Dulbúnir lögreglumenn þóttust færa glæpamanni stolnar vörur Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2020 11:00 Lögreglumenn þóttust vera sendlar áður en þeir kynntu sig og færðu manninn í járn, sem brást ókvæða við. Getty/Ngampol Thongsai Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um margvísleg brot fyrr á þessu ári. Honum er t.a.m. gefið að sök að hafa brotist inn í hjólageymslu og gleymt þar minnisbók merktri sér, að hafa gert sér aðra ferð á vettvang glæps til að sækja þýfi sem hann gleymdi og að hafa pantað vörur með stolnu kredikorti, sem dulbúnir lögreglumenn afhentu honum. Lögreglan handtók manninn aðfaranótt 14. júlí síðastliðinn eftir æsilega eftirför í Reykjavík. Í úrskurði Landsréttar segist lögreglan hafa fengið ábendingu um að maðurinn væri að gera sig líklegan til innbrots, lögregluþjónar hafi verið sendir á vettvang og á leiðinni hafi þeir mætt hinum grunaða á stolinni bifreið. Hafnaði á girðingu Maðurinn hafi ekki viljað stöðva - „heldur þvert á móti jók hraðann og ók beint yfir á rauðu ljósi á næstu gatnamótum. Áfram hélt kærði akstrinum áfram og ók ítrekað yfir hámarkhraða, rásandi á veginum, á móti umferð í hringtorgi og eftir gangstétt þar sem hann hafi reynt að komast undan lögreglu og skapað þannig mikla hættu,“ segir í úrskurði Landsréttar. Að endingu er maðurinn sagður hafa ekið í veg fyrir lögreglubíl, það leiddi til árekstrar með þeim afleiðingum að bifreið mannsins snerist og hafnaði á girðingu. Út hljóp maðurinn og hélt rakleitt heim til sín þar sem lögregluþjónarnir höfðu uppi á honum. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms.Vísir/Vilhelm Við leit á manninum eiga lögreglumennirnir að hafa fundið hvítt efni í smelluláspoka sem maðurinn á að hafa viðurkennt að væri amfetamín. Þar að auki segir í úrskurðinum að maðurinn hafi neytt áfengis og amfetamíns fyrir ofsaaksturinn um nóttina. Lögreglan fór fram á að maðurinn yrði settur í gæsluvarðhald, ekki aðeins vegna akstursins heldur jafnframt vegna annarra brota sem hann er grunaður um. Málin séu ýmist enn til rannsóknar eða komin til afgreiðslu ákærusviðs lögreglu. Gleymdi minnisbók merktri sér Meint brot mannsins eru tíunduð í úrskurði Landsréttar en þau eru fjölbreytt; t.d. ölvunarakstur, húsbrot og líkamsárás. Þá er hann sagður hafa brotist inn í hinar ýmsu geymslur, bílskúra og nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu. Hann var til að mynda staðinn að verki í geymslu í Kópavogi - „og þar fannst bakpoki sem aðilinn skildi eftir sem í var kúbein og minnisbók merkt kærða.“ Þá var gripinn þegar hann gerði sér aðra ferð í geymslu í Reykjavík, þar sem hann hafði látið greipar sópa skömmu áður. Þýfinu hafði verið komið fyrir í ferðatöskum, sem einnig var stolið, í hitakompu húsnæðisins. „Vitni lýsti meintum geranda og hringdi síðar sama dag í lögreglu er hann sá sama mann aftur koma að húsnæðinu, sennilega til að sækja þýfið.“ Réðst á dulbúna lögreglumennina Maðurinn er aukinheldur sagður hafa pantað vörur á netinu með stolnum kreditkortaupplýsingum og sent þær heim til sín. „Lögreglumenn dulbjuggust sem starfsmenn fyrirtækisins sem pantað var frá og þóttust vera að afhenda pantaðar vörur. Kom þá kærði til dyra og sagðist taka við pöntuninni og að eiganda kortsins vera á fundi en hann hefði viljað fá sendinguna á þetta heimilisfang,“ segir í úrskurðinum. Þegar lögreglumenn kynntu sig og ætluðu að færa manninn í handjárn er hann sagður hafa barist um „á hæl og hnakka uns var yfirbugaður.“ Maðurinn neitaði sök í þessu máli en lögregla telur skýringar hans ótrúverðugar. Sem fyrr segir féllst Landsréttur á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum og verður hann í haldi til 11. ágúst hið minnsta. Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um margvísleg brot fyrr á þessu ári. Honum er t.a.m. gefið að sök að hafa brotist inn í hjólageymslu og gleymt þar minnisbók merktri sér, að hafa gert sér aðra ferð á vettvang glæps til að sækja þýfi sem hann gleymdi og að hafa pantað vörur með stolnu kredikorti, sem dulbúnir lögreglumenn afhentu honum. Lögreglan handtók manninn aðfaranótt 14. júlí síðastliðinn eftir æsilega eftirför í Reykjavík. Í úrskurði Landsréttar segist lögreglan hafa fengið ábendingu um að maðurinn væri að gera sig líklegan til innbrots, lögregluþjónar hafi verið sendir á vettvang og á leiðinni hafi þeir mætt hinum grunaða á stolinni bifreið. Hafnaði á girðingu Maðurinn hafi ekki viljað stöðva - „heldur þvert á móti jók hraðann og ók beint yfir á rauðu ljósi á næstu gatnamótum. Áfram hélt kærði akstrinum áfram og ók ítrekað yfir hámarkhraða, rásandi á veginum, á móti umferð í hringtorgi og eftir gangstétt þar sem hann hafi reynt að komast undan lögreglu og skapað þannig mikla hættu,“ segir í úrskurði Landsréttar. Að endingu er maðurinn sagður hafa ekið í veg fyrir lögreglubíl, það leiddi til árekstrar með þeim afleiðingum að bifreið mannsins snerist og hafnaði á girðingu. Út hljóp maðurinn og hélt rakleitt heim til sín þar sem lögregluþjónarnir höfðu uppi á honum. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms.Vísir/Vilhelm Við leit á manninum eiga lögreglumennirnir að hafa fundið hvítt efni í smelluláspoka sem maðurinn á að hafa viðurkennt að væri amfetamín. Þar að auki segir í úrskurðinum að maðurinn hafi neytt áfengis og amfetamíns fyrir ofsaaksturinn um nóttina. Lögreglan fór fram á að maðurinn yrði settur í gæsluvarðhald, ekki aðeins vegna akstursins heldur jafnframt vegna annarra brota sem hann er grunaður um. Málin séu ýmist enn til rannsóknar eða komin til afgreiðslu ákærusviðs lögreglu. Gleymdi minnisbók merktri sér Meint brot mannsins eru tíunduð í úrskurði Landsréttar en þau eru fjölbreytt; t.d. ölvunarakstur, húsbrot og líkamsárás. Þá er hann sagður hafa brotist inn í hinar ýmsu geymslur, bílskúra og nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu. Hann var til að mynda staðinn að verki í geymslu í Kópavogi - „og þar fannst bakpoki sem aðilinn skildi eftir sem í var kúbein og minnisbók merkt kærða.“ Þá var gripinn þegar hann gerði sér aðra ferð í geymslu í Reykjavík, þar sem hann hafði látið greipar sópa skömmu áður. Þýfinu hafði verið komið fyrir í ferðatöskum, sem einnig var stolið, í hitakompu húsnæðisins. „Vitni lýsti meintum geranda og hringdi síðar sama dag í lögreglu er hann sá sama mann aftur koma að húsnæðinu, sennilega til að sækja þýfið.“ Réðst á dulbúna lögreglumennina Maðurinn er aukinheldur sagður hafa pantað vörur á netinu með stolnum kreditkortaupplýsingum og sent þær heim til sín. „Lögreglumenn dulbjuggust sem starfsmenn fyrirtækisins sem pantað var frá og þóttust vera að afhenda pantaðar vörur. Kom þá kærði til dyra og sagðist taka við pöntuninni og að eiganda kortsins vera á fundi en hann hefði viljað fá sendinguna á þetta heimilisfang,“ segir í úrskurðinum. Þegar lögreglumenn kynntu sig og ætluðu að færa manninn í handjárn er hann sagður hafa barist um „á hæl og hnakka uns var yfirbugaður.“ Maðurinn neitaði sök í þessu máli en lögregla telur skýringar hans ótrúverðugar. Sem fyrr segir féllst Landsréttur á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum og verður hann í haldi til 11. ágúst hið minnsta.
Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira