég fái að byrja næstu leiki líka,“ sagði Sveindís um markmið sitt þegar hún gekk til liðs við Blika. Reikna má með því að hún haldi sæti sínu í byrjunarliðinu eftir frábæran leik í gær. Er hún nú komin með sex mörk í deildinni, í aðeins fimm leikjum. „Geggjað að hafa hana með mér í liði. Hún hjálpar mér mjög mikið. hefur tekið vel á móti mér og ég læri mikið af henni,“ sagði Sveindís aðspurð hvernig það væri að spila með marka-drottningunni Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Að lokum var Sveindís spurð hvort hún stefndi á að komast inn í A-landsliðið en þessi öflugi leikmaður hefur leikið alls 41 leik fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 24 mörk. „Auðvitað er það markmiðið. Ég bíð bara eftir kallinu en ég er tilbúin.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik gerði Sveindís sér lítið fyrir og skoraði þrennu í þeim síðari. Leiknum lauk með 4-0 sigri Blika sem hafa unnið alla leiki sína í sumar og eiga enn eftir að fá á sig mark. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Sveindísi Jane í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Ég myndi nú segja það. Við erum byrjaðar að undirbúa okkur núna fyrir Þróttara leikinn. Við ætlum að koma okkur niður sem fyrst,“ sagði Sveindís Jane þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spurði hana hvort Blikastúlkur væru komnar niður eftir sigur gærkvöldsins. Sveindís Jane – sem er fædd árið 2001 – færði sum set í vetur. Yfirgaf hún uppeldisfélag sitt Keflavík og gekk í raðir Breiðabliks. „Ég er að finna mig mjög vel. Ég er ótrúlega sátt með hvernig það var tekið á móti mér. Þjálfararnir hafa hjálpað mér mjög mikið miðað við hvað ég er búin að vera hérna stutt. Stelpurnar tóku líka vel á móti mér og ég er mjög ánægð með það.“ „Ég er mjög sátt með að hafa valið Breiðablik.“ „Markmiðið mitt var fyrst að vinna mig inn í liðið. Er mjög sátt með að hafa byrjað síðustu leiki og vona að ég fái að byrja næstu leiki líka,“ sagði Sveindís um markmið sitt þegar hún gekk til liðs við Blika. Reikna má með því að hún haldi sæti sínu í byrjunarliðinu eftir frábæran leik í gær. Er hún nú komin með sex mörk í deildinni, í aðeins fimm leikjum. „Geggjað að hafa hana með mér í liði. Hún hjálpar mér mjög mikið. hefur tekið vel á móti mér og ég læri mikið af henni,“ sagði Sveindís aðspurð hvernig það væri að spila með marka-drottningunni Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Að lokum var Sveindís spurð hvort hún stefndi á að komast inn í A-landsliðið en þessi öflugi leikmaður hefur leikið alls 41 leik fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 24 mörk. „Auðvitað er það markmiðið. Ég bíð bara eftir kallinu en ég er tilbúin.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50
Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti