Leiknir R. á toppinn eftir sigur á lærisveinum Gaua Þórðar | Samantekt kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 21:30 Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði fyrir Leikni í kvöld. mynd/leiknir Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjudeild karla í kvöld og einn í Lengjudeild kvenna. Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar máttu þola stórt tap í Breiðholti og Keflavík bjargaði stigi undir lokin gegn Leikni Fáskrúðsfirði. Kvennamegin gerðu Afturelding og Keflavík 1-1 jafntefli. Guðjón Þórðarson fékk martraðarbyrjun er Víkingur Ólafsvík heimsótti Leikni Reykjavík í Breiðholtið. Lokatölur 5-0 fyrir Leikni þar sem þeir Vuk Oskar Dimitrijevic, Sævar Atli Magnússon, Gyrðir Guðbrandsson, Sólon Breki Leifsson og Arnór Ingi Kristinsson deildu mörkunum bróðurlega á milli sín. Með sigrinum fara Leiknismenn á topp deildarinnar með 16 stig þegar sjö umferðum er lokið. Víkingar frá Ólafsvík eru nú dottnir niður í 10. sæti deildarinnar. Vestri gerði 3-3 jafntefli við topplið ÍBV á Ísafirði eftir að lenda 2-0 undir. Nacho Gil skoraði þrennu fyrir heimamenn, þar af tvö úr vítum. Jose Enrique Seoane Vergara, Víðir Þorvarðarson og Tómas Bent Magnússon skoruðu mörk ÍBV. Vestri er því í 6. sætinu á meðan Eyjamenn falla úr toppsætinu niður í annað sæti deildarinnar. Sæþór Viðarsson hélt hann hefði tryggt Leikni Fáskrúðsfirði sigur gegn Keflavík en Frans Elvarsson bjargaði stigi fyrir gestina með marki á 93. mínútu. Fáskrúðsfirðingar fara upp í 9. sæti eftir jafntefli dagsins en Keflavík er í 3. sæti með jafn mörg stig og Fram en betri markatölu. Þór Akureyri lagði svo Magna Grenivík með þremur mörkum gegn Jónas Björgvin Sigur-bergsson, Alvaro Montejo Calleja og Izaro Abella Sanchez skoruðu mörk Þórsara. Þórsarar fara upp í 5. sæti á meðan Magnamenn sitja sem fastast á botni deildarinnar. Þá gerðu Afturelding og Keflavík 1-1 jafntefli í Lengjudeild kvenna. Dröfn Einarsdóttir kom gestunum yfir strax á 4. mínútu en Alda Ólafsdóttir jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Keflavík er í 2. sæti með 14 stig á meðan Afturelding er í 4. sæti með átta stig. Markaskorarar fengnir af Úrslit.net. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjudeild karla í kvöld og einn í Lengjudeild kvenna. Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar máttu þola stórt tap í Breiðholti og Keflavík bjargaði stigi undir lokin gegn Leikni Fáskrúðsfirði. Kvennamegin gerðu Afturelding og Keflavík 1-1 jafntefli. Guðjón Þórðarson fékk martraðarbyrjun er Víkingur Ólafsvík heimsótti Leikni Reykjavík í Breiðholtið. Lokatölur 5-0 fyrir Leikni þar sem þeir Vuk Oskar Dimitrijevic, Sævar Atli Magnússon, Gyrðir Guðbrandsson, Sólon Breki Leifsson og Arnór Ingi Kristinsson deildu mörkunum bróðurlega á milli sín. Með sigrinum fara Leiknismenn á topp deildarinnar með 16 stig þegar sjö umferðum er lokið. Víkingar frá Ólafsvík eru nú dottnir niður í 10. sæti deildarinnar. Vestri gerði 3-3 jafntefli við topplið ÍBV á Ísafirði eftir að lenda 2-0 undir. Nacho Gil skoraði þrennu fyrir heimamenn, þar af tvö úr vítum. Jose Enrique Seoane Vergara, Víðir Þorvarðarson og Tómas Bent Magnússon skoruðu mörk ÍBV. Vestri er því í 6. sætinu á meðan Eyjamenn falla úr toppsætinu niður í annað sæti deildarinnar. Sæþór Viðarsson hélt hann hefði tryggt Leikni Fáskrúðsfirði sigur gegn Keflavík en Frans Elvarsson bjargaði stigi fyrir gestina með marki á 93. mínútu. Fáskrúðsfirðingar fara upp í 9. sæti eftir jafntefli dagsins en Keflavík er í 3. sæti með jafn mörg stig og Fram en betri markatölu. Þór Akureyri lagði svo Magna Grenivík með þremur mörkum gegn Jónas Björgvin Sigur-bergsson, Alvaro Montejo Calleja og Izaro Abella Sanchez skoruðu mörk Þórsara. Þórsarar fara upp í 5. sæti á meðan Magnamenn sitja sem fastast á botni deildarinnar. Þá gerðu Afturelding og Keflavík 1-1 jafntefli í Lengjudeild kvenna. Dröfn Einarsdóttir kom gestunum yfir strax á 4. mínútu en Alda Ólafsdóttir jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Keflavík er í 2. sæti með 14 stig á meðan Afturelding er í 4. sæti með átta stig. Markaskorarar fengnir af Úrslit.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira